Almenningur ekki einn um sérkjör 19. maí 2005 00:01 Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá. Almenningur ehf. hefur gert samning við einn hóp fjárfesta um að almennir íslenskir borgarar fái færi á að kaupa samtals 30 prósenta hlut í Símanum innan hálfs árs frá sölu hans, hreppi sá hópur hnossið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að annar hópur sem gert hefur tilboð í Símann ætli að bjóða hinum almenna borgara ekki síðri samning en Almenningur ehf. hefur gert við sinn hóp. En hverju hefur Almenningur ehf. með Agnesi Bragadóttur og Orra Vigfússon í fararbroddi náð fram umfram það sem er í útboðsskilmálum um söluna? Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni segir að biðtími almennings eftir að fá að kaupa í Símanum hafi styst mikið og búið sé að tryggja að kaupverðið á hlut verði það sama og kaupendur Símans fá hann á. Í útboðsskilmálum frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu var tryggt að hinum almenna borgara yrði boðinn til kaups 30 prósenta hlutur í Símanum innan tveggja ára. Tvö ár eru hins vegar langur tími í viðskiptum og þykir því betra ef hluturinn sem almenningi býðst kemur fyrr á markað. Þá þykir einnig gott að hluturinn verði seldur á sambærilegu verði og fjárfestarnir kaupa á. En er fullnaðarsigur unnin eins og Agnes Bragadóttir orðaði það? Jafet segist mundu kalla þetta áfangasigur vegna þess að menn viti ekki hver muni hreppa hnossið. Almenningur hafi alla vega komið sér í gott lið með sterkum fjárfestum þannig að líkurnar séu meiri en minni á að hann verði valinn. Jafet segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi boðið í Símann. Almennt hafi menn talið að hóparnir yrðu 7-8 en þeir hafi reynst 14 sem bendi til þess að í hópnum séu 6-7 erlendir aðilar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hópurinn sem Almenningur ehf. gerði samning við vegna kaupa á Símanum er ekki sá eini sem mun bjóða íslenskum almenningi sérkjör. Fleiri ætla að bjóða almenningi að minnsta kosti sömu kjör þótt Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon hafi ekki gert samkomulag við þá. Almenningur ehf. hefur gert samning við einn hóp fjárfesta um að almennir íslenskir borgarar fái færi á að kaupa samtals 30 prósenta hlut í Símanum innan hálfs árs frá sölu hans, hreppi sá hópur hnossið. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að annar hópur sem gert hefur tilboð í Símann ætli að bjóða hinum almenna borgara ekki síðri samning en Almenningur ehf. hefur gert við sinn hóp. En hverju hefur Almenningur ehf. með Agnesi Bragadóttur og Orra Vigfússon í fararbroddi náð fram umfram það sem er í útboðsskilmálum um söluna? Jafet Ólafsson hjá Verðbréfastofunni segir að biðtími almennings eftir að fá að kaupa í Símanum hafi styst mikið og búið sé að tryggja að kaupverðið á hlut verði það sama og kaupendur Símans fá hann á. Í útboðsskilmálum frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu var tryggt að hinum almenna borgara yrði boðinn til kaups 30 prósenta hlutur í Símanum innan tveggja ára. Tvö ár eru hins vegar langur tími í viðskiptum og þykir því betra ef hluturinn sem almenningi býðst kemur fyrr á markað. Þá þykir einnig gott að hluturinn verði seldur á sambærilegu verði og fjárfestarnir kaupa á. En er fullnaðarsigur unnin eins og Agnes Bragadóttir orðaði það? Jafet segist mundu kalla þetta áfangasigur vegna þess að menn viti ekki hver muni hreppa hnossið. Almenningur hafi alla vega komið sér í gott lið með sterkum fjárfestum þannig að líkurnar séu meiri en minni á að hann verði valinn. Jafet segir að það hafi komið sér á óvart hversu margir hafi boðið í Símann. Almennt hafi menn talið að hóparnir yrðu 7-8 en þeir hafi reynst 14 sem bendi til þess að í hópnum séu 6-7 erlendir aðilar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira