Egill á nú Silfur Egils 22. maí 2005 00:01 Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innlent Lífið Menning Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um hver ætti réttin á notkun vörumerkisins "Siflur Egils" og stefndi allt í lögfræðiþras milli 365 ljósvakamiðla og Íslenska sjónvarpsfélagsins. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins sagði hins vegar að hann hefði tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga.