Bankasalan - vonandi sagan öll 28. maí 2005 00:01 Maður fagnar fréttaskýringu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um sölu bankanna í Fréttablaðinu. Mér skilst að þetta eigi að vera nokkrar greina sem birtast næstu daga. Af fyrstu greininni má ráða hversu mikil afskipti Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu af bankasölunni. Menn hafa svosem þóst vita þetta, en það er mikið þarfaverk að draga það ótvírætt fram í dagsljósið. Til dæmis er merkilegt að heyra um símtal milli Björgólfs Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar – að eftir það hafi verið horfið snögglega frá markaðri stefnu um dreifða eignaraðild. Í síðari greinum verður væntanlega fjallað um hvernig VÍS var allt í einu tekið út úr Landsbankanum og hvers vegna var skyndilega ákveðið að selja bæði Landsbankann og Búnaðarbankann í einu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með áframhaldinu – mætti segja mér að stjórnarherrarnir þyrftu að svara ýmsum spurningum ef þetta heldur áfram á svipuðum nótum. Þá þýðir varla að hrópa upp um gróusögur og dylgjur. --- --- --- Merkileg er sú staðhæfing í forsíðufrétt Fréttablaðsins að blaðið hafi sent einkavæðingarnefnd og viðskiptaráðuneytinu margar fyrirspurnir um sölu bankanna en hafi fengið synjun við þeim öllum. Hvernig skyldi standa á því? --- --- --- Annars eru formenn stjórnarflokkanna næstum horfnir. Halldór komst reyndar í fréttirnar í dag vegna tilmæla hans um að lagðir verði betri göngustígar á Esjunni. Hann er enn vakandi fyrir landsins gagni og nauðsynjum. Davíð Oddsson skipar sendiherra í gríð og erg, síðast voru Helgi Gíslason og Sveinn Björnsson dubbaðir upp í þetta starf. Báðir eru komnir á sjötugsaldur og hafa starfað lengi í utanríkisþjónustunni – það er verið að passa upp á að þeir séu orðnir sendiherrar áður en þeir fara á eftirlaun. Um mánaðarmótin skilst manni að sé að vænta frétta af því að Guðmundur Árni Stefánsson og líklega Markús Örn Antonsson hafi verið skipaðir sendiherrar. Hvaða gagn eiga þeir að gera í þessu hlutverki? Þegar svoleiðis er spurt verður fátt um svör – maður kemur eiginlega af fjöllum. --- --- --- Blaðamaðurinn Andrew Kenny skrifar í Spectator og leggur út af þeirri margítrekuðu fullyrðingu að páfadómur hafi drepið milljónir manna með því að leggja bann við notkun smokka. Kenny vill ekki meina að kaþólska kirkjan sé slíkt böl í Afríku. Á móti kemur hann með óvænta kenningu um að umhverfisverndarsinnar með Rachel Carson í fararbroddi hafi drepið miklu fleira fólk með því að banna skordýraeitrið DDT. Hann segir að DDT hafi verið mjög gagnlegt til að halda niðri malaríu, en eftir að það var bannað hafi þessi illvígi sjúkdómur gosið upp aftur og kostað milljónir mannslífa. Sjá meira efni á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Maður fagnar fréttaskýringu Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um sölu bankanna í Fréttablaðinu. Mér skilst að þetta eigi að vera nokkrar greina sem birtast næstu daga. Af fyrstu greininni má ráða hversu mikil afskipti Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson höfðu af bankasölunni. Menn hafa svosem þóst vita þetta, en það er mikið þarfaverk að draga það ótvírætt fram í dagsljósið. Til dæmis er merkilegt að heyra um símtal milli Björgólfs Guðmundssonar og Davíðs Oddssonar – að eftir það hafi verið horfið snögglega frá markaðri stefnu um dreifða eignaraðild. Í síðari greinum verður væntanlega fjallað um hvernig VÍS var allt í einu tekið út úr Landsbankanum og hvers vegna var skyndilega ákveðið að selja bæði Landsbankann og Búnaðarbankann í einu. Það verður forvitnilegt að fylgjast með áframhaldinu – mætti segja mér að stjórnarherrarnir þyrftu að svara ýmsum spurningum ef þetta heldur áfram á svipuðum nótum. Þá þýðir varla að hrópa upp um gróusögur og dylgjur. --- --- --- Merkileg er sú staðhæfing í forsíðufrétt Fréttablaðsins að blaðið hafi sent einkavæðingarnefnd og viðskiptaráðuneytinu margar fyrirspurnir um sölu bankanna en hafi fengið synjun við þeim öllum. Hvernig skyldi standa á því? --- --- --- Annars eru formenn stjórnarflokkanna næstum horfnir. Halldór komst reyndar í fréttirnar í dag vegna tilmæla hans um að lagðir verði betri göngustígar á Esjunni. Hann er enn vakandi fyrir landsins gagni og nauðsynjum. Davíð Oddsson skipar sendiherra í gríð og erg, síðast voru Helgi Gíslason og Sveinn Björnsson dubbaðir upp í þetta starf. Báðir eru komnir á sjötugsaldur og hafa starfað lengi í utanríkisþjónustunni – það er verið að passa upp á að þeir séu orðnir sendiherrar áður en þeir fara á eftirlaun. Um mánaðarmótin skilst manni að sé að vænta frétta af því að Guðmundur Árni Stefánsson og líklega Markús Örn Antonsson hafi verið skipaðir sendiherrar. Hvaða gagn eiga þeir að gera í þessu hlutverki? Þegar svoleiðis er spurt verður fátt um svör – maður kemur eiginlega af fjöllum. --- --- --- Blaðamaðurinn Andrew Kenny skrifar í Spectator og leggur út af þeirri margítrekuðu fullyrðingu að páfadómur hafi drepið milljónir manna með því að leggja bann við notkun smokka. Kenny vill ekki meina að kaþólska kirkjan sé slíkt böl í Afríku. Á móti kemur hann með óvænta kenningu um að umhverfisverndarsinnar með Rachel Carson í fararbroddi hafi drepið miklu fleira fólk með því að banna skordýraeitrið DDT. Hann segir að DDT hafi verið mjög gagnlegt til að halda niðri malaríu, en eftir að það var bannað hafi þessi illvígi sjúkdómur gosið upp aftur og kostað milljónir mannslífa. Sjá meira efni á forsíðu Silfurs Egils
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun