Lykilstjórnendur fá lán 3. júní 2005 00:01 Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar. Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Íslandsbanki lánar lykilstjórnendum bankans rúma þrjá milljarða til að auka við hlut sinn í bankanum. Kaupverðið hefur enn ekki verið innt af hendi en bréfin hafa hækkað um fimmtíu milljónir frá því á mánudag þegar kaupin voru innsigluð. Arðsemi fjárfestingarinnar er háð áframhaldandi áhuga Straums og átökum um yfirráð í Íslandsbanka. Verði af frekari áhlaupum á bankann má búast við að bréfin hækki gríðarlega í verði og stjórnendurnir græði sem því nemur. Straumur á átján prósent í bankanum og er sá hlutur um þrjátíu og fimm milljarða virði og sérfræðingar telja líklegt að þeir reyni að komast alla leið. Að öðrum kosti þyrftu þeir að selja með verulegum afslætti. Kaup stjórnenda bankans eru gerð með framvirkum samningum og er kaupverðið greitt með vöxtum þann 4. júlí. Einn heimildarmaður fréttastofu segir að allt bendi til þess að það dragi til tíðinda jafnvel fyrir þá dagsetningu og núverandi stjórnendur gangi þá út með umtalsvert meira eigið fé en þeir gerðu annars. Samtals hafa bréfin hækkað um tæpar fimmtíu milljónir á tveimur dögum síðan kaupin voru ákveðin. Þar af hefur Bjarni Ármannsson forstjóri hagnast um tuttugu. Bjarni keypti fyrir ríflega 1300 milljónir og Einar Sveinsson stjórnarformaður fyrir ríflega 500 milljónir. Aðrir fimm lykilstjórnendur keyptu fyrir um 226 milljónir hver. Ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki kveða á um að ekki megi lána framkvæmdastjórum fjármálafyrirtækja og stjórnarformönnum án þess að samþykki stjórnar liggi fyrir. Um aðra starfsmenn gilda innri reglur bankans. Bjarni benti á í þessu sambandi að greiðslan yrði ekki innt af hendi fyrr en 4. júlí en skýrði það ekki frekar. Stjórnarmaður í Íslandsbanka sem fréttastofan ræddi við sagði málið ekki hafa verið rætt í stjórninni þar sem engin fundur hefði verið haldinn síðan það kom upp. Hann taldi að þetta lán yrði borið undir stjórnina fyrir 4. júlí og gerði ekki athugasemdir við það. Sérfræðingur sem rætt var við sagði hins vegar að framvirkir samningar væru í sjálfu sér lán. Ef bankinn hefði haft milligöngu um viðskiptin tæki hann áhættuna. Bjarni Ármannsson segir hins vegar að seljandinn, sem sé ekki bankinn, veiti greiðslufrest og taki áhættuna í þessu tilfelli. Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki upplýsa hvort málið væri til skoðunar þar.
Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira