Já, ráðherra 6. júní 2005 00:01 Það er dapurt að sjá með hvaða hætti sjónvarpsstöðvarnar hafa fjallað um einkavæðingu bankanna og skrif Fréttablaðsins þar um. Ekkert hefur verið gert til að skoða málið, afla viðbótarupplýsinga eða nokkuð annað til að auka vitneskju fólks um það sem á gekk. Þess í stað hefur verið farin sama leið og svo oft áður. Vitnað í Fréttablaðið einu sinni eða tvisvar og síðan beðið eftir að oddvitar ríkisstjórnarinnar gefi færi á viðtali. Það hafa þeir báðir gert og á fimmtudagskvöld sýndu báðar sjónvarpsfréttastöðvarnar sama viðtalið við Davíð Oddsson þar sem hann tjáði sig um samantekt Fréttablaðsins. Ekki þarf að koma á óvart að fréttamennirnir sameinuðust um að setja hljóðnemana að andliti Davíðs sem hóf lesturinn. Hann var ekki truflaður. Hann hélt hindrunarlausa einræðu án þess að nokkur reyndi svo mikið sem að spyrja eins né neins. Eftir að ráðherrann hafði lokið sér af, var slökkt á græjunum og fréttastofurnar töldu sig vera með frétt á spólunum. Alltént var einræðu ráðamannsins sjónvarpað á báðum stöðum án þess að nokkrum þætti nokkuð við það að athuga. Er þetta þrælsótti? Hvað rekur fjölmiðla til að sleppa allri gagnrýni, taka upp mismálefnalegar einræður og flytja þær sem fréttir? Er auðmýktin svona mikil eða er þetta merki um ótta og þá ótta við hvað? Eftir stendur að ráðherrann sakaði Fréttablaðið um að fara með kjaftasögur, en ekki hverjar. Ekki mátti spyrja hann, svo það er þá þannig. Davíð Oddsson sagði í einræðunni að það hefði ekkert verið athugavert þó að þeir sem lægst buðu fengju að kaupa annan bankann, bara ekkert athugavert. Ekki var hann spurður hvers vegna, ekki hvað miklu munaði á hæsta og lægsta boði og ekki hvað var að þeim sem hæst bauð. Þó að Fréttablaðið hafi riðið á vaðið og upplýst lesendur sínar, bæði með nýjum upplýsingum og ekki síður því sem er afar mikilvægt: að safna á einn stað því sem tekið hefur verið saman í skýrslum, sagt á Alþingi og í fjölmiðlum bannar það ekki öðrum fjölmiðlum að fjalla um þetta sama mál. Best væri að það yrði gert sjálfstætt. Þeir sem mest hafa gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að hafa upplýst lesendur um hvernig saga einkavæðingar bankanna gekk fyrir sig hafa meðal annars fundið að því að sumt sem blaðið birti hafi áður komið fram í skýrslum. Sú gagnrýni er óskiljanleg. Eins er það lenska hér á landi að þegar æðstu ráðamenn eru gagnrýndir eða til umfjöllunar í fréttum þá fá þeir að tala hindrunarlaust á öldum ljósvakans. Þau vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Vinnubrögð Fréttablaðsins voru til fyrirmyndar. Þorbjörn Broddason lektor hefur sagt að í umfjöllun blaðsins séu engin merki um mistök og að fjölmiðlar eigi að vinna eins og Fréttablaðið gerði. Þorbjörn sagði líka að engu hefði verið andmælt sem hefði breytt þeirri skýru heildarmynd sem Fréttablaðið dró upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Það er dapurt að sjá með hvaða hætti sjónvarpsstöðvarnar hafa fjallað um einkavæðingu bankanna og skrif Fréttablaðsins þar um. Ekkert hefur verið gert til að skoða málið, afla viðbótarupplýsinga eða nokkuð annað til að auka vitneskju fólks um það sem á gekk. Þess í stað hefur verið farin sama leið og svo oft áður. Vitnað í Fréttablaðið einu sinni eða tvisvar og síðan beðið eftir að oddvitar ríkisstjórnarinnar gefi færi á viðtali. Það hafa þeir báðir gert og á fimmtudagskvöld sýndu báðar sjónvarpsfréttastöðvarnar sama viðtalið við Davíð Oddsson þar sem hann tjáði sig um samantekt Fréttablaðsins. Ekki þarf að koma á óvart að fréttamennirnir sameinuðust um að setja hljóðnemana að andliti Davíðs sem hóf lesturinn. Hann var ekki truflaður. Hann hélt hindrunarlausa einræðu án þess að nokkur reyndi svo mikið sem að spyrja eins né neins. Eftir að ráðherrann hafði lokið sér af, var slökkt á græjunum og fréttastofurnar töldu sig vera með frétt á spólunum. Alltént var einræðu ráðamannsins sjónvarpað á báðum stöðum án þess að nokkrum þætti nokkuð við það að athuga. Er þetta þrælsótti? Hvað rekur fjölmiðla til að sleppa allri gagnrýni, taka upp mismálefnalegar einræður og flytja þær sem fréttir? Er auðmýktin svona mikil eða er þetta merki um ótta og þá ótta við hvað? Eftir stendur að ráðherrann sakaði Fréttablaðið um að fara með kjaftasögur, en ekki hverjar. Ekki mátti spyrja hann, svo það er þá þannig. Davíð Oddsson sagði í einræðunni að það hefði ekkert verið athugavert þó að þeir sem lægst buðu fengju að kaupa annan bankann, bara ekkert athugavert. Ekki var hann spurður hvers vegna, ekki hvað miklu munaði á hæsta og lægsta boði og ekki hvað var að þeim sem hæst bauð. Þó að Fréttablaðið hafi riðið á vaðið og upplýst lesendur sínar, bæði með nýjum upplýsingum og ekki síður því sem er afar mikilvægt: að safna á einn stað því sem tekið hefur verið saman í skýrslum, sagt á Alþingi og í fjölmiðlum bannar það ekki öðrum fjölmiðlum að fjalla um þetta sama mál. Best væri að það yrði gert sjálfstætt. Þeir sem mest hafa gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að hafa upplýst lesendur um hvernig saga einkavæðingar bankanna gekk fyrir sig hafa meðal annars fundið að því að sumt sem blaðið birti hafi áður komið fram í skýrslum. Sú gagnrýni er óskiljanleg. Eins er það lenska hér á landi að þegar æðstu ráðamenn eru gagnrýndir eða til umfjöllunar í fréttum þá fá þeir að tala hindrunarlaust á öldum ljósvakans. Þau vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Vinnubrögð Fréttablaðsins voru til fyrirmyndar. Þorbjörn Broddason lektor hefur sagt að í umfjöllun blaðsins séu engin merki um mistök og að fjölmiðlar eigi að vinna eins og Fréttablaðið gerði. Þorbjörn sagði líka að engu hefði verið andmælt sem hefði breytt þeirri skýru heildarmynd sem Fréttablaðið dró upp.