Þær bogna kannski, en brotna ekki 20. júní 2005 00:01 Margt ungt fólk á líklega erfitt með að skilja það nú á dögum að það hafi kostað konur mikla baráttu að fá kosningarétt til jafns við karla, og að þaðséu aðeins 90 ár síðan það tókst. Það er kannski enn óskiljanlegra mörgum að kosningaréttur kvenna hafi í fyrstunni verið bundinn við 40 ár og það hafi ekki verið fyrr en árið 1929 að konur fengu fullan kosningarétt á við karla. Nú um helgina var þessara tímamóta minnst og jafnframt var saga baráttunnar fyrir kosningarétti kvenna rifjuð upp. Það er líka ástæða til að rifja upp fleira í jafnréttismálunum við þessi tímamót. Þar er efst á blaði launamisréttið sem enn viðgengst gagnvart konum. Það er margsannað mál að konur fá í raun ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Hvernig getur staðið á því nú á 21. öldinni.? Er þetta eitthvert óyfirstíganlegt lögmál? Er þetta körlum að kenna eða konunum sjálfum? Í raun eiga sömu kjarasamningar að gilda fyrir karla og konu, en þegar upp er staðið þá bera karlarnir meira úr býtum. Þeir hljóta líka meiri starfsframa og eiga kost á því að afla sér meiri tekna en konurnar. Það er búið að halda margar ræður og mörg málþing um þetta launamisrétti, en það virðist þokast hægt í réttlætisátt. Við þessi tímamót hefur félagsmálaráðherra skrifað öllum fyrirtækjum sem eru með 25 starfsmenn eða fleiri, þar sem hvatt er til jafnréttis í launamálaum karla og kvenna. En það þarf meira til. Það er ekki nóg að konurnar séu í fararbroddi við að jafna launamisréttið, karla mega ekki láta sitt eftir liggja í þeim málum, því þetta er ekki aðeins viðfangsefni kvenna, heldur þjóðfélagsins alls - bæði karla og kvenna. En það eru fleiri tímamót varðandi konur sem haldið skal á lofti, því um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti. Hún flutti ræðu á hátíðarsamkomunni á Þingvöllum í gær. Þar sagði hún : "Já, hér á Þingvöllum gengu þær um formæður okkar, hnarreistar og stoltar og urðu að merku söguefni, Hallgerður, Þorgerður Egilsdóttir, Helga fagra, Guðrún Ósvífursdóttir og svo auðvitað Hið ljósa man. Þegar Jón Hreggviðsson var spurður í Kaupmannahöfn um þá dulúðugu konu uppi á Íslandi sagði hann: "Hið ljósa man: Hún er mjó, eins og það tré, reyrstafur, sem er grennst og veikast af öllum trjám. Þesskonar stafur, sem ekki hefur brotnað, heldur réttist úr beygjunni þegar átakinu sleppir og er þá orðinn jafnbeinn og fyrr."Þannig má lýsa öllum íslenskum konum, enda Snæfríður Íslandssól samnefnari fyrir þær. Þær bogna ef til vill, en brotna ekki. Við kunnum að bogna um stund þegar við horfumst í augu við ágjafir og afturför á braut sem átti að vera framfarabraut, t.d. þegar konur höfðu notið kosningaréttar í 50 ár og voru enn aðeins örfáar á Alþingi Íslendinga.". Já, íslenskar konur brotna ekki þótt ekki miði alltaf fram á við, en notum nú þessi tímamót til að hefja enn á ný baráttu fyrir framgangi kvenna í þjóðfélaginu, því í þeim býr mikill auður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun
Margt ungt fólk á líklega erfitt með að skilja það nú á dögum að það hafi kostað konur mikla baráttu að fá kosningarétt til jafns við karla, og að þaðséu aðeins 90 ár síðan það tókst. Það er kannski enn óskiljanlegra mörgum að kosningaréttur kvenna hafi í fyrstunni verið bundinn við 40 ár og það hafi ekki verið fyrr en árið 1929 að konur fengu fullan kosningarétt á við karla. Nú um helgina var þessara tímamóta minnst og jafnframt var saga baráttunnar fyrir kosningarétti kvenna rifjuð upp. Það er líka ástæða til að rifja upp fleira í jafnréttismálunum við þessi tímamót. Þar er efst á blaði launamisréttið sem enn viðgengst gagnvart konum. Það er margsannað mál að konur fá í raun ekki sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Hvernig getur staðið á því nú á 21. öldinni.? Er þetta eitthvert óyfirstíganlegt lögmál? Er þetta körlum að kenna eða konunum sjálfum? Í raun eiga sömu kjarasamningar að gilda fyrir karla og konu, en þegar upp er staðið þá bera karlarnir meira úr býtum. Þeir hljóta líka meiri starfsframa og eiga kost á því að afla sér meiri tekna en konurnar. Það er búið að halda margar ræður og mörg málþing um þetta launamisrétti, en það virðist þokast hægt í réttlætisátt. Við þessi tímamót hefur félagsmálaráðherra skrifað öllum fyrirtækjum sem eru með 25 starfsmenn eða fleiri, þar sem hvatt er til jafnréttis í launamálaum karla og kvenna. En það þarf meira til. Það er ekki nóg að konurnar séu í fararbroddi við að jafna launamisréttið, karla mega ekki láta sitt eftir liggja í þeim málum, því þetta er ekki aðeins viðfangsefni kvenna, heldur þjóðfélagsins alls - bæði karla og kvenna. En það eru fleiri tímamót varðandi konur sem haldið skal á lofti, því um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heiminum til að verða þjóðkjörinn forseti. Hún flutti ræðu á hátíðarsamkomunni á Þingvöllum í gær. Þar sagði hún : "Já, hér á Þingvöllum gengu þær um formæður okkar, hnarreistar og stoltar og urðu að merku söguefni, Hallgerður, Þorgerður Egilsdóttir, Helga fagra, Guðrún Ósvífursdóttir og svo auðvitað Hið ljósa man. Þegar Jón Hreggviðsson var spurður í Kaupmannahöfn um þá dulúðugu konu uppi á Íslandi sagði hann: "Hið ljósa man: Hún er mjó, eins og það tré, reyrstafur, sem er grennst og veikast af öllum trjám. Þesskonar stafur, sem ekki hefur brotnað, heldur réttist úr beygjunni þegar átakinu sleppir og er þá orðinn jafnbeinn og fyrr."Þannig má lýsa öllum íslenskum konum, enda Snæfríður Íslandssól samnefnari fyrir þær. Þær bogna ef til vill, en brotna ekki. Við kunnum að bogna um stund þegar við horfumst í augu við ágjafir og afturför á braut sem átti að vera framfarabraut, t.d. þegar konur höfðu notið kosningaréttar í 50 ár og voru enn aðeins örfáar á Alþingi Íslendinga.". Já, íslenskar konur brotna ekki þótt ekki miði alltaf fram á við, en notum nú þessi tímamót til að hefja enn á ný baráttu fyrir framgangi kvenna í þjóðfélaginu, því í þeim býr mikill auður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun