Amorgos 22. júní 2005 00:01 Það er sagt að grískar eyjar batni eftir því sem tekur lengri tíma að komast þangað. Sigling frá Aþenu til Amorgos tekur tíu tíma. Því er hér fámennt árið um kring. Við komum hingað frá Naxos á báti sem valt og kastaðist til; það var ólíft nema ofan þilja, en milli sumra eyjanna gerði mikinn vind - eftir siglingu sem tók frá þrjú um daginn til hálf níu um kvöldið vorum við orðin blaut og saltbarin. Margir voru illa sjóveikir - við Íslendingarnir ekki. Þetta er stórkostlegur staður. Hafið blátt og djúpt kringum eyjuna, maður syndir i sjónum med lítil speedo-sundgleraugu og rýnir ofan í djúpið. Fær fáránlega hugdettu eins og að það gæti verið gaman að fara að snorkla. Geri það kannski á morgun. Náttúran hérna er hrjóstrug, fjöll á alla vegu, einhver kynstur af grjóti, klettabelti, lágvaxið kjarr. Lífsbaráttan hér hefur verið hörð; langt upp um hlíðarnar sér maður stalla með skikum sem íbúarnir hafa verið að strita við að rækta gegnum aldirnar. Út um öll fjöllin eru geitur, það heyrist hringla í bjöllunum sem þær hafa um hálsinn - í dalverpi hérna á bakvið eru litlir bæir með sauðfé og ösnum sem rymja hátt þegar kvöldar. Hér hefur verið byggð frá örófi alda, elstu merkin um hana eru frá þriðja árþúsundi fyrir Krist. Í fornöld var hér hin svokallaða cyclades menning sem ríkti víða á eyjunum. Annars er eyjan mjög afskekkt og lítið um varnir nema fjöllin og klettarnir. Seinnameir þurftu íbúarnir að þola stöðug rán utan af sjó, margir voru hnepptir i þrældóm og sáust ekki framar. Það er ekki furða þótt Grikkir hafi breiðst víða út um heiminn. Af eyjunni Kyþira tóku sig allir upp og fluttu til Ástralíu. Mikið af fólkinu og afkomendum þess kemur aftur á sumrin. Annars er þessi fallega eyja mestanpart tóm. Á sumum eyjanna eru heldur ekki margir eftir - aðallega gamlar konur sem sækja ellilífeyrinn sinn á pósthúsið eða aura sem börnin senda þeim. Hinir eru farnir til Aþenu eða til útlanda. Ferðamannatíminn er ekki langur hérna, í raun ekki nema tveir mánuðir. Enn er hann ekki byrjaður af krafti. Það er hvasst og kalt á veturna, uppi í fjallinu hér fyrir ofan hanga þokuslæður í dag. Þar er höfuðstaður eyjarinnar, Hora - byggður þarna uppfrá til að verjast sjóræningjum. Þannig er um margar eyjarnar - bæirnir eru lengst uppi í fjalli. Nema á Mykonos, þar er höfuðstaðurinn eins og völundarhús. Hugmyndin er að ránsmenn utan af sjó villist. Ég hef komið þangað mörgum sinnum og er ekki enn farinn að rata. Le Corbusier kallaði Mykonos eitt af undrum byggingalistarinnar - samt er bærinn ekki skipulagður af neinum. Maður tekur vitlausa beygju og er þá kominn í allt annan bæjarhluta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Það er sagt að grískar eyjar batni eftir því sem tekur lengri tíma að komast þangað. Sigling frá Aþenu til Amorgos tekur tíu tíma. Því er hér fámennt árið um kring. Við komum hingað frá Naxos á báti sem valt og kastaðist til; það var ólíft nema ofan þilja, en milli sumra eyjanna gerði mikinn vind - eftir siglingu sem tók frá þrjú um daginn til hálf níu um kvöldið vorum við orðin blaut og saltbarin. Margir voru illa sjóveikir - við Íslendingarnir ekki. Þetta er stórkostlegur staður. Hafið blátt og djúpt kringum eyjuna, maður syndir i sjónum med lítil speedo-sundgleraugu og rýnir ofan í djúpið. Fær fáránlega hugdettu eins og að það gæti verið gaman að fara að snorkla. Geri það kannski á morgun. Náttúran hérna er hrjóstrug, fjöll á alla vegu, einhver kynstur af grjóti, klettabelti, lágvaxið kjarr. Lífsbaráttan hér hefur verið hörð; langt upp um hlíðarnar sér maður stalla með skikum sem íbúarnir hafa verið að strita við að rækta gegnum aldirnar. Út um öll fjöllin eru geitur, það heyrist hringla í bjöllunum sem þær hafa um hálsinn - í dalverpi hérna á bakvið eru litlir bæir með sauðfé og ösnum sem rymja hátt þegar kvöldar. Hér hefur verið byggð frá örófi alda, elstu merkin um hana eru frá þriðja árþúsundi fyrir Krist. Í fornöld var hér hin svokallaða cyclades menning sem ríkti víða á eyjunum. Annars er eyjan mjög afskekkt og lítið um varnir nema fjöllin og klettarnir. Seinnameir þurftu íbúarnir að þola stöðug rán utan af sjó, margir voru hnepptir i þrældóm og sáust ekki framar. Það er ekki furða þótt Grikkir hafi breiðst víða út um heiminn. Af eyjunni Kyþira tóku sig allir upp og fluttu til Ástralíu. Mikið af fólkinu og afkomendum þess kemur aftur á sumrin. Annars er þessi fallega eyja mestanpart tóm. Á sumum eyjanna eru heldur ekki margir eftir - aðallega gamlar konur sem sækja ellilífeyrinn sinn á pósthúsið eða aura sem börnin senda þeim. Hinir eru farnir til Aþenu eða til útlanda. Ferðamannatíminn er ekki langur hérna, í raun ekki nema tveir mánuðir. Enn er hann ekki byrjaður af krafti. Það er hvasst og kalt á veturna, uppi í fjallinu hér fyrir ofan hanga þokuslæður í dag. Þar er höfuðstaður eyjarinnar, Hora - byggður þarna uppfrá til að verjast sjóræningjum. Þannig er um margar eyjarnar - bæirnir eru lengst uppi í fjalli. Nema á Mykonos, þar er höfuðstaðurinn eins og völundarhús. Hugmyndin er að ránsmenn utan af sjó villist. Ég hef komið þangað mörgum sinnum og er ekki enn farinn að rata. Le Corbusier kallaði Mykonos eitt af undrum byggingalistarinnar - samt er bærinn ekki skipulagður af neinum. Maður tekur vitlausa beygju og er þá kominn í allt annan bæjarhluta.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun