Bankarán um glaðbjartan dag 23. júní 2005 00:01 Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Það er verið að fremja bankarán í Hafnarfirði um glaðbjartan dag. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri, vegna tilboðs sem stofnfjáreigendur Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa fengið frá óþekktum aðila um að selja hvern hlut á tæpar fimmtíu milljónir króna. Engar upplýsingar berast frá nýrri stjórn sparisjóðsins um hvað sé að gerast. Óvænt valdaskipti urðu í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrir tveimur mánuðum þegar listi undir forystu Páls Pálssonar velti lista sem fyrrverandi stjórn bar fram og hættu nokkrir æðstu stjórnendur í kjölfarið, þeirra á meðal sparisjóðsstjórinn. Stofnfjáreigendur eru aðeins 47 talsins en undanfarna daga hefur spurst út að boðið sé í hluti. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist hafa heyrt í stofnfjáreigendum sem hafi fengið slík tilboð og ef þessi áform ganga fram þar sem hver einstakur stofnfjáreigandi ætli að stinga í vasa sinn 46-47 milljónum króna sem endurgjald fyrir framlag upp á 100-300 þúsund krónur þá sé um að ræða bankarán um glaðbjartan dag. Ekki er vitað hver stendur á bak við tilboðið. Sigurður G. Guðjónsson hefur verið nefndur sem milligöngumaður en hann neitaði því að tengjast málinu þegar hann var spurður um það í dag. Athygli vekur að stjórnarformaður sparisjóðsins, Páll Pálsson, hefur undanfarna daga komið sér hjá því að svara spurningum fréttamanna. Fréttastofan hefur ítrekað reynt að ná tali af honum í dag án árangurs. Guðmundur Árni sat um tíma í stjórn sparisjóðsins fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar „ enda var það alltaf þannig að bæjarfélögin voru snar þáttur í uppbyggingu allra sparisjóða á landinu og það var ekki síst þess vegna sem Alþingi vildi og reyndi að grípa í taumana og tryggja það að sparisjóðirnir héldu áfram í óbreyttu formi og að koma í veg fyrir það að eitthvað sviplíka þessu, þó engan hafi nú hafi rennt í grun að eitthvað svona stórhneyksli gæti átt sér stað,“ segir Guðmundur. Fréttastofa Ríkisútvarpsins kvaðst í kvöld hafa heimildir fyrir því að stofnfjáreigendur hefðu þegar í kjölfar aðalfundarins byrjað að selja og að um 30 hlutir hefðu nú skipst um hendur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira