Íslenska undrið? 25. júní 2005 00:01 Íslendingar eru mikið í fréttunum í Bretlandi. Í gær sá ég á vefnum frétt af Stöð 2 um þátt sem gerður var um Jón Ásgeir í Bretlandi, orð hans um stjórnmálalífið á Íslandi og svo viðbrögð Davíðs Oddssonar við þeim. Þau styrktu mig frekar í þeirri trú að Davíð væri á leið út úr pólitík – að hann skuli enn vera að æsa sig yfir þessu í þau örfáu skipti sem hann birtist í fjölmiðlum. Líklega er allt rétt sem sagt er um langrækni Davíðs. Undireins og Davíð birtist í þessum ham fellur fylgi Sjálfstæðisflokksins. Kannski er rétt sem sagt hefur verið um Davíð að hann bíði alltaf á endanum ósigur fyrir brestum sínum. En þannig er auðvitað um okkur fleiri. --- --- --- Það hefði vel mátt setja fjölmiðlalög, má vera að ekki sé vanþörf á, en Davíð virðist seint ætla að skilja að lagabálkurinn hans frá því í fyrra var settur fram í fjótræði – hann var illa smíðaður og hugsanlega af illum hvötum. Það er líka mál að linni í hnútukasti Davíðs og Ólafs Ragnars; það er í meira lagi athugavert að utanríkisráðherra tali svona um forseta. Einhverjum kann þó að finnast stríðið milli þeirra bráðfyndið. Ólafur fer til Kína með mörg hundruð bisnessmenn í eftirdragi. Davíð lætur ekki sitt eftir liggja og ætlar að svara fyrir sig með því að fara með sína eigin sendinefnd til Indlands. Má kannski nota orðið skrípaleik. --- --- --- Ég er annars í litlu sambandi við Ísland, veit til dæmis ekki hversu grein um íslenska viðskiptajöfra í Guardian hefur vakið mikla athygli. Í greininni var aðallega spurt hvaðan peningarnir þeirra kæmu. Ég sms-aði vini mínum og spurði hvort hann hefði séð þetta. Hann svaraði um hæl og sagði að Bretarnir skildu ekki "íslenska undrið"? Ég ansaði og spurði hvort þetta væri sérstakt "undur"? Hafa ekki flestar þjóðir sem við berum okkur saman við verið í viðskiptum út um allan heim frá ómunatíð? --- --- --- Meðal þess sem er nefnt í greininni er viðskiptaferill Björgólfanna í Rússlandi. Segir að þeir hafi starfað í St. Pétursborg, borg sem sé álitin höfuðstaður rússnesku mafíunnar – í drykkjarvöruiðnaði sem sé einmitt ein uppáhaldsstarfsemi mafíunnar. Bravó brugghúsinu hafi stöðugt vaxið ásmegin, en öðrum sem reyndu að starfa í drykkjarvörubransanum hafi ekki vegnað svona vel. Einn hafi verið skotinn til bana í eldhúsi sínu, annar hafi dáið í kúlnahríð þegar hann steig út úr Mercedes-bifreið sinni, en eitt brugghúsið hafi brunnið til grunna eftir óhapp með logsuðutæki. Bravó – rekið af þremur Íslendingum sem að eigin sögn þekktu lítið til mála í Rússlandi – hafi skyndlilega orðið eitt af stærstu brugghúsum Rússlands, með 17 prósenta markaðshlutdeild í St. Pétursborg og 7 af hundraði í Moskvu. Þá kom Heineken til skjalanna, keypti brugghúsið fyrir 400 milljónir punda árið 2002 – að sögn vegna þess að það var laust við spillingu. --- --- --- Nú geta menn sagt að þetta séu getsakir hjá hinu virðulega blaði Guardian. Jú, þetta er í hæsta máta spekúlatívt, en svona vangaveltur þykja lögmætar í alvöru fjölmiðlum erlendis. Vandinn í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar þveröfugur, hvernig blaðamenn heima umgangast bisnessmenn af óskaplegri undirgefni og aðdáun. Stjórnmálamenn fá ekki slíka meðferð lengur – það yrði mikið hlegið ef einhver fjallaði svona um þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Íslendingar eru mikið í fréttunum í Bretlandi. Í gær sá ég á vefnum frétt af Stöð 2 um þátt sem gerður var um Jón Ásgeir í Bretlandi, orð hans um stjórnmálalífið á Íslandi og svo viðbrögð Davíðs Oddssonar við þeim. Þau styrktu mig frekar í þeirri trú að Davíð væri á leið út úr pólitík – að hann skuli enn vera að æsa sig yfir þessu í þau örfáu skipti sem hann birtist í fjölmiðlum. Líklega er allt rétt sem sagt er um langrækni Davíðs. Undireins og Davíð birtist í þessum ham fellur fylgi Sjálfstæðisflokksins. Kannski er rétt sem sagt hefur verið um Davíð að hann bíði alltaf á endanum ósigur fyrir brestum sínum. En þannig er auðvitað um okkur fleiri. --- --- --- Það hefði vel mátt setja fjölmiðlalög, má vera að ekki sé vanþörf á, en Davíð virðist seint ætla að skilja að lagabálkurinn hans frá því í fyrra var settur fram í fjótræði – hann var illa smíðaður og hugsanlega af illum hvötum. Það er líka mál að linni í hnútukasti Davíðs og Ólafs Ragnars; það er í meira lagi athugavert að utanríkisráðherra tali svona um forseta. Einhverjum kann þó að finnast stríðið milli þeirra bráðfyndið. Ólafur fer til Kína með mörg hundruð bisnessmenn í eftirdragi. Davíð lætur ekki sitt eftir liggja og ætlar að svara fyrir sig með því að fara með sína eigin sendinefnd til Indlands. Má kannski nota orðið skrípaleik. --- --- --- Ég er annars í litlu sambandi við Ísland, veit til dæmis ekki hversu grein um íslenska viðskiptajöfra í Guardian hefur vakið mikla athygli. Í greininni var aðallega spurt hvaðan peningarnir þeirra kæmu. Ég sms-aði vini mínum og spurði hvort hann hefði séð þetta. Hann svaraði um hæl og sagði að Bretarnir skildu ekki "íslenska undrið"? Ég ansaði og spurði hvort þetta væri sérstakt "undur"? Hafa ekki flestar þjóðir sem við berum okkur saman við verið í viðskiptum út um allan heim frá ómunatíð? --- --- --- Meðal þess sem er nefnt í greininni er viðskiptaferill Björgólfanna í Rússlandi. Segir að þeir hafi starfað í St. Pétursborg, borg sem sé álitin höfuðstaður rússnesku mafíunnar – í drykkjarvöruiðnaði sem sé einmitt ein uppáhaldsstarfsemi mafíunnar. Bravó brugghúsinu hafi stöðugt vaxið ásmegin, en öðrum sem reyndu að starfa í drykkjarvörubransanum hafi ekki vegnað svona vel. Einn hafi verið skotinn til bana í eldhúsi sínu, annar hafi dáið í kúlnahríð þegar hann steig út úr Mercedes-bifreið sinni, en eitt brugghúsið hafi brunnið til grunna eftir óhapp með logsuðutæki. Bravó – rekið af þremur Íslendingum sem að eigin sögn þekktu lítið til mála í Rússlandi – hafi skyndlilega orðið eitt af stærstu brugghúsum Rússlands, með 17 prósenta markaðshlutdeild í St. Pétursborg og 7 af hundraði í Moskvu. Þá kom Heineken til skjalanna, keypti brugghúsið fyrir 400 milljónir punda árið 2002 – að sögn vegna þess að það var laust við spillingu. --- --- --- Nú geta menn sagt að þetta séu getsakir hjá hinu virðulega blaði Guardian. Jú, þetta er í hæsta máta spekúlatívt, en svona vangaveltur þykja lögmætar í alvöru fjölmiðlum erlendis. Vandinn í íslenskum fjölmiðlum er hins vegar þveröfugur, hvernig blaðamenn heima umgangast bisnessmenn af óskaplegri undirgefni og aðdáun. Stjórnmálamenn fá ekki slíka meðferð lengur – það yrði mikið hlegið ef einhver fjallaði svona um þá.