Folegandros 6. júlí 2005 00:01 Á eyjunni Folegandros er hérumbil aldrei logn. Við erum á gistihúsi uppi á háum kletti, hér blása vindar alla daga. Nema í dag. Þá var allt í einu logn. Engin kæling af sjónum. Undir kvöld kom svo funheitur vindur, líklega einhvers staðar úr eyðimörkum Afríku. Þetta var eins og að vera í blástursofni, loftið var kaldara en vindurinn aldrei þessu vant. Það er brúðkaup hérna í kvöld. Aðalumræðuefnið er hvort brúðurin muni svitna of mikið í hitanum, menn vona að hún sé ekki í of þykkum kjól. Öllum er í raun boðið, bara mismikið. Brúðkaupið er haldið á aðaltorgi bæjarins, innan um þrjár kirkjur sem þar standa – stúlkan er dóttir mektarmanns héðan af eyjunni, pilturinn mun vera af góðri fjölskyldu frá Aþenu. --- --- --- Konan mín er að láta sig dreyma um að kaupa hús hérna. Vinir okkar hérna segja okkur frá einkennilegum viðskiptaháttum; við eigum alls ekki að fara í gegnum fasteignasölu, segja þeir, heldur er best að koma sér smátt og smátt inn í samfélagið, reyna að skilja það, kaupa síðan. Húsið verður verðlagt eftir því hvernig íbúunum líst á okkur, og líka eftir því hvernig við ætlum að nota það. Það væri auðvitað stórt stökk að kaupa hús á svona stað. Hér er talsvert mikið af fólki á sumrin, en ekki nema svona tvö hundruð á veturna er okkur sagt. --- --- --- Hér í bænum er ávaxtakaupmaður sem rekur bisness með áþekkum hætti. Fyrst þegar ég kom til hans seldi hann mér kirsuberin, apríkósurnar og eplin svo dýrt að ég uppnefndi hann ávaxtaokrarann. Síðan hefur hann lækkað verðið í hvert skipti sem ég kem. Í dag var það komið niður í sjö evrur. Hann er ekki farinn að heilsa mér ennþá, en sýnir þó með augunum að hann kannast við mig. Þetta kallar maður að ávinna sér viðskiptavild. Ég hitti Ameríkana um daginn sem fagnaði því að stórfyrirtæki, corporations eins og hann nefndi það, hefðu ekki numið land hérna. Hér á þessu svæði er ekkert Starbuck´s eða McDonald´s. Það eru fjölskyldur sem reka búðirnar og veitingahúsin – konur, eiginmenn, börn sem vinna hörðum höndum. Upp á vegg hangir oft mynd af virðulegum karli, gjarnan með hatt - föðurum, afanum, stofnanda fyrirtækisins. Ég gef ekki mikið fyrir tal um að fólk hérna sé latt. Það tekur sér hins vegar langan hádegismat, frá svona tvö til að ganga sex. Á móti vaknar það snemma á morgnana og fer seint að sofa á kvöldin. --- --- --- Hér í herberginu okkar er fallegasti gluggi í heimi. Ef maður stingur hausnum út um hann horfir maður niður þverhníptan hamar beint ofan í ólgandi hafið. Ef maður lítur upp blasir við blár himininn – á kvöldin stjörnurnar á himinfestingunni. Líti maður til hægri sér maður upplýsta kirkju sem stendur efst á hamrinum. Ég gekk þar upp í gær og á hamrabrúninni var svo hvasst að ég varð að halda mér í til að fjúka ekki fram af. Hann er sérstakur þessi siður að byggja kirkjur efst á fjallstindum og á eyjum þar sem enginn er. Þær eru ekki alltaf stórar, en þær eru þarna, einu mannvirkin. Stundum veltir maður fyrir sér að það hljóti að hafa verið mikið verk að reisa hús lengst uppi í hömrum eða á eyjum sem er á stærð við Tjarnarhólmann. --- --- --- Eftir dvöl mína í Grikklandi í fyrra mærði ég kosti sjósunds. Í fyrradag tók ég mig til og synti milli þriggja stranda hérna, líklega eina 3-4 kílómetra allt í allt. Hafði svosem ekki gert nein plön um að gera þetta, enda var ég illa undirbúinn. Varð að sníkja vatn þegar ég kom upp á strendurnar – bað svo fólk sem ég hitti senda konu minni textaskilaboð svo hún héldi ekki að ég væri drukknaður. Eftir á var ég frekaður vankaður af sólinni, saltinu og ölduganginum. Sjórinn var heldur ekkert alltof hlýr. Ég ætla örugglega ekki að ganga í klúbbinn með þeim sem synda að staðaldri í þriggja gráðu heitum sjónum út við Gróttu. Á leiðinni heim frá ströndinni fengum við far með gömlum karli og fjölskyldu hans á pínulitlum pallbíl. Fjölskyldan tróðst öll inn í bílinn, við sátum á pallinum innan um sardínurnar sem hann var að aka með á veitingahús inni í bænum. --- --- --- Myndin sýnir útsýnið af svölunum okkar hérna, frá hinu frábæra gistihúsi Anemomilos. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun
Á eyjunni Folegandros er hérumbil aldrei logn. Við erum á gistihúsi uppi á háum kletti, hér blása vindar alla daga. Nema í dag. Þá var allt í einu logn. Engin kæling af sjónum. Undir kvöld kom svo funheitur vindur, líklega einhvers staðar úr eyðimörkum Afríku. Þetta var eins og að vera í blástursofni, loftið var kaldara en vindurinn aldrei þessu vant. Það er brúðkaup hérna í kvöld. Aðalumræðuefnið er hvort brúðurin muni svitna of mikið í hitanum, menn vona að hún sé ekki í of þykkum kjól. Öllum er í raun boðið, bara mismikið. Brúðkaupið er haldið á aðaltorgi bæjarins, innan um þrjár kirkjur sem þar standa – stúlkan er dóttir mektarmanns héðan af eyjunni, pilturinn mun vera af góðri fjölskyldu frá Aþenu. --- --- --- Konan mín er að láta sig dreyma um að kaupa hús hérna. Vinir okkar hérna segja okkur frá einkennilegum viðskiptaháttum; við eigum alls ekki að fara í gegnum fasteignasölu, segja þeir, heldur er best að koma sér smátt og smátt inn í samfélagið, reyna að skilja það, kaupa síðan. Húsið verður verðlagt eftir því hvernig íbúunum líst á okkur, og líka eftir því hvernig við ætlum að nota það. Það væri auðvitað stórt stökk að kaupa hús á svona stað. Hér er talsvert mikið af fólki á sumrin, en ekki nema svona tvö hundruð á veturna er okkur sagt. --- --- --- Hér í bænum er ávaxtakaupmaður sem rekur bisness með áþekkum hætti. Fyrst þegar ég kom til hans seldi hann mér kirsuberin, apríkósurnar og eplin svo dýrt að ég uppnefndi hann ávaxtaokrarann. Síðan hefur hann lækkað verðið í hvert skipti sem ég kem. Í dag var það komið niður í sjö evrur. Hann er ekki farinn að heilsa mér ennþá, en sýnir þó með augunum að hann kannast við mig. Þetta kallar maður að ávinna sér viðskiptavild. Ég hitti Ameríkana um daginn sem fagnaði því að stórfyrirtæki, corporations eins og hann nefndi það, hefðu ekki numið land hérna. Hér á þessu svæði er ekkert Starbuck´s eða McDonald´s. Það eru fjölskyldur sem reka búðirnar og veitingahúsin – konur, eiginmenn, börn sem vinna hörðum höndum. Upp á vegg hangir oft mynd af virðulegum karli, gjarnan með hatt - föðurum, afanum, stofnanda fyrirtækisins. Ég gef ekki mikið fyrir tal um að fólk hérna sé latt. Það tekur sér hins vegar langan hádegismat, frá svona tvö til að ganga sex. Á móti vaknar það snemma á morgnana og fer seint að sofa á kvöldin. --- --- --- Hér í herberginu okkar er fallegasti gluggi í heimi. Ef maður stingur hausnum út um hann horfir maður niður þverhníptan hamar beint ofan í ólgandi hafið. Ef maður lítur upp blasir við blár himininn – á kvöldin stjörnurnar á himinfestingunni. Líti maður til hægri sér maður upplýsta kirkju sem stendur efst á hamrinum. Ég gekk þar upp í gær og á hamrabrúninni var svo hvasst að ég varð að halda mér í til að fjúka ekki fram af. Hann er sérstakur þessi siður að byggja kirkjur efst á fjallstindum og á eyjum þar sem enginn er. Þær eru ekki alltaf stórar, en þær eru þarna, einu mannvirkin. Stundum veltir maður fyrir sér að það hljóti að hafa verið mikið verk að reisa hús lengst uppi í hömrum eða á eyjum sem er á stærð við Tjarnarhólmann. --- --- --- Eftir dvöl mína í Grikklandi í fyrra mærði ég kosti sjósunds. Í fyrradag tók ég mig til og synti milli þriggja stranda hérna, líklega eina 3-4 kílómetra allt í allt. Hafði svosem ekki gert nein plön um að gera þetta, enda var ég illa undirbúinn. Varð að sníkja vatn þegar ég kom upp á strendurnar – bað svo fólk sem ég hitti senda konu minni textaskilaboð svo hún héldi ekki að ég væri drukknaður. Eftir á var ég frekaður vankaður af sólinni, saltinu og ölduganginum. Sjórinn var heldur ekkert alltof hlýr. Ég ætla örugglega ekki að ganga í klúbbinn með þeim sem synda að staðaldri í þriggja gráðu heitum sjónum út við Gróttu. Á leiðinni heim frá ströndinni fengum við far með gömlum karli og fjölskyldu hans á pínulitlum pallbíl. Fjölskyldan tróðst öll inn í bílinn, við sátum á pallinum innan um sardínurnar sem hann var að aka með á veitingahús inni í bænum. --- --- --- Myndin sýnir útsýnið af svölunum okkar hérna, frá hinu frábæra gistihúsi Anemomilos.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun