Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti 13. júlí 2005 00:01 Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira