Þeir voru hannaðir af Piero Fornasetti en hann notaði andlit einnar konu á öllum diskunum í mismunandi útfærslum og í dag eru til rúmlega 350 tegundir af diskum.
Ekki allar gerðir af diskunum eru í framleiðslu í dag en sonur Piero, Barnaba, tók yfir fyrirtæki föður síns er hann lést árið 1998 og hóf endurframleiðslu á vissum tegundum.
Hægt er að nálgast diskana og nánari upplýsingar um Fornasetti fyrirtækið á vefsíðunni fornasetti.com og kosta þeir um sex þúsund íslenskar krónur stykkið.

