Ekkert að frétta 17. júlí 2005 00:01 Alveg er maður að verða uppgefinn á frásögnum um Íslendinga sem eru að meika það. Fjölda blaða og tímarita er haldið úti með svona efni. Til dæmis hef ég séð að minnsta kosti tíu myndskreyttar greinar um litla tískusýningu sem var haldin í bakgarði við Laugaveginn um daginn – mætti halda að þetta hefði verið algjör heimsviðburður. Svo fer ég í bíó og sé auglýsingu fyrir "íslenska bachelorinn" – eins og það er kallað. Er smáþjóðin alveg að tapa sér? --- --- --- Um daginn hringdi í mig piltur frá tímaritinu Hér & nú og spurði hvort það væri satt að ég hefði einhvern tíma reddað hassi fyrir Bob Dylan. Ég skrifaði um þetta í hálfkæringi á vefinn fyrir mörgum árum, þegar Dylan varð sextugur. Sjálfur atburðurinn gæti hafa gerst fyrir fimmtán árum. Og nú þykir einhverjum tímabært að rifja þetta upp. Hver veit nema þetta verði næsti uppsláttur í Hér & nú? Ég talaði ekki lengi við pilitinn en hann hefur sjálfsagt úr nógu að moða. Þarf ekki mikið á þeim bæ. Bara nógu stórar fyrirsagnir og myndir og svosem eitt komment: Ég sagði ekki annað en að mér þætti út í hött að banna kannabis. Samtalið stóð í svona sjö sekúndur. Þegar ég var að byrja í blaðamennsku vildi maður gera vel og hafa allt mjög menningarlegt. Ég hafði verið í blaðamaður í þrjá mánuði þegar ég tók viðtal við Kristján Albertsson sem birtist á átta blaðsíðum í Tímanum, tvær helgar í röð. Sat við fótskör þessa mikla sagnamanns og vandaði mig mikið við að koma orðum hans til skila. --- --- --- Nokkrum árum síðar – þegar ég var 23 ára – var ég settur í að skrifa nærmynd af Sigurði A. Magnússyni í Helgarpóstinn. Þetta var eftir að Sigurður hafði skrifað hina frábæru bók Undir kalstjörnu. Greinin birtist á þremur síðum í blaðinu. Ég lagði mig allan fram, talaði við fjölmarga vini og andstæðinga Sigurðar. Þóri Kr., Matthías, Sigurbjörn biskup, Indriða G. Áður en blaðið fór í prentun las annar ritstjóra blaðsins greinina yfir og komst að þeirri niðurstöðu að það vantaði kynlífið. Hann tók sig til eftir að ég var farinn heim og hringdi í tvær konur sem Sigurður hafði átt vingott við. Önnur var þekktur alkóhólisti. Þær sögðu eitthvað misjafnt um Sigurð sem ég man ekki lengur hvað var. Ég trompaðist morguninn eftir og hef eiginlega ekki enn fyrirgefið ritstjóranum þetta óþokkabragð; ég taldi mig vera að fjalla um rithöfundinn og menningarmanninn Sigurð, ekki kvennamál hans. Nú finnst manni nánast eins og óþokkaskapurinn sé kerfisbundinn í sumum fjölmiðlum. --- --- --- Einn vandinn er auðvitað að hér gerist svo lítið. Í vikunni komu fyrstu fréttirnar af kartöfluuppskeru – það eru okkar gúrkufréttir. Þegar engu öðru er til að dreifa er stundum hægt að reyna að æsa eitthvað upp í borgarpólitíkinni. Flest sem þaðan kemur eru algjörar ekkifréttir. Miðað við fréttaflutninginn mætti samt halda að kosningarnar séu í næstu viku – en, nei, þær eru eftir heilt ár. Viðræðunefndin sem var sett til að fjalla um framtíð R-listans var auðvitað brandari. Þar var enginn sem hafði umboð til að ákveða eitt eða neitt. Nefndin hefur líka verið sett af, skilst manni – áður en hún verður að frekara athlægi í fjölmiðlum. --- --- --- Allra smæsta frétt sem ég hef heyrt í fjölmiðli á Íslandi var þegar Ríkisútvarpið skýrði einhvern tíma frá því að leikfimitaska hefði horfið úr stúlknaklefa í íþróttahúsi í Garðabæ. Núna í vikunni kom frétt á Bylgjunni sem er af þessari stærðargráðu – þar sagði frá strákum sem höfðu tekið nokkrar dósir úr dósagámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Alveg er maður að verða uppgefinn á frásögnum um Íslendinga sem eru að meika það. Fjölda blaða og tímarita er haldið úti með svona efni. Til dæmis hef ég séð að minnsta kosti tíu myndskreyttar greinar um litla tískusýningu sem var haldin í bakgarði við Laugaveginn um daginn – mætti halda að þetta hefði verið algjör heimsviðburður. Svo fer ég í bíó og sé auglýsingu fyrir "íslenska bachelorinn" – eins og það er kallað. Er smáþjóðin alveg að tapa sér? --- --- --- Um daginn hringdi í mig piltur frá tímaritinu Hér & nú og spurði hvort það væri satt að ég hefði einhvern tíma reddað hassi fyrir Bob Dylan. Ég skrifaði um þetta í hálfkæringi á vefinn fyrir mörgum árum, þegar Dylan varð sextugur. Sjálfur atburðurinn gæti hafa gerst fyrir fimmtán árum. Og nú þykir einhverjum tímabært að rifja þetta upp. Hver veit nema þetta verði næsti uppsláttur í Hér & nú? Ég talaði ekki lengi við pilitinn en hann hefur sjálfsagt úr nógu að moða. Þarf ekki mikið á þeim bæ. Bara nógu stórar fyrirsagnir og myndir og svosem eitt komment: Ég sagði ekki annað en að mér þætti út í hött að banna kannabis. Samtalið stóð í svona sjö sekúndur. Þegar ég var að byrja í blaðamennsku vildi maður gera vel og hafa allt mjög menningarlegt. Ég hafði verið í blaðamaður í þrjá mánuði þegar ég tók viðtal við Kristján Albertsson sem birtist á átta blaðsíðum í Tímanum, tvær helgar í röð. Sat við fótskör þessa mikla sagnamanns og vandaði mig mikið við að koma orðum hans til skila. --- --- --- Nokkrum árum síðar – þegar ég var 23 ára – var ég settur í að skrifa nærmynd af Sigurði A. Magnússyni í Helgarpóstinn. Þetta var eftir að Sigurður hafði skrifað hina frábæru bók Undir kalstjörnu. Greinin birtist á þremur síðum í blaðinu. Ég lagði mig allan fram, talaði við fjölmarga vini og andstæðinga Sigurðar. Þóri Kr., Matthías, Sigurbjörn biskup, Indriða G. Áður en blaðið fór í prentun las annar ritstjóra blaðsins greinina yfir og komst að þeirri niðurstöðu að það vantaði kynlífið. Hann tók sig til eftir að ég var farinn heim og hringdi í tvær konur sem Sigurður hafði átt vingott við. Önnur var þekktur alkóhólisti. Þær sögðu eitthvað misjafnt um Sigurð sem ég man ekki lengur hvað var. Ég trompaðist morguninn eftir og hef eiginlega ekki enn fyrirgefið ritstjóranum þetta óþokkabragð; ég taldi mig vera að fjalla um rithöfundinn og menningarmanninn Sigurð, ekki kvennamál hans. Nú finnst manni nánast eins og óþokkaskapurinn sé kerfisbundinn í sumum fjölmiðlum. --- --- --- Einn vandinn er auðvitað að hér gerist svo lítið. Í vikunni komu fyrstu fréttirnar af kartöfluuppskeru – það eru okkar gúrkufréttir. Þegar engu öðru er til að dreifa er stundum hægt að reyna að æsa eitthvað upp í borgarpólitíkinni. Flest sem þaðan kemur eru algjörar ekkifréttir. Miðað við fréttaflutninginn mætti samt halda að kosningarnar séu í næstu viku – en, nei, þær eru eftir heilt ár. Viðræðunefndin sem var sett til að fjalla um framtíð R-listans var auðvitað brandari. Þar var enginn sem hafði umboð til að ákveða eitt eða neitt. Nefndin hefur líka verið sett af, skilst manni – áður en hún verður að frekara athlægi í fjölmiðlum. --- --- --- Allra smæsta frétt sem ég hef heyrt í fjölmiðli á Íslandi var þegar Ríkisútvarpið skýrði einhvern tíma frá því að leikfimitaska hefði horfið úr stúlknaklefa í íþróttahúsi í Garðabæ. Núna í vikunni kom frétt á Bylgjunni sem er af þessari stærðargráðu – þar sagði frá strákum sem höfðu tekið nokkrar dósir úr dósagámi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun