Draumurinn að spila í úrvalsdeild 20. júlí 2005 00:01 Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leiktíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úrvalsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deildinni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bátinn. "Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeildinni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess," sagði Brynjar Björn í gær. "Ég verð þrítugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns," bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeildarsæti í vetur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppnini um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eina skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búsóð sína. "Þetta er um klukkutíma akstur frá okkur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið -- alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir hjá samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á honum hefði ég eflaust tekið því." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira
Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leiktíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úrvalsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deildinni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bátinn. "Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeildinni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess," sagði Brynjar Björn í gær. "Ég verð þrítugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns," bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeildarsæti í vetur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppnini um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eina skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búsóð sína. "Þetta er um klukkutíma akstur frá okkur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið -- alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir hjá samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á honum hefði ég eflaust tekið því."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Sjá meira