Borgin selur hlut í Vélamiðstöð 22. júlí 2005 00:01 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki. Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Vélamiðstöðin var gerð að einkahlutafélagi í eigu borgarsjóðs og Orkuveitunnar fyrir þremur árum. Hún hefur yfir að ráða meginþorra allra bíla sem Orkuveitan og borgarstofnanir nota og má þar nefna körfu-, sorp- og vinnuflokksbíla. Miðstöðin leigir meðal annars út alla sorphirðubíla í Reykjavík sem og bíla til Orkuveitu Reykjavíkur og er nokkurs konar bílaleiga fyrir borgina. Þá er mokstur og hálkuvarnir meðal annars í hennar höndum. Hersir Oddsson, framkvæmdastjóri Vélamiðstöðvarinnar, segist halda að best sé fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess að vera áfram í þeim traustu höndum sem það er í í dag en þó megi sjá þessar samningaviðræður sem spennandi tækifæri. Íslenska gámafélagið bauð 735 miljónir króna í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni en gámafélagið tengist Njarðtaki ehf. í Reykjanesbæ, og er stærsti einstaki hluthafi Íslenska gámafélagsins Ólafur Thordersen er framkvæmdastjóri Njarðtaks og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Jón Þ.Frantzson, framkvæmdastjóri Íslenska gámafélagsins, segir að ef kaupin ganga upp muni þau líklega ekki hafa áhrif á þá 40 starfsmenn sem vinna hjá Vélamiðstöðinni í dag. Hann segist sjá fram á gífurleg samlegðaráhrif með kaupunum, meðal annars varðandi bílarekstur og viðhald véla og bíla. Hann segir þó of snemmt að segja til um breytingar á rekstri miðstöðvarinnar en hann býst þó ekki við neinum breytingum þar sem samningaviðræður eru enn á byrjunarstigi. Aðspurður um samkeppnina sem eftir er segir hann hana næga og nefnir máli sínu til stuðnings Gámaþjónustuna og ýmis önnur verktakafyrirtæki.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira