Síminn seldur 30. júlí 2005 00:01 Dylgjur formanns Samfylkingarinnar eru ekki svaraverðar segir Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans. Væri samt ekki sniðugra að hann einfaldlega svaraði þessu í staðinn fyrir að snúa svona upp á sig? Því það er nú einu sinni staðreynd að hann hefur lengi verið í félagi með bræðrunum í Bakkavör, hann er vinur þeirra og mentor. Brynjólfur varð geysilega móðgaður þegar bent var á að hann sæti í stjórn Bakkavarar þegar sala Símans var að hefjast í vetur. Þá strax var talað um Ágúst og Lýð sem líklegustu kaupendurna. Eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun sagði Brynjólfur sig úr stjórn Bakkavarar – en sagði í leiðinni að það væri í raun engin ástæða til þess, þetta væri bara fyrir siðasakir. Öllum ber saman um að það sé sigur fyrir Brynjólf að sala Símans fór svona. Hann fær nánast örugglega að sitja sem forstjóri fyrirtækisins og áfram verður fylgt þeirri stefnu sem hann hefur mótað, til dæmis með kaupunum á Skjá einum. Hann átti vissulega mikilla hagsmuna að gæta. Staða hans hefði örugglega ekki verið svona trygg ef Burðarás hefði hreppt fyrirtækið. --- --- --- Þáttur KB banka í þessu öllu er merkilegur. Bankinn kaupir sjálfur 30 prósenta hlut í Símanum. Hann á stóran hlut í Exista, eignarhaldsfélagi Bakkavararbræðra, sem eignast 45 prósent í Símanum. Bakkavararbræður eiga svo á móti stóran hlut í KB banka – þetta er flókið og þéttriðið net viðskiptatengsla. Ljóst er að bankinn leggur líka til mikið af fjármagninu til kaupanna. Það er hann sem býr til dílinn. Svo eru þeir líka athyglisverðir þræðirnir sem liggja milli KB bankans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleiganda Og Vodafone, eina fyrirtækisins sem í raun veitir Símanum samkeppni. Þessir aðilar starfa ötullega saman í fjármálavafstri á erlendri grund; sama dag og tilboðin í Símann voru opnuð var tilkynnt að KB banki og Baugur hefðu keypt saman tískufyrirtækið Jane Norman í Bretlandi fyrir litla 13 milljarða króna. Svo geta menn spurt: Hvar er Finnur Ingólfsson? Jú, hann er ekki víðs fjarri – heillakarlinn sá situr í aðalstjórn KB banka. --- --- --- Vinstri grænir hörmuðu "óðagot" við sölu Símans í ályktun. Óðagot er kannski ekki rétta orðið, því sala Símans hefur verið á dagskrá í fimm ár. Það var árið 2001 að Alþingi setti lög um þessa einkavæðingu. Á sínum tíma stóð til að selja Símann á undan bönkunum. Það klúðraðist í miklu og margbrotnu hneykslismáli þar sem meðal aðalleikenda voru Þórarinn V. Þórarinsson, Friðrik Pálsson og Hreinn Loftsson – þetta var á tíma þegar Sturla Böðvarsson barðist fyrir pólitísku lífi sínu og náði merkilegt nokk að þrauka. Það var einmitt þá að Þórarinn V. þurfti að láta tímabundið af störfum hjá Símanum vegna tengsla sinna við Opin kerfi, fyrirtæki sem þótti líklegur kaupandi að Símanum. Þórarinn átti svo ekki afturkvæmt í starfið. --- --- --- Hins vegar er það alveg rétt hjá Vinstri grænum að skoðanakannanir hafa margsinnis sýnt að meirihluti landsmanna er andvígur sölu Símans. Í þjóðarpúlsi Gallups frá því í mars á þessu ári var meirihluti aðspurðra á móti því að Síminn yrði seldur og 76 prósent vildu ekki að grunnnetið fylgi með. Þannig að nýjir eigendur Símans mæta nokkurri vantrú hjá almenningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Dylgjur formanns Samfylkingarinnar eru ekki svaraverðar segir Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans. Væri samt ekki sniðugra að hann einfaldlega svaraði þessu í staðinn fyrir að snúa svona upp á sig? Því það er nú einu sinni staðreynd að hann hefur lengi verið í félagi með bræðrunum í Bakkavör, hann er vinur þeirra og mentor. Brynjólfur varð geysilega móðgaður þegar bent var á að hann sæti í stjórn Bakkavarar þegar sala Símans var að hefjast í vetur. Þá strax var talað um Ágúst og Lýð sem líklegustu kaupendurna. Eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun sagði Brynjólfur sig úr stjórn Bakkavarar – en sagði í leiðinni að það væri í raun engin ástæða til þess, þetta væri bara fyrir siðasakir. Öllum ber saman um að það sé sigur fyrir Brynjólf að sala Símans fór svona. Hann fær nánast örugglega að sitja sem forstjóri fyrirtækisins og áfram verður fylgt þeirri stefnu sem hann hefur mótað, til dæmis með kaupunum á Skjá einum. Hann átti vissulega mikilla hagsmuna að gæta. Staða hans hefði örugglega ekki verið svona trygg ef Burðarás hefði hreppt fyrirtækið. --- --- --- Þáttur KB banka í þessu öllu er merkilegur. Bankinn kaupir sjálfur 30 prósenta hlut í Símanum. Hann á stóran hlut í Exista, eignarhaldsfélagi Bakkavararbræðra, sem eignast 45 prósent í Símanum. Bakkavararbræður eiga svo á móti stóran hlut í KB banka – þetta er flókið og þéttriðið net viðskiptatengsla. Ljóst er að bankinn leggur líka til mikið af fjármagninu til kaupanna. Það er hann sem býr til dílinn. Svo eru þeir líka athyglisverðir þræðirnir sem liggja milli KB bankans og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, aðaleiganda Og Vodafone, eina fyrirtækisins sem í raun veitir Símanum samkeppni. Þessir aðilar starfa ötullega saman í fjármálavafstri á erlendri grund; sama dag og tilboðin í Símann voru opnuð var tilkynnt að KB banki og Baugur hefðu keypt saman tískufyrirtækið Jane Norman í Bretlandi fyrir litla 13 milljarða króna. Svo geta menn spurt: Hvar er Finnur Ingólfsson? Jú, hann er ekki víðs fjarri – heillakarlinn sá situr í aðalstjórn KB banka. --- --- --- Vinstri grænir hörmuðu "óðagot" við sölu Símans í ályktun. Óðagot er kannski ekki rétta orðið, því sala Símans hefur verið á dagskrá í fimm ár. Það var árið 2001 að Alþingi setti lög um þessa einkavæðingu. Á sínum tíma stóð til að selja Símann á undan bönkunum. Það klúðraðist í miklu og margbrotnu hneykslismáli þar sem meðal aðalleikenda voru Þórarinn V. Þórarinsson, Friðrik Pálsson og Hreinn Loftsson – þetta var á tíma þegar Sturla Böðvarsson barðist fyrir pólitísku lífi sínu og náði merkilegt nokk að þrauka. Það var einmitt þá að Þórarinn V. þurfti að láta tímabundið af störfum hjá Símanum vegna tengsla sinna við Opin kerfi, fyrirtæki sem þótti líklegur kaupandi að Símanum. Þórarinn átti svo ekki afturkvæmt í starfið. --- --- --- Hins vegar er það alveg rétt hjá Vinstri grænum að skoðanakannanir hafa margsinnis sýnt að meirihluti landsmanna er andvígur sölu Símans. Í þjóðarpúlsi Gallups frá því í mars á þessu ári var meirihluti aðspurðra á móti því að Síminn yrði seldur og 76 prósent vildu ekki að grunnnetið fylgi með. Þannig að nýjir eigendur Símans mæta nokkurri vantrú hjá almenningi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun