Gengur aldrei í bleiku 11. ágúst 2005 00:01 "Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil." Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
"Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil."
Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira