Innrásin í ísland 11. ágúst 2005 00:01 Undanfarnar vikur hafa menn innan fjármálageirans haft orð á því að mikið vanti upp á að erlendir fjárfestar hafi viðlíka áhuga á Íslandi og íslenskir kollegar þeirra á tækifærum utan landsteinana. Þótt peningamennirnir láti ekki á sér kræla hafa ýmsir aðrir úti í heimi áhuga á landinu og erlent fjármagn streymir hingað inn með ferðamönnum sem láta sterka stöðu krónunnar hafa furðu lítil áhrif á sig. Þó var matur og drykkur nógu fáránlega dýr í augum gesta okkar áður en krónan fór að hnykla vöðvana. Í fyrra var slegið eftirminnilega met í fjölda erlendra gesta til Íslands en þá voru þeir 363 þúsund talsins sem er hvorki meira né minna en 42 þúsundum fleiri en á fyrra metári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs komu hingað örlítið færri en á sama tíma 2004 en allt bendir til þess að straumurinn hafi þyngst aftur undanfarna mánuði. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði í júlí miðað við sama tíma í fyrra, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur heldur fjölgað í sumar, uppgrip eru hjá bílaleigum og aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip haft viðkomu á Íslandi og í ár. Allt bendir því til þess að tala útlendinga sem hingað koma verði annað árið í röð vel hærri en íbúafjöldi landsins. Ekki er víst að allir átti sig á hversu glæsilegur árangur þetta er hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Í því sambandi er nærtækast að taka til samanburðar að ekkert Norðurlandanna dregur að sér viðlíkan fjölda miðað við íbúa. Þar er gestafjöldinn yfirleitt í kringum helmingur af íbúum landanna. Þetta er ekkert smámál fyrir þjóðarbúið því fyrir utan fiskinn eru erlendu ferðamennirnir mikilvægasta tekjulind þjóðarinnar. Ferðamennskan vigtar sem sagt þyngra en stóriðjan samanlögð. Sá samanburður er fyllilega réttmætur því í deilunum í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var því sjónarmiði haldið á lofti að svo umfangmikil vatnsaflsvirkjun með tilheyrandi gríðarstóru uppistöðulóni og umhverfisspjöllum, gæti sett íslenskan ferðaiðnað í stórhættu. Sú hefur þó ekki orðið raunin. Ekki enn. Áhyggjurnar eru engu síður fullgildar því kannanir Ferðamálaráðs Íslands hafa ítrekað sýnt fram á að yfir 80 prósent útlendinga koma hingað til að njóta stórbrotins landslags og óspilltrar náttúru. Ef gengið er meira á hana getur staðan verið fljót að breytast og þá eru miklir hagsmunir í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Undanfarnar vikur hafa menn innan fjármálageirans haft orð á því að mikið vanti upp á að erlendir fjárfestar hafi viðlíka áhuga á Íslandi og íslenskir kollegar þeirra á tækifærum utan landsteinana. Þótt peningamennirnir láti ekki á sér kræla hafa ýmsir aðrir úti í heimi áhuga á landinu og erlent fjármagn streymir hingað inn með ferðamönnum sem láta sterka stöðu krónunnar hafa furðu lítil áhrif á sig. Þó var matur og drykkur nógu fáránlega dýr í augum gesta okkar áður en krónan fór að hnykla vöðvana. Í fyrra var slegið eftirminnilega met í fjölda erlendra gesta til Íslands en þá voru þeir 363 þúsund talsins sem er hvorki meira né minna en 42 þúsundum fleiri en á fyrra metári. Fyrstu fimm mánuði þessa árs komu hingað örlítið færri en á sama tíma 2004 en allt bendir til þess að straumurinn hafi þyngst aftur undanfarna mánuði. Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði í júlí miðað við sama tíma í fyrra, gistinóttum útlendinga á hótelum hefur heldur fjölgað í sumar, uppgrip eru hjá bílaleigum og aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip haft viðkomu á Íslandi og í ár. Allt bendir því til þess að tala útlendinga sem hingað koma verði annað árið í röð vel hærri en íbúafjöldi landsins. Ekki er víst að allir átti sig á hversu glæsilegur árangur þetta er hjá íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Í því sambandi er nærtækast að taka til samanburðar að ekkert Norðurlandanna dregur að sér viðlíkan fjölda miðað við íbúa. Þar er gestafjöldinn yfirleitt í kringum helmingur af íbúum landanna. Þetta er ekkert smámál fyrir þjóðarbúið því fyrir utan fiskinn eru erlendu ferðamennirnir mikilvægasta tekjulind þjóðarinnar. Ferðamennskan vigtar sem sagt þyngra en stóriðjan samanlögð. Sá samanburður er fyllilega réttmætur því í deilunum í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var því sjónarmiði haldið á lofti að svo umfangmikil vatnsaflsvirkjun með tilheyrandi gríðarstóru uppistöðulóni og umhverfisspjöllum, gæti sett íslenskan ferðaiðnað í stórhættu. Sú hefur þó ekki orðið raunin. Ekki enn. Áhyggjurnar eru engu síður fullgildar því kannanir Ferðamálaráðs Íslands hafa ítrekað sýnt fram á að yfir 80 prósent útlendinga koma hingað til að njóta stórbrotins landslags og óspilltrar náttúru. Ef gengið er meira á hana getur staðan verið fljót að breytast og þá eru miklir hagsmunir í húfi.