Tvöfalt taugaáfall 15. ágúst 2005 00:01 Ferðamaður sem gisti á Andarunganum, bandarísk kona með tvö börn, hafði álpast út í göngutúr á sunnudagsmorguninn klukkan sex. Sumt fólk vaknar snemma. Konan kom grátandi aftur á gistihúsið og vildi komast burt frá þessu landi þar sem allir voru blindfullir að ónáða hana. Seinna um daginn fór konan borða á einu af flottari veitingahúsum bæjarins. Reikningurinn var svo hár að hún fékk taugaáfall í annað skipti sama daginn. Mun hafa hringt í Flugleiðir og heimtað að hún yrði flutt úr landi umsvifalaust. --- --- --- Um daginn var ég að þvælast á netinu og fór að skoða hvað kostaði að gista á dýrari hótelum bæjarins. Tveggja manna herbergi á Nordica kostar frá 27,900 til 58,000 krónur nóttin. Á 101 hóteli þarf maður að borga 25,900 til 59,000 fyrir nóttina. Ég nenni ekki að umreikna þetta í evrur eða dollara – en maður fengi ansi gott hótel fyrir þessa fjárhæð í útlöndum. Það er merkilegt að smábær við norðurhjarann skuli verðleggja sig svo hátt að hann telst vera með dýrustu borgum í heimi. Þetta er náttúrlega kreisí. --- --- --- Það er gott að vita til þess að menn eru ekki alveg ónæmir fyrir sögulegu samhengi í Reykjavík. Nú er búið að reisa mikinn kamar, í laginu eins og turn, á horninu á Vegamótastíg og Grettisgötu. Reykvíkingar sem eru komnir til vits og ára muna eftir "pisseoir-inu" sem var á þessum stað í eina tíð "í skoti utan í Grjótinu". Sjálfur gleymi ég aldrei lyktinni sem var þar inni, enda notaði Megas um það orðin "angan þrungnu þríhyrndu." Það er ekki ofmælt. En það ætti ekki að væsa um gesti Ölstofunnar á nýja náðhúsinu. --- --- --- Eftir litla grein sem ég skrifaði hérna á vefinn um helgina finnur maður áberandi fyrir því hvernig er búið að skipta í lið í samfélaginu. Annað hvort spilar maður með Baugsliðinu eða Davíðsliðinu - og maður á helst ekkert að skipta um klúbb. Umræðan gengur meira út á að villa um fyrir fólki, rugla málin fremur en að skýra þau út. Það er ekki auðvelt að gera greinarmun á fréttum og áróðri þessa dagana. Þetta er heldur dapurlegt ástand eins og Dr. Gunni lýsir ágætlega í stuttum pistli í DV í dag: "Það virðist ekki hægt að vera til á Íslandi nema láta draga sig í dilk eins og hverja aðra útigangarollu með skítaklepra í rassinum. Sérstaklega neyðist fjölmiðlafólk í dilka. Einu sinni stóðu manni til boða nokkrir stjórnmálaflokkar til að jarma utan í, vinstri og hægri. Nú er bara hægri en í staðinn er hægt að velja með hvaða auðmönnum maður vill jarma. Er maður BYKO eða Baugur? Heldur maður með Davíð Oddssyni eða Baugsfeðgum? Þetta er frekar leiðinlegt allt saman og illa lyktandi í þessari forugu rétt sem Ísland er orðið." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ferðamaður sem gisti á Andarunganum, bandarísk kona með tvö börn, hafði álpast út í göngutúr á sunnudagsmorguninn klukkan sex. Sumt fólk vaknar snemma. Konan kom grátandi aftur á gistihúsið og vildi komast burt frá þessu landi þar sem allir voru blindfullir að ónáða hana. Seinna um daginn fór konan borða á einu af flottari veitingahúsum bæjarins. Reikningurinn var svo hár að hún fékk taugaáfall í annað skipti sama daginn. Mun hafa hringt í Flugleiðir og heimtað að hún yrði flutt úr landi umsvifalaust. --- --- --- Um daginn var ég að þvælast á netinu og fór að skoða hvað kostaði að gista á dýrari hótelum bæjarins. Tveggja manna herbergi á Nordica kostar frá 27,900 til 58,000 krónur nóttin. Á 101 hóteli þarf maður að borga 25,900 til 59,000 fyrir nóttina. Ég nenni ekki að umreikna þetta í evrur eða dollara – en maður fengi ansi gott hótel fyrir þessa fjárhæð í útlöndum. Það er merkilegt að smábær við norðurhjarann skuli verðleggja sig svo hátt að hann telst vera með dýrustu borgum í heimi. Þetta er náttúrlega kreisí. --- --- --- Það er gott að vita til þess að menn eru ekki alveg ónæmir fyrir sögulegu samhengi í Reykjavík. Nú er búið að reisa mikinn kamar, í laginu eins og turn, á horninu á Vegamótastíg og Grettisgötu. Reykvíkingar sem eru komnir til vits og ára muna eftir "pisseoir-inu" sem var á þessum stað í eina tíð "í skoti utan í Grjótinu". Sjálfur gleymi ég aldrei lyktinni sem var þar inni, enda notaði Megas um það orðin "angan þrungnu þríhyrndu." Það er ekki ofmælt. En það ætti ekki að væsa um gesti Ölstofunnar á nýja náðhúsinu. --- --- --- Eftir litla grein sem ég skrifaði hérna á vefinn um helgina finnur maður áberandi fyrir því hvernig er búið að skipta í lið í samfélaginu. Annað hvort spilar maður með Baugsliðinu eða Davíðsliðinu - og maður á helst ekkert að skipta um klúbb. Umræðan gengur meira út á að villa um fyrir fólki, rugla málin fremur en að skýra þau út. Það er ekki auðvelt að gera greinarmun á fréttum og áróðri þessa dagana. Þetta er heldur dapurlegt ástand eins og Dr. Gunni lýsir ágætlega í stuttum pistli í DV í dag: "Það virðist ekki hægt að vera til á Íslandi nema láta draga sig í dilk eins og hverja aðra útigangarollu með skítaklepra í rassinum. Sérstaklega neyðist fjölmiðlafólk í dilka. Einu sinni stóðu manni til boða nokkrir stjórnmálaflokkar til að jarma utan í, vinstri og hægri. Nú er bara hægri en í staðinn er hægt að velja með hvaða auðmönnum maður vill jarma. Er maður BYKO eða Baugur? Heldur maður með Davíð Oddssyni eða Baugsfeðgum? Þetta er frekar leiðinlegt allt saman og illa lyktandi í þessari forugu rétt sem Ísland er orðið."
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun