Þjónusta öll undir einum hatti 30. ágúst 2005 00:01 Fyrirtækið JÁ hefur verið stofnað til að taka við af upplýsingaþjónustu Símans, hundrað og átján, og reka undir einum hatti þá þjónustustarfsemi sem heyrt hefur undir Símann. Markmið nýja félagsins er að skerpa áherslur í rekstrinum og efla vöruþróun. Hið nýja fyrirtæki JÁ, mun reka upplýsingaþjónustuna 118, annast ritstjórn og útgáfu Símaskrárinnar og halda utan um rekstur vefsvæðisins símaskrá.is. Já er dótturfélag Símans og starfsmenn eru um 140, en flestir starfa við 118. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri JÁ, segir að nafn hins nýja félags sé einfalt og auðvelt í notkun, íslenskt og umfram allt jákvætt. Auðvelt sé að tengja nafnið þeirri þjónustu sem fyrirtækið bjóði. Hún segir að stofnun sérstaks félags um þjónustuþætti Símans, sé í takt við þróunina í nágrannalöndunum. Markmiðið með stofnun félagsins sé að skerpa fókusinn, eins og hún orðar það, en þessi þjónusta hafi verið stoðstarfsemi innan Símans. Með því að draga JÁ út í sérfélag sé stoðstarfsemin gerð að kjarnastarfsemi og þar með sé vonast til þess að koma með fram með meiri nýjungar og meira úrval fyrir viðskiptavini. Aðspurð hvaða breytingar á þessari þjónustu hið nýja fyrirkomulag hafi í för með sér segir Sigríður þær litlar, alla vega til að byrja með. Starfsemin sé nú á fjórum stöðum á landinu, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og í Reykjavík og verði það áfram. Hins vegar verði farið út í vöruþróun og nýjungar og það hafi í för með sér að vinnustaðurinn verði meira spennandi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Fyrirtækið JÁ hefur verið stofnað til að taka við af upplýsingaþjónustu Símans, hundrað og átján, og reka undir einum hatti þá þjónustustarfsemi sem heyrt hefur undir Símann. Markmið nýja félagsins er að skerpa áherslur í rekstrinum og efla vöruþróun. Hið nýja fyrirtæki JÁ, mun reka upplýsingaþjónustuna 118, annast ritstjórn og útgáfu Símaskrárinnar og halda utan um rekstur vefsvæðisins símaskrá.is. Já er dótturfélag Símans og starfsmenn eru um 140, en flestir starfa við 118. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri JÁ, segir að nafn hins nýja félags sé einfalt og auðvelt í notkun, íslenskt og umfram allt jákvætt. Auðvelt sé að tengja nafnið þeirri þjónustu sem fyrirtækið bjóði. Hún segir að stofnun sérstaks félags um þjónustuþætti Símans, sé í takt við þróunina í nágrannalöndunum. Markmiðið með stofnun félagsins sé að skerpa fókusinn, eins og hún orðar það, en þessi þjónusta hafi verið stoðstarfsemi innan Símans. Með því að draga JÁ út í sérfélag sé stoðstarfsemin gerð að kjarnastarfsemi og þar með sé vonast til þess að koma með fram með meiri nýjungar og meira úrval fyrir viðskiptavini. Aðspurð hvaða breytingar á þessari þjónustu hið nýja fyrirkomulag hafi í för með sér segir Sigríður þær litlar, alla vega til að byrja með. Starfsemin sé nú á fjórum stöðum á landinu, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og í Reykjavík og verði það áfram. Hins vegar verði farið út í vöruþróun og nýjungar og það hafi í för með sér að vinnustaðurinn verði meira spennandi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira