Raunir R-lista flokkanna 31. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun