Davíð hættir sem formaður 8. september 2005 00:01 Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður á næsta landsfundi flokksins sem haldinn verður í haust. Þar með mun hann væntanlega ljúka litríkum stjórnmálaferli sínum og hætta í pólitík, en snúa sér þess í stað að hugðarefnum sínum. Það hefur legið í loftinu nú um nokkurra mánaða skeið að Davíð Oddsson væri farinn að hugsa sér til hreyfings úr formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Það væri aðeins spurning um tíma og tækifæri hvenær hann tilkynnti þetta, og nú hefur hann sem sagt tekið af allan vafa og menn geta farið að huga að eftirmanni hans. Reyndar hefur Geir H. Haarde, varaformaður flokksins, margsinnis sagt að hann muni gefa kost á sér í formannssætið þegar Davíð yfirgefur það. Það er ekki von á því að nein breyting verði þar á, og hann mun væntanlega hljóta góða kosningu sem formaður á landsfundinum í október. Davíð Oddsson kom ungur inn í pólitík og vakti strax athygli fyrir snögg tilsvör og ákveðni. Áður hafði hann vakið athygli alþjóðar fyrir nýstárlega útvarpsþætti sem hann annaðist ásamt tveimur félögum sínum. Hans fyrsta afrek í pólitík var að ná aftur meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur á vordögum 1982, en fjögur árin þar á undan höfðu vinstri flokkarnir í borginni meirihluta í borginni og bundu þar með enda á áratuga valdaferil Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Davíð Oddsson og hans menn lögðu svo til atlögu við Þorstein Pálsson, sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins 1991 og lögðu hann. Davíð hefur því gegnt formennsku í flokknum í rúm 14 ár. Þá hefur hann verið ráðherra frá sama tíma, lengst af forsætisráðherra, en nú í tæpt ár utanríkisráðherra. Frami hans hefur því verið mikill. Þegar hann varð forsætisráðherra um mitt ár 1991 hafði hann aldrei setið á þingi sem alþingismaður, en þekkti húsakynnin frá því hann var þingfréttaritari. Fyrstu mánuðirnir á þingi báru þess líka merki að hann væri óvanur að vinna í samsteypustjórn, því sem borgarstjóri fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur hann eflaust getað ráðið því sem hann vildi ráða. Davíð hefur aldrei upplifað það að sitja sem stjórnarandstöðuþingmaður á Alþingi, enda má búast við að það væri honum ekki að skapi. Það er líka erfitt fyrir mann sem hefur verið við stjórnvölinn í tugi ára, að verða allt í einu að sæta því hlutskipti að aðrir en hann ráði ferðinni. Það hefur oft gustað um Davíð Oddsson á stjórnmálaferli hans. Hann hefur sagt skoðun sína umbúðalaust á mönnum og málefnum, og mörgum hefur sviðið undan orðum hans.Það verður ekki annað sagt en hann hafi verið heiðarlegur og komið hreint fram, þótt margar ákvarðanir hans hafi valdið mikilli umræðu í þjóðfélaginu. Sagt hefur verið að Davíð Oddsson hafi staðið á hátindi síns pólitíska ferils fyrir síðustu alþingiskosningar og þá hefði hann átt að yfirgefa stjórnmálasviðið eftir farsælt starf, en hann kaus að gera það ekki og lenti í mikilli orrahríð í fjölmiðlamálinu fyrir rúmu ári, þar sem hann varð að láta í minni pokann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður á næsta landsfundi flokksins sem haldinn verður í haust. Þar með mun hann væntanlega ljúka litríkum stjórnmálaferli sínum og hætta í pólitík, en snúa sér þess í stað að hugðarefnum sínum. Það hefur legið í loftinu nú um nokkurra mánaða skeið að Davíð Oddsson væri farinn að hugsa sér til hreyfings úr formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Það væri aðeins spurning um tíma og tækifæri hvenær hann tilkynnti þetta, og nú hefur hann sem sagt tekið af allan vafa og menn geta farið að huga að eftirmanni hans. Reyndar hefur Geir H. Haarde, varaformaður flokksins, margsinnis sagt að hann muni gefa kost á sér í formannssætið þegar Davíð yfirgefur það. Það er ekki von á því að nein breyting verði þar á, og hann mun væntanlega hljóta góða kosningu sem formaður á landsfundinum í október. Davíð Oddsson kom ungur inn í pólitík og vakti strax athygli fyrir snögg tilsvör og ákveðni. Áður hafði hann vakið athygli alþjóðar fyrir nýstárlega útvarpsþætti sem hann annaðist ásamt tveimur félögum sínum. Hans fyrsta afrek í pólitík var að ná aftur meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur á vordögum 1982, en fjögur árin þar á undan höfðu vinstri flokkarnir í borginni meirihluta í borginni og bundu þar með enda á áratuga valdaferil Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Davíð Oddsson og hans menn lögðu svo til atlögu við Þorstein Pálsson, sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins 1991 og lögðu hann. Davíð hefur því gegnt formennsku í flokknum í rúm 14 ár. Þá hefur hann verið ráðherra frá sama tíma, lengst af forsætisráðherra, en nú í tæpt ár utanríkisráðherra. Frami hans hefur því verið mikill. Þegar hann varð forsætisráðherra um mitt ár 1991 hafði hann aldrei setið á þingi sem alþingismaður, en þekkti húsakynnin frá því hann var þingfréttaritari. Fyrstu mánuðirnir á þingi báru þess líka merki að hann væri óvanur að vinna í samsteypustjórn, því sem borgarstjóri fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur hann eflaust getað ráðið því sem hann vildi ráða. Davíð hefur aldrei upplifað það að sitja sem stjórnarandstöðuþingmaður á Alþingi, enda má búast við að það væri honum ekki að skapi. Það er líka erfitt fyrir mann sem hefur verið við stjórnvölinn í tugi ára, að verða allt í einu að sæta því hlutskipti að aðrir en hann ráði ferðinni. Það hefur oft gustað um Davíð Oddsson á stjórnmálaferli hans. Hann hefur sagt skoðun sína umbúðalaust á mönnum og málefnum, og mörgum hefur sviðið undan orðum hans.Það verður ekki annað sagt en hann hafi verið heiðarlegur og komið hreint fram, þótt margar ákvarðanir hans hafi valdið mikilli umræðu í þjóðfélaginu. Sagt hefur verið að Davíð Oddsson hafi staðið á hátindi síns pólitíska ferils fyrir síðustu alþingiskosningar og þá hefði hann átt að yfirgefa stjórnmálasviðið eftir farsælt starf, en hann kaus að gera það ekki og lenti í mikilli orrahríð í fjölmiðlamálinu fyrir rúmu ári, þar sem hann varð að láta í minni pokann.