Einkaneysla vex hratt 14. september 2005 00:01 Sérfræðingar segja þetta endurspegla þenslu í hagkerfinu og birtist meðal annars í aukinni verðbólgu. Eftirspurn heimilanna hafi aukist í kjölfar aukins kaupmáttar og nýjum lánamöguleikum. Hagvöxturinn sé drifinn áfram af hröðum vexti einkaneyslu og fjárfestingum tengdum stóriðju. Ef sundurliðun einkaneyslunnar er skoðuð milli annars ársfjórðungs 2004 og 2005 sést að kaup á ökutækjum aukast um 75 prósent. Útgjöld Íslendinga erlendis aukast um 32 prósent milli ára og kaup á húsbúnaði um rúm 19 prósent. Guðjón K. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, bendir á að sterk króna hafi lækkað verð á bílum, vörum og þjónustu erlendis. Landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi 2005 jókst um 6,8 prósent miðað við sama tíma í fyrra, sem jafngildir þá hagvextinum á tímabilinu. Landsframleiðsla er markaðsvirði þess sem framleitt er á Íslandi og nam hún 195,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Í krónum talið hefur landsframleiðslan aldrei verið meiri á föstu verðlagi í einum ársfjórðungi. Landsframleiðslan allt árið í fyrra var 885 milljarðar króna. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir eðli hagvaxtar sem drifinn sé áfram af einkaneyslu ekki eins ákjósanlegan og hagvöxt sem byggir á aukinni framleiðslugetu í hagkerfinu. Lítið þurfi að bregða út af svo hann dragist hratt saman. Tryggvi segir vöxt samneyslunnar, það er kaup hins opinbera á vörum og þjónustu, um 4,4 prósent milli annars ársfjórðung 2004 og 2005 of mikinn. Á tímum sem þessum þurfi að skera niður útgjöld hins opinbera til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Vaxtahækkanir að öðru óbreyttu virðast ekki nægja til að halda aftur af verðbólgu. Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Sjá meira
Sérfræðingar segja þetta endurspegla þenslu í hagkerfinu og birtist meðal annars í aukinni verðbólgu. Eftirspurn heimilanna hafi aukist í kjölfar aukins kaupmáttar og nýjum lánamöguleikum. Hagvöxturinn sé drifinn áfram af hröðum vexti einkaneyslu og fjárfestingum tengdum stóriðju. Ef sundurliðun einkaneyslunnar er skoðuð milli annars ársfjórðungs 2004 og 2005 sést að kaup á ökutækjum aukast um 75 prósent. Útgjöld Íslendinga erlendis aukast um 32 prósent milli ára og kaup á húsbúnaði um rúm 19 prósent. Guðjón K. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Hagstofunni, bendir á að sterk króna hafi lækkað verð á bílum, vörum og þjónustu erlendis. Landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi 2005 jókst um 6,8 prósent miðað við sama tíma í fyrra, sem jafngildir þá hagvextinum á tímabilinu. Landsframleiðsla er markaðsvirði þess sem framleitt er á Íslandi og nam hún 195,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins. Í krónum talið hefur landsframleiðslan aldrei verið meiri á föstu verðlagi í einum ársfjórðungi. Landsframleiðslan allt árið í fyrra var 885 milljarðar króna. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir eðli hagvaxtar sem drifinn sé áfram af einkaneyslu ekki eins ákjósanlegan og hagvöxt sem byggir á aukinni framleiðslugetu í hagkerfinu. Lítið þurfi að bregða út af svo hann dragist hratt saman. Tryggvi segir vöxt samneyslunnar, það er kaup hins opinbera á vörum og þjónustu, um 4,4 prósent milli annars ársfjórðung 2004 og 2005 of mikinn. Á tímum sem þessum þurfi að skera niður útgjöld hins opinbera til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Vaxtahækkanir að öðru óbreyttu virðast ekki nægja til að halda aftur af verðbólgu.
Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Sjá meira