Skuldir heimilanna vaxið um 19% 15. september 2005 00:01 Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira
Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um 157 milljarða á einu ári, eða um heil nítján prósent. Þá eru yfirdráttarlán ívið hærri en þau voru áður en bankarnir fóru að bjóða nýju húsnæðislánin í ágúst á síðasta ári. Margir hafa nýtt sér þann kost eftir að bankarnir fóru að bjóða ný húsnæðislán, að endurfjármagna gömul lán í húsnæðiskerfi bankanna og lækka greiðslubyrði sína til muna. Það hefur þó síst dregið úr yfirdráttarlánunum sem eru ein dýrustu lán sem fólk getur tekið og bera tæplega nítján prósent vexti. Heimilin skulduðu 966,5 milljarða í júní en 813 milljarða á sama tíma fyrir rúmu ári. Skuldirnar hafa því vaxið um 157 milljarða, eða nítján prósent. Af þessum skuldum heimilanna voru rúmir 67 milljarðar yfirdráttarlán. Upphæðin sveiflast allmikið milli mánaða til hækkunar og lækkunar. Alþýðusambandið hefur þó reiknað út að yfirdráttarlán heimilanna séu nú rúmum ellefu prósentum hærri en þau voru þegar þau lækkuðu mest út af nýju húsnæðislánunum. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna jafn mikla skuldasöfnun á jafn löngum tíma. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir þessa útlánaþróun mikið áhyggjuefni. Hún sé óhófleg og bankinn hafi haft áhyggjur af máinu í þónokkurn tíma. Hún torveldi hagstjórn og sé mikill verðbólguvaldur. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga fari upp undir átta prósent árið 2007. Viðskiptahallinn aukist einnig hratt og stefni í þrettán prósent á þessu ári og enn meira á næsta ári. Þetta þrýsti á lækkun krónunnar sem að öllum líkindum lækki um allt að fjórðung á næstu tveimur árum. Eiríkur segir að Seðlabankinn geri sitt besta til að ná sínu verðbólgumarkmiði sem sé 2,5 prósent til lengdar. Það sé hins vegar áhyggjuefni ef einhver trúi því að verðbólgan verði átta prósent eða meiri. Eiríkur segist þó ekki leggja trúnað á það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Sjá meira