Öryggisnet hins opinbera 21. september 2005 00:01 Hugmyndin um velferðarkerfið stendur á ákveðnum tímamótum víða um hinn vestræna heim um þessar mundir. Hversu langt á hið opinbera að teygja sig til að tryggja velferð þegnanna er spurningin og ekki síður hversu miklum fjármunum er hægt að verja til þessa málaflokks sem virðist bólgna óviðráðanlega út ár frá ári, þar með talið hér á landi. Í vikunni tilkynnti David Blunkett, atvinnu- og eftirlaunamálaráðherra Bretlands, að breska ríkisstjórnin hygðist taka til rækilegrar endurskoðunar bótakerfi landsins. Í breskum fjölmiðlum kom fram að þessi aðgerð ríkisstjórnar Verkamannaflokksins yrði mesta bylting á velferðarkerfi landsins frá því að það var sett á fót eftir síðara stríð. Meginástæðan fyrir því að ráðast í verkið er grunurinn um að of auðvelt sé að svindla á kerfinu, sem sagt að ágætlega frískt fólk þiggi bætur. Aðrir jafnaðarmenn í öðru landi hafa verið að reyna að koma böndum á hluta af sínu kerfi. Þegar stjórn Görans Persson tók við völdum í Svíþjóð eftir síðustu kosningar fyrir þremur árum, var eitt af yfirlýstum markmiðum hennar að fækka veikindadögum Svía, en Svíar eiga heimsmet í fjarvistum frá vinnu vegna veikinda. Ekki þarf að efast eitt augnablik um að orsökin fyrir því vafasama meti er ekki bágt heilsufar þjóðarinnar heldur rausnarlegt svigrúm sænskra launþega til veikindadaga á launum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki sýnt mikinn vilja til þess að taka á velferðarkerfi okkar, enda tæplega líklegt til vinsælda og atkvæða að leggja til breytingar sem myndu draga saman fjárútlát samfélagsins til velferðarmála. Þið heyrið bara hvað þetta tvennt hljómar illa saman, “samdráttur” og “velferðarmál”. Þó er þetta verk sem engir aðrir en stjórnmálamenn geta ráðist í, nema þjóðin sé tilbúin að sætta sig við að það sé náttúrulögmál að fjárútlát til velferðarmála aukist milli ára. Þegar David Blunkett kynnti áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar sagði hann að markmiðið að baki endurbótum á breska kerfinu væri að hjálpa fólki við að hjálpa sér sjálft. Sem hlýtur að eiga að vera meginstef í öllum velferðarkerfum alls staðar. Hugmyndin um hið alltumlykjandi opinbera kerfi er hættuleg í eðli sínu og beinlínis andsnúin lífinu enda sjálfsbjargarviðleitni grunneðli í öllum lifandi verum. Að ætla að smíða kerfi sem tekur við því hlutverki jaðrar við mannfyrirlitningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Hugmyndin um velferðarkerfið stendur á ákveðnum tímamótum víða um hinn vestræna heim um þessar mundir. Hversu langt á hið opinbera að teygja sig til að tryggja velferð þegnanna er spurningin og ekki síður hversu miklum fjármunum er hægt að verja til þessa málaflokks sem virðist bólgna óviðráðanlega út ár frá ári, þar með talið hér á landi. Í vikunni tilkynnti David Blunkett, atvinnu- og eftirlaunamálaráðherra Bretlands, að breska ríkisstjórnin hygðist taka til rækilegrar endurskoðunar bótakerfi landsins. Í breskum fjölmiðlum kom fram að þessi aðgerð ríkisstjórnar Verkamannaflokksins yrði mesta bylting á velferðarkerfi landsins frá því að það var sett á fót eftir síðara stríð. Meginástæðan fyrir því að ráðast í verkið er grunurinn um að of auðvelt sé að svindla á kerfinu, sem sagt að ágætlega frískt fólk þiggi bætur. Aðrir jafnaðarmenn í öðru landi hafa verið að reyna að koma böndum á hluta af sínu kerfi. Þegar stjórn Görans Persson tók við völdum í Svíþjóð eftir síðustu kosningar fyrir þremur árum, var eitt af yfirlýstum markmiðum hennar að fækka veikindadögum Svía, en Svíar eiga heimsmet í fjarvistum frá vinnu vegna veikinda. Ekki þarf að efast eitt augnablik um að orsökin fyrir því vafasama meti er ekki bágt heilsufar þjóðarinnar heldur rausnarlegt svigrúm sænskra launþega til veikindadaga á launum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki sýnt mikinn vilja til þess að taka á velferðarkerfi okkar, enda tæplega líklegt til vinsælda og atkvæða að leggja til breytingar sem myndu draga saman fjárútlát samfélagsins til velferðarmála. Þið heyrið bara hvað þetta tvennt hljómar illa saman, “samdráttur” og “velferðarmál”. Þó er þetta verk sem engir aðrir en stjórnmálamenn geta ráðist í, nema þjóðin sé tilbúin að sætta sig við að það sé náttúrulögmál að fjárútlát til velferðarmála aukist milli ára. Þegar David Blunkett kynnti áætlanir bresku ríkisstjórnarinnar sagði hann að markmiðið að baki endurbótum á breska kerfinu væri að hjálpa fólki við að hjálpa sér sjálft. Sem hlýtur að eiga að vera meginstef í öllum velferðarkerfum alls staðar. Hugmyndin um hið alltumlykjandi opinbera kerfi er hættuleg í eðli sínu og beinlínis andsnúin lífinu enda sjálfsbjargarviðleitni grunneðli í öllum lifandi verum. Að ætla að smíða kerfi sem tekur við því hlutverki jaðrar við mannfyrirlitningu.