Ónefndi maðurinn 24. september 2005 00:01 "Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Það eru þessi orð úr tölvupósti Styrmis Gunnarssonar sem maður staldrar lengst við. Er ekki alveg öruggt að ónefndi maðurinn er Davíð? Og er þá ekki ljóst að alla tíð frá því snemmsumars 2002 upplifir Styrmir það svo að þeir sem ætla leggja fram kæru gegn Baugi séu einhvern veginn í liði með þáverandi forsætisráðherra? Eða hvers konar valdageim er þetta annars? Þarna eru að funda um væntanlega kæru gegn Baugi þrír nánustu stuðningsmenn og ráðgjafar Davíðs – menn úr innstu herbúðum. Á maður þá að trúa því að hann hafi ekki vitað af málinu? --- --- --- Í svari sínu sem birtist í Sunnudagsmogganum fer Styrmir út um víðan völl – talar ekki síst um blaðamennsku sem Mogginn vill ekki stunda. Ég vil ekki vera talsmaður sorpblaðamennsku, en sumt af því ber vott um gamalkunna skinhelgi Morgunblaðsins. Því auðvitað voru þetta fréttir – hvað annað? En Styrmir vildi semsagt ekki segja frá klögumálum Jóns Geralds í blaði sínu, heldur taldi rétt að veita honum einungis aðstoð við að finna lögfræðing – og við þýðingar! Þjónusta Styrmis er heldur ekki slæm, því hann kallar á tvo afburðamenn úr Sjálfstæðisflokknum, Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Raunar finnst ýmsum það dálítið langsótt að Styrmir hafi sérstaklega þurft að leita álits Kjartans Gunnarssonar á Jóni Steinari Gunnlaugssyni, svona í ljósi þess að Jón Steinar var lögmaður Morgunblaðsins og reglulegur skríbent í blaðið um árabil. ---- ---- ---- Í svargrein sinni nefnir Styrmir ekki ofangreinda setningu, þetta um "ónefnda manninn". Maður bíður eftir skýringu á því. Hvað kom hann málinu við? --- --- --- Maður bíður eftir framhaldinu – kannski ekki í ofvæni þó. Maður er ekki vanur að fjölmiðlar komist í einkatölvupóst milli tveggja einstaklinga. Finnst það næstum óþægilegt. Hvernig má það hafa gerst? Hver komst yfir þessi plögg – og sá sér hag í að leka þeim í óvininn? Það þarf eiginlega að upplýsa – gæti verið stór partur af fréttinni. Eftir fréttir dagsins er Baugsmálið orðið enn óskiljanlegra. Ég hef áður gagnrýnt fjölmiðlana í eigu Baugs fyrir að vera lítilþægir gagnvart eigendum sínum – ganga erinda þeirra í fremur lágkúrulegu áróðursstríði. En það eru fleiri sem hegða sér einkennilega. Aftur rifjast upp sérkennileg þörf ritstjóra Morgunblaðsins til að standa í leynimakki, líkt og þeim sem gegna þessu starfi hafi ekki bara verið falið að ritstýra miklu og virðulegu blaði heldur eigi líka að reyna að stjórna samfélaginu bak við tjöldin. Þetta er gömul hugmynd sem maður hélt eiginlega að væri dauð – þegar ég var ungur maður að byrja í blaðamennsku var sagt að engar ríkisstjórnir væru myndaðar nema með samþykki Moggaritstjóranna. --- --- --- Augun beinast líka að lögreglunni. Hún hefur verið í stórsókn þessa vikuna og látið Ingibjörgu Sólrúnu og Össur fá það óþvegið fyrir meintar dylgjur á hendur sér. Ingibjörg sagði að gefin hefðu verið út veiðileyfi á viss fyrirtæki og einstaklinga. Ég á ekki gott með að trúa á spillingu innan íslensku lögeglunnar, enda einkennist þessi umræða af því að menn slá úr og í – vilja helst ekki standa við stóru orðin þegar á þá er gengið. Það er aumt. Hins vegar fara samsæriskenningar óhjákvæmilega aftur á flug eftir fréttir dagsins – og þá verða menn varla seinir að rifja upp góð og gömul tengsl ríkislögreglustjórans við bæði flokkinn og Morgunblaðið. --- --- --- Annars er Davíð að hætta á þriðjudaginn. Það gæti nú gerst við skemmtilegri aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun
"Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Það eru þessi orð úr tölvupósti Styrmis Gunnarssonar sem maður staldrar lengst við. Er ekki alveg öruggt að ónefndi maðurinn er Davíð? Og er þá ekki ljóst að alla tíð frá því snemmsumars 2002 upplifir Styrmir það svo að þeir sem ætla leggja fram kæru gegn Baugi séu einhvern veginn í liði með þáverandi forsætisráðherra? Eða hvers konar valdageim er þetta annars? Þarna eru að funda um væntanlega kæru gegn Baugi þrír nánustu stuðningsmenn og ráðgjafar Davíðs – menn úr innstu herbúðum. Á maður þá að trúa því að hann hafi ekki vitað af málinu? --- --- --- Í svari sínu sem birtist í Sunnudagsmogganum fer Styrmir út um víðan völl – talar ekki síst um blaðamennsku sem Mogginn vill ekki stunda. Ég vil ekki vera talsmaður sorpblaðamennsku, en sumt af því ber vott um gamalkunna skinhelgi Morgunblaðsins. Því auðvitað voru þetta fréttir – hvað annað? En Styrmir vildi semsagt ekki segja frá klögumálum Jóns Geralds í blaði sínu, heldur taldi rétt að veita honum einungis aðstoð við að finna lögfræðing – og við þýðingar! Þjónusta Styrmis er heldur ekki slæm, því hann kallar á tvo afburðamenn úr Sjálfstæðisflokknum, Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Raunar finnst ýmsum það dálítið langsótt að Styrmir hafi sérstaklega þurft að leita álits Kjartans Gunnarssonar á Jóni Steinari Gunnlaugssyni, svona í ljósi þess að Jón Steinar var lögmaður Morgunblaðsins og reglulegur skríbent í blaðið um árabil. ---- ---- ---- Í svargrein sinni nefnir Styrmir ekki ofangreinda setningu, þetta um "ónefnda manninn". Maður bíður eftir skýringu á því. Hvað kom hann málinu við? --- --- --- Maður bíður eftir framhaldinu – kannski ekki í ofvæni þó. Maður er ekki vanur að fjölmiðlar komist í einkatölvupóst milli tveggja einstaklinga. Finnst það næstum óþægilegt. Hvernig má það hafa gerst? Hver komst yfir þessi plögg – og sá sér hag í að leka þeim í óvininn? Það þarf eiginlega að upplýsa – gæti verið stór partur af fréttinni. Eftir fréttir dagsins er Baugsmálið orðið enn óskiljanlegra. Ég hef áður gagnrýnt fjölmiðlana í eigu Baugs fyrir að vera lítilþægir gagnvart eigendum sínum – ganga erinda þeirra í fremur lágkúrulegu áróðursstríði. En það eru fleiri sem hegða sér einkennilega. Aftur rifjast upp sérkennileg þörf ritstjóra Morgunblaðsins til að standa í leynimakki, líkt og þeim sem gegna þessu starfi hafi ekki bara verið falið að ritstýra miklu og virðulegu blaði heldur eigi líka að reyna að stjórna samfélaginu bak við tjöldin. Þetta er gömul hugmynd sem maður hélt eiginlega að væri dauð – þegar ég var ungur maður að byrja í blaðamennsku var sagt að engar ríkisstjórnir væru myndaðar nema með samþykki Moggaritstjóranna. --- --- --- Augun beinast líka að lögreglunni. Hún hefur verið í stórsókn þessa vikuna og látið Ingibjörgu Sólrúnu og Össur fá það óþvegið fyrir meintar dylgjur á hendur sér. Ingibjörg sagði að gefin hefðu verið út veiðileyfi á viss fyrirtæki og einstaklinga. Ég á ekki gott með að trúa á spillingu innan íslensku lögeglunnar, enda einkennist þessi umræða af því að menn slá úr og í – vilja helst ekki standa við stóru orðin þegar á þá er gengið. Það er aumt. Hins vegar fara samsæriskenningar óhjákvæmilega aftur á flug eftir fréttir dagsins – og þá verða menn varla seinir að rifja upp góð og gömul tengsl ríkislögreglustjórans við bæði flokkinn og Morgunblaðið. --- --- --- Annars er Davíð að hætta á þriðjudaginn. Það gæti nú gerst við skemmtilegri aðstæður.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun