Sport

Beckham áfram með landsliðinu

NordicPhotos/GettyImages
David Beckham gefur lítið út á þær vangaveltur sem hafa verið í gangi í breskum fjölmiðlum undanfarið, þar sem menn leiddu líkum að því að hann myndi hætta að leika með enska landsliðinu eins og kollegi hans hjá rugby landsliðinu, Jason Robinson. Beckham er þrítugur og vill meina að hann eigi nokkur góð ár eftir í boltanum. "Ég tel að ég eigi enn eftir fjögur eða fimm góð ár í boltanum og það er mikilvægt fyrir mig að klára þau," sagði Beckham og bætti við að hann myndi bráðum setjast niður með forráðamönnum Real Madrid til að ræða framlengingu á samningi sínum við félagið. "Ég er hamingjusamur á Spáni og ég vil vera hérna áfram. Það eru alltaf nokkrir ókostir við þetta, eins og til dæmis Paparazzi ljósmyndararnir tveir sem hafa verið fyrir utan húsið mitt í tvö ár, en maður venst þessu - þetta fylgir fótboltanum," sagði Beckham, sem er alltaf að læra meira í spænskunni. "Ég á langt í land enn, en þetta kemur allt hjá mér, ég vil læra spænsku því ég tel það vera mikilvægt," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×