Hver er glæpur Fréttablaðsins? 1. október 2005 00:01 Koma sýslumanns á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins í gær markar svartan dag í íslenskri fjölmiðlasögu. Eftir þessa aðgerð búa blaðamenn á Íslandi við annað og verra starfsumhverfi en áður. Nú þurfa þeir að venja sig við að fulltrúar yfirvalda geti birst fyrirvararlaust á skrifstofum fjölmiðla og krafist gagna sem geta gert trúnað þeirra við heimildarmenn sína að engu. Upp frá þessum degi þurfa íslenskir blaðamenn sem sagt að gæta sín á því að hafa ekki á vinnustöðum sínum nein þau gögn sem geta rofið þann trúnað. Það er því ekki að ástæðulausu að stjórn Blaðmannafélags Íslands tekur sterkt til orða í yfirlýsingu sinni um það sem stjórnin kallar aðför að tjáningarfrelsinu. Þar segir “Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti.” Hvað er það sem rekur sýslumann til þessara harkalegu aðgerða? Jú, Fréttablaðið sagði frá fundi eins helsta ráðgjafa formanns Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra Morgunblaðsins og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um það sem mörgum vikum síðar varð að Baugsmálinu. Fréttablaðið sagði líka frá því að fyrrnefndur ritstjóri hefði ásamt konu, sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við eigendur Baugs, lagt á ráðin um að koma gögnum um fyrirtækið til Tollstjóra með von um rannsókn. Og þá sagði Fréttablaðið frá því að sama kona hefði reynt að kúga fyrirtækið til viðskipta við sig með hótunum um rannsókn yfirvalda. Heimildin fyrir þessum fréttum voru afrit af tölvupóstum sem bárust Fréttablaðinu Og nú er spurt, hver er glæpur Fréttablaðsins? Ýmsir hafa talað um stuld á persónulegum gögnum. Þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins sem tók fram að sú hlið væri hið eina fréttnæma við málið. En er það ekki frétt, sem kemur fólkinu í landinu við, að þrír af hans nánustu ráðgjöfum sátu og réðu ráðum sínum um væntanlega málsókn gegn fyrirtæki sem alkunna er að hann hefur megna óbeit á? Er það ekki frétt í ljósi þess að forráðmenn þessa fyrirtækis hafa allt frá upphafi sagt aðgerðir yfirvalda úr öllu samhengi við sakargiftirnar og að orsökin fyrir því væri af pólitískum toga? Auðvitað er það frétt, þótt einhverjum hljóti að svíða að ekki tókst að afmá fingraför manna úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins af málinu þar sem einn þeirra skildi eftir sig slóð upplýsinga sem komið var á framfæri við Fréttablaðið. Það skal ítrekað að Fréttablaðið hefur í fréttum sínum ekki birt neitt um einkahagi fólks úr þeim gögnum sem blaðið hafði undir höndum og blaðamenn blaðsins hafa ekki gert sig seka um þjófnað. Í því samhengi er rétt að endurtaka þessi vísu orð sem voru sett fram í leiðara Morgunblaðsins fyrir áratug þegar blaðið þurfti að verja trúnaðarsamband við heimildarmann sinn frammi fyrir dómstólum: "Þeir sem starfa við fjölmiðla vita að upplýsingar berast oft til þeirra með margvíslegum hætti og ekki alltaf á þann veg, sem þeir sem utan við standa telja að liggi beinast við." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun
Koma sýslumanns á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins í gær markar svartan dag í íslenskri fjölmiðlasögu. Eftir þessa aðgerð búa blaðamenn á Íslandi við annað og verra starfsumhverfi en áður. Nú þurfa þeir að venja sig við að fulltrúar yfirvalda geti birst fyrirvararlaust á skrifstofum fjölmiðla og krafist gagna sem geta gert trúnað þeirra við heimildarmenn sína að engu. Upp frá þessum degi þurfa íslenskir blaðamenn sem sagt að gæta sín á því að hafa ekki á vinnustöðum sínum nein þau gögn sem geta rofið þann trúnað. Það er því ekki að ástæðulausu að stjórn Blaðmannafélags Íslands tekur sterkt til orða í yfirlýsingu sinni um það sem stjórnin kallar aðför að tjáningarfrelsinu. Þar segir “Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti.” Hvað er það sem rekur sýslumann til þessara harkalegu aðgerða? Jú, Fréttablaðið sagði frá fundi eins helsta ráðgjafa formanns Sjálfstæðisflokksins, ritstjóra Morgunblaðsins og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins um það sem mörgum vikum síðar varð að Baugsmálinu. Fréttablaðið sagði líka frá því að fyrrnefndur ritstjóri hefði ásamt konu, sem taldi sig eiga eitthvað sökótt við eigendur Baugs, lagt á ráðin um að koma gögnum um fyrirtækið til Tollstjóra með von um rannsókn. Og þá sagði Fréttablaðið frá því að sama kona hefði reynt að kúga fyrirtækið til viðskipta við sig með hótunum um rannsókn yfirvalda. Heimildin fyrir þessum fréttum voru afrit af tölvupóstum sem bárust Fréttablaðinu Og nú er spurt, hver er glæpur Fréttablaðsins? Ýmsir hafa talað um stuld á persónulegum gögnum. Þar á meðal formaður Sjálfstæðisflokksins sem tók fram að sú hlið væri hið eina fréttnæma við málið. En er það ekki frétt, sem kemur fólkinu í landinu við, að þrír af hans nánustu ráðgjöfum sátu og réðu ráðum sínum um væntanlega málsókn gegn fyrirtæki sem alkunna er að hann hefur megna óbeit á? Er það ekki frétt í ljósi þess að forráðmenn þessa fyrirtækis hafa allt frá upphafi sagt aðgerðir yfirvalda úr öllu samhengi við sakargiftirnar og að orsökin fyrir því væri af pólitískum toga? Auðvitað er það frétt, þótt einhverjum hljóti að svíða að ekki tókst að afmá fingraför manna úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins af málinu þar sem einn þeirra skildi eftir sig slóð upplýsinga sem komið var á framfæri við Fréttablaðið. Það skal ítrekað að Fréttablaðið hefur í fréttum sínum ekki birt neitt um einkahagi fólks úr þeim gögnum sem blaðið hafði undir höndum og blaðamenn blaðsins hafa ekki gert sig seka um þjófnað. Í því samhengi er rétt að endurtaka þessi vísu orð sem voru sett fram í leiðara Morgunblaðsins fyrir áratug þegar blaðið þurfti að verja trúnaðarsamband við heimildarmann sinn frammi fyrir dómstólum: "Þeir sem starfa við fjölmiðla vita að upplýsingar berast oft til þeirra með margvíslegum hætti og ekki alltaf á þann veg, sem þeir sem utan við standa telja að liggi beinast við."
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun