Fjölbreyttir fjölmiðlar 7. október 2005 00:01 Eftir allan þann atgang sem staðið hefur um fjölmiðla landsins undanfarnar vikur er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir íslenskt fjölmiðlalandslag. Stór orð hafa verið höfð um okkur blaðamenn, við sagðir misnotaðir og ganga erinda eigenda fjölmiðlafyrirtækja okkar. Þeir sem hafa haft þessi orð uppi eru með örfáum undantekningum ekki sjálfir fjölmiðlamenn, heldur fólk sem tengist stjórnmálaflokkum. Undantekningarnar eru fjölmiðlamenn með flokkspólitískan bakgrunn með einum eða öðrum hætti. Venjulegir blaðamenn ætla ekki kollegum sínum annað en að sinna starfinu af bestu samvisku, eins og þeir gera sjálfir. Þegar eitthvað er endurtekið nógu oft fer það að hljóma trúanlega, hvort sem það er satt eða ekki. Þessi aðferð við skoðanamyndun kallast áróður og fáir þekkja áhrifamátt hans betur en stjórnmálamenn. Hluti af áróðri er að búa til kröftug og gildishlaðin slagorð en einu slíku hefur einmitt verið beitt markvisst í langan tíma gegn þeim fjölmiðlum sem starfa undir merkjum 365 samsteypunnar. Ákveðnir ráðherrar og stjórnmálamenn tala varla um þessa fjölbreyttu fjölmiðla öðruvísi en að uppnefna þá Baugsmiðla og hafa þar með skilið eftir sig þá mynd í hugum fólks að fjölmiðlar 365 séu nánast alfarið í eigu Baugs. Þótt nákvæmlega ekkert sé að því að tengjast því ágæta fyrirtæki vill nú svo til að eignarhlutur þess í 365 samsteypunni er aðeins ríflega þrjátíu prósent og ekkert íslenskt fjölmiðlafyrirtæki er í dreifðari eignaraðild en 365. Móðurfélag fyrirtækisins er skráð í Kauphöll Íslands og eru eigendurnir um tvö þúsund talsins. Til samanburðar má benda á að í úttekt Fréttablaðsins í dag kemur fram að hlutur fjölskyldu Kristins Björnssonar, sem lengi var kenndur við Skeljung, í útgáfufélagi Morgunblaðsins er meira en 35 prósent, eða nokkru stærri en hlutur Baugs í 365. Á nýhöfnu haustþingi verður væntanlega lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp í stað þess sem menntamálaráðherra lagði fram síðasta vetur og menntamálanefnd góðu heilli afgreiddi ekki, svo meingallað var það. Nýja frumvarpið mun væntanlega verða byggt á fjölmiðlaskýrslu sem fulltrúar allra flokka skrifuðu upp fyrr á árinu. Leiðarminni þeirrar skýrslu og eitt mikilvægasta atriði hennar er krafan um fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þegar litið er yfir sviðið nú er ekki hægt að segja annað en að ástandið sé aldeilis stórgott. Margir sterkir miðlar eru starfandi og framboð af fréttum, umræðu, fróðleik og afþreyingu hefur aldrei verið meira. Blaðamannafélag Íslands þenst út og hefur ekki í sögunni haft jafnmarga félaga innan sinna vébanda. Ekki er síður mikilvæg sú breyting að öflugir athafnamenn hafa séð viðskiptatækifæri og hagnaðarvon í rekstri fjölmiðla sem hingað til hafa flestir þurft að búa við vægast sagt óstöðugt rekstrarumhverfi. Það er sem sagt uppgangur í íslenskri fjölmiðlun, sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn öflug, lifandi og fjölbreytt. Nú er bara að vona að hið boðaða fjölmiðlafrumvarp taki þá staðreynd með í reikninginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun
Eftir allan þann atgang sem staðið hefur um fjölmiðla landsins undanfarnar vikur er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir íslenskt fjölmiðlalandslag. Stór orð hafa verið höfð um okkur blaðamenn, við sagðir misnotaðir og ganga erinda eigenda fjölmiðlafyrirtækja okkar. Þeir sem hafa haft þessi orð uppi eru með örfáum undantekningum ekki sjálfir fjölmiðlamenn, heldur fólk sem tengist stjórnmálaflokkum. Undantekningarnar eru fjölmiðlamenn með flokkspólitískan bakgrunn með einum eða öðrum hætti. Venjulegir blaðamenn ætla ekki kollegum sínum annað en að sinna starfinu af bestu samvisku, eins og þeir gera sjálfir. Þegar eitthvað er endurtekið nógu oft fer það að hljóma trúanlega, hvort sem það er satt eða ekki. Þessi aðferð við skoðanamyndun kallast áróður og fáir þekkja áhrifamátt hans betur en stjórnmálamenn. Hluti af áróðri er að búa til kröftug og gildishlaðin slagorð en einu slíku hefur einmitt verið beitt markvisst í langan tíma gegn þeim fjölmiðlum sem starfa undir merkjum 365 samsteypunnar. Ákveðnir ráðherrar og stjórnmálamenn tala varla um þessa fjölbreyttu fjölmiðla öðruvísi en að uppnefna þá Baugsmiðla og hafa þar með skilið eftir sig þá mynd í hugum fólks að fjölmiðlar 365 séu nánast alfarið í eigu Baugs. Þótt nákvæmlega ekkert sé að því að tengjast því ágæta fyrirtæki vill nú svo til að eignarhlutur þess í 365 samsteypunni er aðeins ríflega þrjátíu prósent og ekkert íslenskt fjölmiðlafyrirtæki er í dreifðari eignaraðild en 365. Móðurfélag fyrirtækisins er skráð í Kauphöll Íslands og eru eigendurnir um tvö þúsund talsins. Til samanburðar má benda á að í úttekt Fréttablaðsins í dag kemur fram að hlutur fjölskyldu Kristins Björnssonar, sem lengi var kenndur við Skeljung, í útgáfufélagi Morgunblaðsins er meira en 35 prósent, eða nokkru stærri en hlutur Baugs í 365. Á nýhöfnu haustþingi verður væntanlega lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp í stað þess sem menntamálaráðherra lagði fram síðasta vetur og menntamálanefnd góðu heilli afgreiddi ekki, svo meingallað var það. Nýja frumvarpið mun væntanlega verða byggt á fjölmiðlaskýrslu sem fulltrúar allra flokka skrifuðu upp fyrr á árinu. Leiðarminni þeirrar skýrslu og eitt mikilvægasta atriði hennar er krafan um fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Þegar litið er yfir sviðið nú er ekki hægt að segja annað en að ástandið sé aldeilis stórgott. Margir sterkir miðlar eru starfandi og framboð af fréttum, umræðu, fróðleik og afþreyingu hefur aldrei verið meira. Blaðamannafélag Íslands þenst út og hefur ekki í sögunni haft jafnmarga félaga innan sinna vébanda. Ekki er síður mikilvæg sú breyting að öflugir athafnamenn hafa séð viðskiptatækifæri og hagnaðarvon í rekstri fjölmiðla sem hingað til hafa flestir þurft að búa við vægast sagt óstöðugt rekstrarumhverfi. Það er sem sagt uppgangur í íslenskri fjölmiðlun, sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn öflug, lifandi og fjölbreytt. Nú er bara að vona að hið boðaða fjölmiðlafrumvarp taki þá staðreynd með í reikninginn.
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson Skoðun