Hannes verður forstjóri FL Group 23. október 2005 17:57 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar. Í tilkynningu stjórnar FL Group segir orðrétt: Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease.Samhliða framangreindum breytingum hefur verið ákveðið að skipta flug- og ferðatengdum rekstri FL Group í tvö aðskilin dótturfélög. Undir annað þeirra, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Velta þessara félaga er samtals um 35 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2.000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. "Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það ásamt frábæru starfsfólki fyrirtækisins. Þetta eru sterk og vaxandi fyrirtæki", segir Jón Karl Ólafsson.Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu hér á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. "Hér er verið að steypa saman í eitt félag sterkum og sjálfstæðum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að annast ferðaþjónustu á Íslandi. Hugmyndin er ekki að sameina þau rekstrarlega, heldur að styrkja þau og efla hvert í sínu lagi og ég hlakka til þess að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því verkefni", segir Þorsteinn Örn Guðmundsson."Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrarfélaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur", segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.Í kjölfar ofangreindra breytinga á skipulagi FL Group hefur orðið að samkomulagi að Ragnhildur Geirsdóttir láti af störfum sem forstjóri félagsins. "Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það samkomulag á milli mín og stjórnar félagsins að leiðir skilja á þessum tímapunkti. Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrotatími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti. Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu fyrir ánægjulegt samstarf og óska því og félaginu alls hins besta," segir Ragnhildur Geirsdóttir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group vegna „áherslubreytinga hjá félaginu" eins og það er orðað í tilkynningu frá stjórn félagsins. Hannes Smárason stjórnarformaður hefur verið ráðinn forstjóri í stað Ragnhildar. Í tilkynningu stjórnar FL Group segir orðrétt: Á fundi stjórnar í morgun var ákveðið að gera grundvallarbreytingar á skipulagi FL Group, þannig að fjárfestingarstarfsemi mun verða aðalverkefni þess. Hannes Smárason hefur verið ráðinn forstjóri félagsins. Fjárfestingar félagsins munu falla undir þrjú svið, eitt svið, sem sérhæfir sig í rekstrar-, yfirtöku-, og umbreytingarverkefnum (Private Equity) sem Jón Sigurðsson stýrir, annað sem mun annast eignastýringu og fjárfestingar (Asset Management and Portfolio Investments) sem Albert Jónsson stýrir og hið þriðja sem annast kaup, sölu og leigu á alþjóðlegum flugvélamarkaði undir stjórn Halldórs Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra Icelease.Samhliða framangreindum breytingum hefur verið ákveðið að skipta flug- og ferðatengdum rekstri FL Group í tvö aðskilin dótturfélög. Undir annað þeirra, Icelandair Group, heyrir alþjóðlegur flugrekstur, þ.e. Icelandair, Icelandair Cargo, Loftleiðir-Icelandic, Bláfugl, Flugflutningar, Icelandair Technical Services og Icelandair Ground Services. Velta þessara félaga er samtals um 35 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 2.000. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. "Þetta verður gríðarlega skemmtilegt og spennandi verkefni og ég hlakka til að takast á við það ásamt frábæru starfsfólki fyrirtækisins. Þetta eru sterk og vaxandi fyrirtæki", segir Jón Karl Ólafsson.Þau fyrirtæki sem annast ferðaþjónustu hér á Íslandi, þ.e. Flugfélag Íslands, Ferðaskrifstofa Íslands, Flugleiðahótel, Íslandsferðir, Kynnisferðir og Bílaleiga Flugleiða, munu heyra undir FL Travel Group og hefur Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá FL Group verið ráðinn forstjóri þess. Velta þessara félaga er samtals um 11 milljarðar króna og starfsmannafjöldi um 500. "Hér er verið að steypa saman í eitt félag sterkum og sjálfstæðum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að annast ferðaþjónustu á Íslandi. Hugmyndin er ekki að sameina þau rekstrarlega, heldur að styrkja þau og efla hvert í sínu lagi og ég hlakka til þess að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því verkefni", segir Þorsteinn Örn Guðmundsson."Þessar breytingar eru gerðar til að framkalla skarpari áherslu á reksturinn í þessum félögum. Til verða öflug félög hvort á sínu sviði með skýr markmið um vöxt og arðsemi undir stjórn frábærra stjórnenda. Enn frekar er skilið á milli rekstrarfélaga og fjárfestingarstarfseminnar en verið hefur", segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group.Í kjölfar ofangreindra breytinga á skipulagi FL Group hefur orðið að samkomulagi að Ragnhildur Geirsdóttir láti af störfum sem forstjóri félagsins. "Í ljósi áherslubreytinga hjá félaginu er það samkomulag á milli mín og stjórnar félagsins að leiðir skilja á þessum tímapunkti. Undanfarin ár hafa verið mjög áhugaverður umbrotatími hjá félaginu og reksturinn og afkoman með allra besta móti. Ég þakka öllu því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu fyrir ánægjulegt samstarf og óska því og félaginu alls hins besta," segir Ragnhildur Geirsdóttir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Sjá meira