Háfleygi Íslendingurinn 26. október 2005 05:00 Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur. Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Danska dagblaðið Berlingske Tidende birti í gær heilsíðuumfjöllun um feril Hannesar Smárasonar í kjölfar kaupa FL Group á flugfélaginu Sterling. Töluverða efasemda gætir í greininni í garð Hannesar og íslensks viðskiptalífs. Í greininni kemur fram að flestir stjórnarformenn yrðu taugaóstyrkir ef stjórnin og forstjóri fyrirtækis þeirra myndu segja af sér. Þessu sé þó öfugt farið hjá Hannesi. Hann hafi nú um helgina fjárfest fyrir fimmtán milljarða í Sterling, sem rekið er með tapi. Fullyrt er að fyrrum eigendur Sterling hafi í haust fengið þrjá milljarða fyrir að yfirtaka hið skulduga Maersk Air. Innkoma Baugs í FL Group í sumar er rakin og fullyrt að náin samvinna fyrrum keppinautanna Hannesar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sé nýjung í íslensku viðskiptalífi. Enda hafi Hannes verið stjórnarformaður Norvikur, helsta samkeppnisaðila Baugs á Íslandi um árabil. Einnig er fjallað um störf Hannesar hjá deCode og gengi þess fyrirtækis á bandaríska hlutbréfamarkaðnum, Nasdaq, er líkt við stórslys. Hannes hafi svo fyrir ári síðan keypt hlut í Icelandair, nú FL Group. Einnig eru rakin átökin um Íslandsbanka í vor sem Hannes og Jón Ásgeir hafi tekið þátt í saman. Áætlanir þeirra hafi ekki gengið upp heldur hafi Björgólfur Thor Björgólfsson náð að tryggja sér stóran hlut. Í greininni er Björgólfur sagður ríkastur Íslendinga og hafi hann auðgast á sölu bjórverksmiðju í Rússlandi. Í lok greinarinnar er sagt frá því að Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, hafi neyðst til að draga ummæli sín um að ekkert yrði af samstarfi við Easyjet til baka. Hannes hafi í kjölfarið gefið til kynna að hann hefði áhuga á að kaupa stærri hlut í breska flugfélaginu. Það kunni samt að verða erfitt enda hafi stofnandi easyJet, Stelios Haji-Ioannous, lýst því yfir að hann muni ekki selja hverjum sem er og hann skilji ekki alveg hvaðan Hannes fái peningana. Það sé spurning sem Hannes hafi áður svarað með því að segja að á Íslandi séu mörg tækifæri. Danir muni án efa spyrja Hannes sömu spurningar aftur.
Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira