Ari Edwald verður forstjóri 365 30. desember 2005 10:47 Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu. Þessar mannabreytingar endurspegla viss þáttaskil hjá Dagsbrún. Verki Eiríks við formbreytingu félagsins er lokið en Gunnar Smári mun leiða sókn þess á erlenda markaði.Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, verður forstjóri Dagsbrúnar. Gunnar Smári er einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla félagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. Verkefni Gunnars Smára verður að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði. "Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði," segir Gunnar Smári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Ari hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999. Áður starfaði Ari sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Ari var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1998. Ari hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund frá 1983, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1988 og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business 1991. "Mér finnst 365 gríðarlega spennandi fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af myndarskap af kraftmiklu fólki og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ari. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og fer nú til starfa hjá Baugi Group. "Ég tók að mér að leiða það verkefni að setja saman undir eitt móðurfélag rekstur 365 miðla og OgVodafone. Því verkefni er að mestu lokið og þar sem mér hafa boðist önnur spennandi verkefni tel ég rétt að aðrir leiði sókn Dagsbrúnar," segir Eiríkur. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um útrás á sviði fjölmiðlunar og að Gunnar Smári Egilsson muni leiða hana. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála Dagsbrúnar, mun sjá um fjármálastjórn samstæðunnar allrar. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Ogvodafone, mun stýra uppbyggingu fjarskiptahluta Dagsbrúnar en Ari Edwald fjölmiðlahlutanum innanlands. "Við þökkum Eiríki gott starf við samruna og samhæfingu fyrirtækja innan Dagsbrúnar. Þar hefur sérkunnátta hans nýst félaginu vel. Næstu verkefni félagsins verða uppbygging félagsins á erlendum mörkuðum, einkum á sviði fjölmiðlunar. Gunnar Smári Egilsson mun leiða þá sókn auk þess að gegna forstjórastarfi í Dagsbrún," segir Þórdís. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson hefur verið ráðinn forstjóri Dagsbrúnar en Eiríkur S. Jóhannsson fer til starfa hjá Baugi Group. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi fyrir stundu. Þessar mannabreytingar endurspegla viss þáttaskil hjá Dagsbrún. Verki Eiríks við formbreytingu félagsins er lokið en Gunnar Smári mun leiða sókn þess á erlenda markaði.Gunnar Smári Egilsson, sem verið hefur forstjóri 365, verður forstjóri Dagsbrúnar. Gunnar Smári er einn af stofnendum Fréttablaðsins og stýrði skjótum vexti þess. Hann hefur leitt samruna ljósvaka- og prentmiðla félagsins sem einnig hefur getið af sér mikinn vöxt. Verkefni Gunnars Smára verður að stýra sókn Dagsbrúnar á erlenda markaði. "Það hefur alltaf verið sannfæring okkar að ef okkur tækist að byggja upp öflugt fjölmiðlafyrirtæki á 300 þúsund manna markaði ætti sýn okkar og stefna fullt erindi á stærri markaði," segir Gunnar Smári. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn forstjóri 365. Ari hefur starfað fyrir Samtök atvinnulífsins frá árinu 1999. Áður starfaði Ari sem aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra og aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra. Ari var ritstjóri Viðskiptablaðsins 1998. Ari hefur stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund frá 1983, lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1988 og MBA í rekstrarhagfræði frá University of San Francisco, McLaren School of Business 1991. "Mér finnst 365 gríðarlega spennandi fyrirtæki sem hefur verið byggt upp af myndarskap af kraftmiklu fólki og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," segir Ari. Eiríkur S. Jóhannsson lætur af störfum sem forstjóri Dagsbrúnar og fer nú til starfa hjá Baugi Group. "Ég tók að mér að leiða það verkefni að setja saman undir eitt móðurfélag rekstur 365 miðla og OgVodafone. Því verkefni er að mestu lokið og þar sem mér hafa boðist önnur spennandi verkefni tel ég rétt að aðrir leiði sókn Dagsbrúnar," segir Eiríkur. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir að stjórnin hafi tekið ákvörðun um útrás á sviði fjölmiðlunar og að Gunnar Smári Egilsson muni leiða hana. Viðar Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála Dagsbrúnar, mun sjá um fjármálastjórn samstæðunnar allrar. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Ogvodafone, mun stýra uppbyggingu fjarskiptahluta Dagsbrúnar en Ari Edwald fjölmiðlahlutanum innanlands. "Við þökkum Eiríki gott starf við samruna og samhæfingu fyrirtækja innan Dagsbrúnar. Þar hefur sérkunnátta hans nýst félaginu vel. Næstu verkefni félagsins verða uppbygging félagsins á erlendum mörkuðum, einkum á sviði fjölmiðlunar. Gunnar Smári Egilsson mun leiða þá sókn auk þess að gegna forstjórastarfi í Dagsbrún," segir Þórdís.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira