Hin gömlu kynni 5. janúar 2006 00:01 Ef heimurinn allur á sér einn þjóðsöng, einn heimssöng, eitt lag, sem allir kunna, þá er það líklega lagið góða Auld Lang Syne - lagið, sem Íslendingar þreytast aldrei á að syngja við texta Árna Pálssonar prófessors, Hin gömlu kynni gleymast ei. Frumtextinn er kominn frá skozka þjóðskáldinu Robert Burns (1759-1796), en textinn er þó mun eldri eins og lagið, sem Skotar höfðu sungið mann fram af manni. Auld Lang Syne var sungið eina ferðina enn um allan heim nú um áramótin, fyrst á Nýja-Sjálandi, þar sem nýja árið hélt innreið sína, og síðast í Alaska sólarhring síðar, þegar árið 2005 lokaði á eftir sér. Enskumælandi þjóðir halda áfram að syngja Auld Lang Syne, þótt þær muni ekki lengur, hvað orðin þýða, ekki frekar en íslenzk börn að syngja "Signuð mær son Guðs ól" og "meinvill í myrkrunum lá". Auld Lang Syne er gömul skozka og þýðir Old Long Since, fyrir langa löngu; þýðing Árna Pálssonar er auðskiljanlegri en enski textinn. Íslendingar syngja þetta lag allt árið og ekki bara við áramót. Það er að sönnu ekki ónýtt að hafa skaffað heiminum sameiginlegan þjóðsöng. Skotar geta státað af ýmsu öðru: þeir hafa einnig skaffað heiminum viskí, golf, markaðsbúskap, sýklalyf, sjónvarp - og viskí, og þeim er sumum tamt að telja þetta upp við ýmis tækifæri, ekki sízt þegar þeir tala við Englendinga. Upptalningin er rétt að öðru leyti en því, að sjónvarpinu er ofaukið. Skotum er einnig tamt að hreykja sér af hálöndunum (fallegasta landslag í heimi), vatninu (bezta vatn í heimi; kannast nokkur við það?), veðrinu (uppstyttingur oft á dag) og mörgu öðru. Skozki sagnfræðiprófessorinn Niall Ferguson lýsti þessu vel í vikulegum dálki sínum í Los Angeles Times fyrir skömmu: hann segist hafa talað svona sjálfur fram á miðjan aldur. Þetta er ekki minnimáttarkennd, segir hann, það væri sök sér, nei, þetta er meirimáttarkennd. Hann ákvað fyrir nokkru að flytja búferlum vestur um haf eins og margir aðrir landar hans hafa gert. Um sjötíu þúsund Skotar flytjast burt á hverju ári, og svipaður fjöldi flyzt til Skotlands annars staðar að. En þótt fjöldi aðfluttra og brottfluttra standist jafnan nokkurn veginn á, standa Skotar frammi fyrir þrálátri fólksfækkun, því að færri Skotar fæðast en deyja, og fólkinu fækkar af þeim sökum ár frá ári. Kannski finnast þeim börn of dýr. Mannfjöldi Skotlands verður kominn niður fyrir fimm milljónir innan ellefu ára, segja mannfjöldafræðingar, og niður fyrir fjóra og hálfa milljón fyrir 2050. Svo fáir hafa Skotar ekki verið síðan um aldamótin 1900. Íbúum Glasgow hefur fækkað úr einni milljón í 600 þúsund síðustu 40 ár. Við þetta bætist það, að meðalaldur Skota hækkar ár frá ári. Eftir 35 ár mun hver vinnandi Skoti hafa helmingi fleira fólk á framfæri sínu en nú, einkum gamalt fólk. Það er að sönnu ekki einsdæmi í Evrópu, að meðalaldur mannfjöldans hækki hratt, en ör fólksfækkun ofan á öra öldrun mannfjöldans: það er frekar sjaldgæft. Skotar hafa sumir þungar áhyggjur af þessari þróun, því að hún vinnur gegn eftirsókn þeirra eftir endurheimt sjálfstæðisins, sem þeir glötuðu fyrir 300 árum og hafa þráð æ síðan. Rekstur sjálfstæðs ríkis kostar sitt, og sífellt þyngri framfærslubyrði vinnandi fólks vegna mannfækkunar og öldrunar truflar og tefur sjálfstæðisbaráttuna. Niall Ferguson skefur ekki utan af því: hann segir fullum fetum, að Skotland sé á sömu leið og Prússland og General Motors: í gröfina. En Skotum kemur það varla á óvart, að Ferguson, sem er prófessor í Harvardháskóla í Bandaríkjunum, skuli senda þeim svo kaldar áramótakveðjur austur um haf. Bók hans um brezka heimsveldið (Empire, 2003) og samnefndir sjónvarpsþættir hans í BBC drógu enga dul á velþóknun hans á heimsveldinu, þótt hann drægi ekki heldur fjöður yfir ýmis illvirki og önnur spjöll, sem framin voru í nafni þess. Hvað eiga Skotar þá að gera til að halda sjálfstæðisdraumi sínum á lífi? Svarið blasir við: Fjölga sér hraðar og flytja inn fólk. Hvernig miðar mannfjölgun hér heima til samanburðar? Mannfjöldinn er í þann veginn að komast upp fyrir 300 þúsund. Íslendingum fjölgaði um rösk sex þúsund 2005, sumpart vegna þess að fleiri fæddust en dóu, eða 4.200 á móti 1.800. Hitt vó þó mun þyngra, að aðfluttum fjölgaði örar en brottfluttum. Sjöttungur allra íbúa Austurlands er nú með erlent ríkisfang borið saman við tæp fimm prósent fyrir landið allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Ef heimurinn allur á sér einn þjóðsöng, einn heimssöng, eitt lag, sem allir kunna, þá er það líklega lagið góða Auld Lang Syne - lagið, sem Íslendingar þreytast aldrei á að syngja við texta Árna Pálssonar prófessors, Hin gömlu kynni gleymast ei. Frumtextinn er kominn frá skozka þjóðskáldinu Robert Burns (1759-1796), en textinn er þó mun eldri eins og lagið, sem Skotar höfðu sungið mann fram af manni. Auld Lang Syne var sungið eina ferðina enn um allan heim nú um áramótin, fyrst á Nýja-Sjálandi, þar sem nýja árið hélt innreið sína, og síðast í Alaska sólarhring síðar, þegar árið 2005 lokaði á eftir sér. Enskumælandi þjóðir halda áfram að syngja Auld Lang Syne, þótt þær muni ekki lengur, hvað orðin þýða, ekki frekar en íslenzk börn að syngja "Signuð mær son Guðs ól" og "meinvill í myrkrunum lá". Auld Lang Syne er gömul skozka og þýðir Old Long Since, fyrir langa löngu; þýðing Árna Pálssonar er auðskiljanlegri en enski textinn. Íslendingar syngja þetta lag allt árið og ekki bara við áramót. Það er að sönnu ekki ónýtt að hafa skaffað heiminum sameiginlegan þjóðsöng. Skotar geta státað af ýmsu öðru: þeir hafa einnig skaffað heiminum viskí, golf, markaðsbúskap, sýklalyf, sjónvarp - og viskí, og þeim er sumum tamt að telja þetta upp við ýmis tækifæri, ekki sízt þegar þeir tala við Englendinga. Upptalningin er rétt að öðru leyti en því, að sjónvarpinu er ofaukið. Skotum er einnig tamt að hreykja sér af hálöndunum (fallegasta landslag í heimi), vatninu (bezta vatn í heimi; kannast nokkur við það?), veðrinu (uppstyttingur oft á dag) og mörgu öðru. Skozki sagnfræðiprófessorinn Niall Ferguson lýsti þessu vel í vikulegum dálki sínum í Los Angeles Times fyrir skömmu: hann segist hafa talað svona sjálfur fram á miðjan aldur. Þetta er ekki minnimáttarkennd, segir hann, það væri sök sér, nei, þetta er meirimáttarkennd. Hann ákvað fyrir nokkru að flytja búferlum vestur um haf eins og margir aðrir landar hans hafa gert. Um sjötíu þúsund Skotar flytjast burt á hverju ári, og svipaður fjöldi flyzt til Skotlands annars staðar að. En þótt fjöldi aðfluttra og brottfluttra standist jafnan nokkurn veginn á, standa Skotar frammi fyrir þrálátri fólksfækkun, því að færri Skotar fæðast en deyja, og fólkinu fækkar af þeim sökum ár frá ári. Kannski finnast þeim börn of dýr. Mannfjöldi Skotlands verður kominn niður fyrir fimm milljónir innan ellefu ára, segja mannfjöldafræðingar, og niður fyrir fjóra og hálfa milljón fyrir 2050. Svo fáir hafa Skotar ekki verið síðan um aldamótin 1900. Íbúum Glasgow hefur fækkað úr einni milljón í 600 þúsund síðustu 40 ár. Við þetta bætist það, að meðalaldur Skota hækkar ár frá ári. Eftir 35 ár mun hver vinnandi Skoti hafa helmingi fleira fólk á framfæri sínu en nú, einkum gamalt fólk. Það er að sönnu ekki einsdæmi í Evrópu, að meðalaldur mannfjöldans hækki hratt, en ör fólksfækkun ofan á öra öldrun mannfjöldans: það er frekar sjaldgæft. Skotar hafa sumir þungar áhyggjur af þessari þróun, því að hún vinnur gegn eftirsókn þeirra eftir endurheimt sjálfstæðisins, sem þeir glötuðu fyrir 300 árum og hafa þráð æ síðan. Rekstur sjálfstæðs ríkis kostar sitt, og sífellt þyngri framfærslubyrði vinnandi fólks vegna mannfækkunar og öldrunar truflar og tefur sjálfstæðisbaráttuna. Niall Ferguson skefur ekki utan af því: hann segir fullum fetum, að Skotland sé á sömu leið og Prússland og General Motors: í gröfina. En Skotum kemur það varla á óvart, að Ferguson, sem er prófessor í Harvardháskóla í Bandaríkjunum, skuli senda þeim svo kaldar áramótakveðjur austur um haf. Bók hans um brezka heimsveldið (Empire, 2003) og samnefndir sjónvarpsþættir hans í BBC drógu enga dul á velþóknun hans á heimsveldinu, þótt hann drægi ekki heldur fjöður yfir ýmis illvirki og önnur spjöll, sem framin voru í nafni þess. Hvað eiga Skotar þá að gera til að halda sjálfstæðisdraumi sínum á lífi? Svarið blasir við: Fjölga sér hraðar og flytja inn fólk. Hvernig miðar mannfjölgun hér heima til samanburðar? Mannfjöldinn er í þann veginn að komast upp fyrir 300 þúsund. Íslendingum fjölgaði um rösk sex þúsund 2005, sumpart vegna þess að fleiri fæddust en dóu, eða 4.200 á móti 1.800. Hitt vó þó mun þyngra, að aðfluttum fjölgaði örar en brottfluttum. Sjöttungur allra íbúa Austurlands er nú með erlent ríkisfang borið saman við tæp fimm prósent fyrir landið allt.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun