Líf á útfjólublárri öld 14. janúar 2006 00:01 Nú eru liðin rétt tuttugu ár frá fyrstu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um þann umhverfisvanda sem stafar af losun klórflúorkolefna (CFC) sem eyða ósonlaginu. Sem betur fer náðist víðtæk samstaða um að taka á vandanum og á einum áratug tókst að minnka losun þeirra um 80%. Þetta dæmi sýnir glöggt hvílíku grettistaki hægt er að lyfta í umhverfismálum þegar samstaða næst og almennur skilningur ríkir á umfangi vandans. En þrátt fyrir einstæðan árangur á stuttum tíma var heilmikill skaði skeður. Talið er að ósonlagið muni ekki ná jafnvægi aftur fyrr en um 2070. Við sem nú erum á besta aldri og börnin okkar munum því lifa á útfjólubláu öldinni. Af þessu dæmi má draga ýmis konar lærdóm, góðan sem slæman. Það sýnir í fyrsta lagi hversu miklu er hægt að áorka í umhverfisvernd á skömmum tíma ef pólitískur vilji er fyrir hendi. En það sýnir líka að sinnuleysi um lengri eða skemmri tíma getur dregið langan dilk á eftir sér. Ýmis önnur efni eiga það sameiginlegt með CFC-efnum að þegar umfang þeirra eykst í andrúmsloftinu er ekki auðvelt að snúa þeirri þróun við. Ef koltvísýringsútblástur heldur áfram að aukast mun það t.d. taka margar aldir að snúa þeirri þróun við. Afleiðingarnar fyrir vistkerfi jarðar eru ófyrirsjáanlegar, en eitt er ljóst: Þær verða bæði miklar og afdrifaríkar. Aðeins ein raunhæf leið til þess er fær að svo komnu: Að draga úr orkunotkun. Og þar má gera ýmislegt betur en nú er gert. Langsamlega stærsti þátturinn í útblæstri koltvísýrings á heimsvísu er bílaumferð. Alls mun um fimmtungur hans stafa af notkun fólksbíla. Þetta bætist ofan á alla þá mengun aðra sem stafar af bílaumferð, hið gríðarlega landflæmi sem fer í umferðarmannvirki og öll þau mannslíf sem farast í umferðinni á ári hverju. Hingað til hafa stjórnmálamenn hunsað allar neikvæðar afleiðingar sem stafa af noktun fólksbíla, en þeir geta ekki komist upp með það öllu lengur. Ábyrgir stjórnmálamenn um allan heim eiga þann kost einan að beita öllum mögulegum ráðum til þess að ýta undir samneyslu á þessu sviði. Þetta skilja borgaryfirvöld víða, t.d. í London og París. Í maí verður kosið í sveitastjórnir á Íslandi. Á verksviði sveitastjórna er að skipuleggja þéttbýli, m.a. með tilliti til umferðarmannvirkja. Á sveitastjórnarmönnum um allt land, en þó allra helst á höfuðborgarsvæðinu, hvílir nú sú ábyrgð að skipuleggja umferð með nýjum hætti, með það að markmið að draga sem mest úr henni. Það væri beinlínis glæpsamlegt við núverandi aðstæður að velja til forystu fólk sem ekki vill horfast í augu við þann vanda sem hvílir á allri heimsbyggðinni vegna óhóflegs koltvísýringsútblásturs. Stjórnmálamenn sem leggja stein í götu almenningssamgangna og kalla sig vini einkabílsins eru ekki vænlegur kostur fyrir fólk sem vill horfa til framtíðar. Það blasir við að 21. öldin verður ekki öld einkabílsins og því fyrr sem gerum okkur grein fyrir því, þeim mun betri framtíð sköpum við okkur sjálfum. Enda þótt okkur tækist að gera róttækar breytingar á umferðarmenningu Íslendinga standa eftir sem áður eftir mengunarvandamál sem fyrirhyggjulitliir stjórnmálamenn hafa skapað. Höfum í huga að fyrirhugað álver á Reyðarfirði kemur til að með að losa sama magn koltvísýrings út í andrúmsloftið og allir fólksbílar á Íslandi. Samt sem áður var bygging Kárahnjúkavirkjunar samþykkt með 44 atkvæðum gegn 9 á alþingi, en tveir þingmenn sátu hjá. Aðeins einn stjórnmálaflokkur, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, stóð einarður á móti og lét framtíðarsjónarmið ráða. Þessi niðurstaða olli vonbrigðum og enn er fólk að láta heyra í sér til að mótmæla þessu. Það er ekki ábyrg afstaða fyrir Íslendinga að skerast úr leik þegar tekist skal á við alheimsvalda sem varðar okkar litla eyjarsamfélag afar miklu. Enn sem komið er hefur losun koltvísýrings ekki breytt lífi okkar jarðarbúa að verulegu leyti. Hugsanlega er það ein ástæða fyrir sinnuleysinu. Það breytir hins vegar ekki því að ef sama þróun heldur áfram verða afleiðingarnar miklar og langvarandi. Ef einhver kynslóð ætti að skilja það þá erum það við sem lifum á útfjólubláu öldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Nú eru liðin rétt tuttugu ár frá fyrstu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um þann umhverfisvanda sem stafar af losun klórflúorkolefna (CFC) sem eyða ósonlaginu. Sem betur fer náðist víðtæk samstaða um að taka á vandanum og á einum áratug tókst að minnka losun þeirra um 80%. Þetta dæmi sýnir glöggt hvílíku grettistaki hægt er að lyfta í umhverfismálum þegar samstaða næst og almennur skilningur ríkir á umfangi vandans. En þrátt fyrir einstæðan árangur á stuttum tíma var heilmikill skaði skeður. Talið er að ósonlagið muni ekki ná jafnvægi aftur fyrr en um 2070. Við sem nú erum á besta aldri og börnin okkar munum því lifa á útfjólubláu öldinni. Af þessu dæmi má draga ýmis konar lærdóm, góðan sem slæman. Það sýnir í fyrsta lagi hversu miklu er hægt að áorka í umhverfisvernd á skömmum tíma ef pólitískur vilji er fyrir hendi. En það sýnir líka að sinnuleysi um lengri eða skemmri tíma getur dregið langan dilk á eftir sér. Ýmis önnur efni eiga það sameiginlegt með CFC-efnum að þegar umfang þeirra eykst í andrúmsloftinu er ekki auðvelt að snúa þeirri þróun við. Ef koltvísýringsútblástur heldur áfram að aukast mun það t.d. taka margar aldir að snúa þeirri þróun við. Afleiðingarnar fyrir vistkerfi jarðar eru ófyrirsjáanlegar, en eitt er ljóst: Þær verða bæði miklar og afdrifaríkar. Aðeins ein raunhæf leið til þess er fær að svo komnu: Að draga úr orkunotkun. Og þar má gera ýmislegt betur en nú er gert. Langsamlega stærsti þátturinn í útblæstri koltvísýrings á heimsvísu er bílaumferð. Alls mun um fimmtungur hans stafa af notkun fólksbíla. Þetta bætist ofan á alla þá mengun aðra sem stafar af bílaumferð, hið gríðarlega landflæmi sem fer í umferðarmannvirki og öll þau mannslíf sem farast í umferðinni á ári hverju. Hingað til hafa stjórnmálamenn hunsað allar neikvæðar afleiðingar sem stafa af noktun fólksbíla, en þeir geta ekki komist upp með það öllu lengur. Ábyrgir stjórnmálamenn um allan heim eiga þann kost einan að beita öllum mögulegum ráðum til þess að ýta undir samneyslu á þessu sviði. Þetta skilja borgaryfirvöld víða, t.d. í London og París. Í maí verður kosið í sveitastjórnir á Íslandi. Á verksviði sveitastjórna er að skipuleggja þéttbýli, m.a. með tilliti til umferðarmannvirkja. Á sveitastjórnarmönnum um allt land, en þó allra helst á höfuðborgarsvæðinu, hvílir nú sú ábyrgð að skipuleggja umferð með nýjum hætti, með það að markmið að draga sem mest úr henni. Það væri beinlínis glæpsamlegt við núverandi aðstæður að velja til forystu fólk sem ekki vill horfast í augu við þann vanda sem hvílir á allri heimsbyggðinni vegna óhóflegs koltvísýringsútblásturs. Stjórnmálamenn sem leggja stein í götu almenningssamgangna og kalla sig vini einkabílsins eru ekki vænlegur kostur fyrir fólk sem vill horfa til framtíðar. Það blasir við að 21. öldin verður ekki öld einkabílsins og því fyrr sem gerum okkur grein fyrir því, þeim mun betri framtíð sköpum við okkur sjálfum. Enda þótt okkur tækist að gera róttækar breytingar á umferðarmenningu Íslendinga standa eftir sem áður eftir mengunarvandamál sem fyrirhyggjulitliir stjórnmálamenn hafa skapað. Höfum í huga að fyrirhugað álver á Reyðarfirði kemur til að með að losa sama magn koltvísýrings út í andrúmsloftið og allir fólksbílar á Íslandi. Samt sem áður var bygging Kárahnjúkavirkjunar samþykkt með 44 atkvæðum gegn 9 á alþingi, en tveir þingmenn sátu hjá. Aðeins einn stjórnmálaflokkur, Vinstri hreyfingin - grænt framboð, stóð einarður á móti og lét framtíðarsjónarmið ráða. Þessi niðurstaða olli vonbrigðum og enn er fólk að láta heyra í sér til að mótmæla þessu. Það er ekki ábyrg afstaða fyrir Íslendinga að skerast úr leik þegar tekist skal á við alheimsvalda sem varðar okkar litla eyjarsamfélag afar miklu. Enn sem komið er hefur losun koltvísýrings ekki breytt lífi okkar jarðarbúa að verulegu leyti. Hugsanlega er það ein ástæða fyrir sinnuleysinu. Það breytir hins vegar ekki því að ef sama þróun heldur áfram verða afleiðingarnar miklar og langvarandi. Ef einhver kynslóð ætti að skilja það þá erum það við sem lifum á útfjólubláu öldinni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun