Búa fyrirtæki við rétt orkuverð? 15. janúar 2006 00:01 Hvernig má það vera að á sama tíma og verið er að ræða um að stækka eða reisa nokkur ný álver á Íslandi, vegna þess að hér er hagstætt orkuverð og álframleiðendur telja líka af öðrum ástæðum að hér sé hagstætt að setja sig niður, skuli iðnrekendur, sem margir hverjir eru umsvifamiklir á íslenska vísu, þurfa að greiða mun meira fyrir raforku til fyrirtækja sinna vegna lagabreytinga sem tóku gildi fyrir rúmlega einu ári. Hér í Fréttablaðinu hefur í tvo daga í röð verið fjallað um verð á raforku til íslenskra iðnfyrirtækja og dregin fram sláandi dæmi um verðlagninguna. Þannig segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í föstudagsblaðinu: Það sem hefur komið okkur sérstaklega á óvart er að það eru frekar stærri iðnfyrirtækin sem verða fyrir þessu. Þetta kemur til vegna þess að við breytingarnar fóru fyrirtækin yfir á almennan taxta og það þýddi verulega hækkun fyrir mörg þeirra. Í blaðinu í gær er svo leitað skýringa á þessari hækkun hjá iðnaðarráðherra og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Ráðherra sagði af því tilefni: Hækkun á raforku til iðnfyrirtækja hefur ekkert með innleiðingu samkeppninnar eða tilskipunar frá Evrópusambandinu að gera, heldur notuðu orkufyrirtækin tækifærið á sama tíma og breytingin tók gildi og breyttu hjá sér gjaldskránni. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR segir aftur á móti: Við vorum alltaf á móti þesum nýju raforkulögum og vissum að breytingarnar myndu þýða hækkun á raforkuverði. Nú er það svo að iðnaðarráðherra er bæði ráðherra orkufyrirtækja og ekki síður almennra iðnfyrirtækja í landinu, og ber því kápuna á báðum öxlum í þessu tilviki. Áður en lögin tóku gildi fyrir rúmu ári, þá vöruðu margir við því að þau myndu leiða til hærra verðs á rafmagni, bæði til almennra nota og svo líka til fyrirtækja. Það kom enda líka í ljós fljótlega að raforka til húshitunar víða á landsbyggðinni hækkaði verulega, þótt síðan hafi einhverjar lagfæringar verðið gerðar á húshitunartöxtum hjá sumum en ekki öllum. Það hefði átt að vera hægur leikur að reikna út nákvæmlega hvaða breytingar yrðu á rafmagnstöxtum við umræddar lagabreytingar, en það virðist ekki hafa komið í ljós fyrr en síðar, og er enn að koma í ljós, samkvæmt áliti forsvarsmanna iðnaðarins. Á nýbyrjuðu ári á að hefjast fyrir alvöru samkeppni á raforkumarkaði, en því máli seinkar að vísu um nokkra mánuði. Hvað út úr því kemur raunverulega er óvíst á þessari stundu, en ef marka má ummæli áðurnefndra forystumanna iðnaðarins horfir ekki vel í þeim efnum, því rafveiturnar hafa ekkert umframrafmagn til að selja. Því hefur verið haldið fram að stórvirkjanir og orkufrekur iðnaður hafi líka komið almennum notendum og fyrirtækjum til góða og nú bíðum við bara eftir því að rafalar í Kárahnjúkavirkjun fari að snúast og þá megi búast við betri tíð hvað varðar almennt raforkuverð eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Hvernig má það vera að á sama tíma og verið er að ræða um að stækka eða reisa nokkur ný álver á Íslandi, vegna þess að hér er hagstætt orkuverð og álframleiðendur telja líka af öðrum ástæðum að hér sé hagstætt að setja sig niður, skuli iðnrekendur, sem margir hverjir eru umsvifamiklir á íslenska vísu, þurfa að greiða mun meira fyrir raforku til fyrirtækja sinna vegna lagabreytinga sem tóku gildi fyrir rúmlega einu ári. Hér í Fréttablaðinu hefur í tvo daga í röð verið fjallað um verð á raforku til íslenskra iðnfyrirtækja og dregin fram sláandi dæmi um verðlagninguna. Þannig segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í föstudagsblaðinu: Það sem hefur komið okkur sérstaklega á óvart er að það eru frekar stærri iðnfyrirtækin sem verða fyrir þessu. Þetta kemur til vegna þess að við breytingarnar fóru fyrirtækin yfir á almennan taxta og það þýddi verulega hækkun fyrir mörg þeirra. Í blaðinu í gær er svo leitað skýringa á þessari hækkun hjá iðnaðarráðherra og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Ráðherra sagði af því tilefni: Hækkun á raforku til iðnfyrirtækja hefur ekkert með innleiðingu samkeppninnar eða tilskipunar frá Evrópusambandinu að gera, heldur notuðu orkufyrirtækin tækifærið á sama tíma og breytingin tók gildi og breyttu hjá sér gjaldskránni. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR segir aftur á móti: Við vorum alltaf á móti þesum nýju raforkulögum og vissum að breytingarnar myndu þýða hækkun á raforkuverði. Nú er það svo að iðnaðarráðherra er bæði ráðherra orkufyrirtækja og ekki síður almennra iðnfyrirtækja í landinu, og ber því kápuna á báðum öxlum í þessu tilviki. Áður en lögin tóku gildi fyrir rúmu ári, þá vöruðu margir við því að þau myndu leiða til hærra verðs á rafmagni, bæði til almennra nota og svo líka til fyrirtækja. Það kom enda líka í ljós fljótlega að raforka til húshitunar víða á landsbyggðinni hækkaði verulega, þótt síðan hafi einhverjar lagfæringar verðið gerðar á húshitunartöxtum hjá sumum en ekki öllum. Það hefði átt að vera hægur leikur að reikna út nákvæmlega hvaða breytingar yrðu á rafmagnstöxtum við umræddar lagabreytingar, en það virðist ekki hafa komið í ljós fyrr en síðar, og er enn að koma í ljós, samkvæmt áliti forsvarsmanna iðnaðarins. Á nýbyrjuðu ári á að hefjast fyrir alvöru samkeppni á raforkumarkaði, en því máli seinkar að vísu um nokkra mánuði. Hvað út úr því kemur raunverulega er óvíst á þessari stundu, en ef marka má ummæli áðurnefndra forystumanna iðnaðarins horfir ekki vel í þeim efnum, því rafveiturnar hafa ekkert umframrafmagn til að selja. Því hefur verið haldið fram að stórvirkjanir og orkufrekur iðnaður hafi líka komið almennum notendum og fyrirtækjum til góða og nú bíðum við bara eftir því að rafalar í Kárahnjúkavirkjun fari að snúast og þá megi búast við betri tíð hvað varðar almennt raforkuverð eða hvað?
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun