Konurnar í "Karlabæ" 17. janúar 2006 00:01 Þrátt fyrir að sjö konur byðu sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ á móti fimm körlum var eftirtekja kvennanna harla rýr, því þær eru ekki meðal fjögurra efstu í prófjörinu. Ein þeirra kvenna er þó sitjandi forseti bæjarstjórnar Garðabæjar. Úrslitin hljóta að hafa vakið forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til umhugsunar um framtíð og gengi flokksins í væntanlegum sveitarstjórnarkosningum í vor, ekki síst vegna þess að í síðustu kosningum var kona í efsta sæti listans, og það hefur væntanlega ráðið einhverju um að sjálfstæðismenn héldu meirihlutanum í stjórn bæjarfélagsins. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem konur verða illa úti í prófkjöri sjálfstæðismanna, því þess er skemmst að minnast að þær báru skarðan hlut frá borði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar síðustu. Voru þó þar á meðal konur sem getið höfðu sér gott orð í stjórnmálabaráttu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, en þær áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim sem tóku þátt í prófkjörinu. Reyndar hefur hlutur kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins batnað töluvert vegna breytinga sem urðu á þingliðinu með brotthvarfi Davíðs Oddssonar og að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, situr nú ekki á þingi. Það er ár og dagur síðan sjálfstæðismenn í Garðabæ efndu síðast til prófkjörs til að velja fulltrúa á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar, eða um 28 ár, en af einhverjum ástæðum hafa þeir talið heppilegt að efna til prófkjörs nú. Prófkjör eiga að bera vott um að lýðræðið sé í heiðri haft, en reynslan hefur nú sýnt að það eru einkum þeir sem hafa yfir að ráða vel smurðum kosningavélum sem fara þar með sigur af hólmi og svo óumdeildir foringjar innan stjórnmálaflokkanna. Af fréttum að dæma þá var mikið um smölun hjá sjálfstæðismönnum í Garðabæ á laugardag og fjölmargir skráðu sig í flokkinn. Bæði formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og forseti bæjarstjórnar hafa lýst miklum vonbrigðum með útkomu kvenna í prófkjörinu. Önnur þeirra sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær, að þarna væri um að ræða slys sem ætti ekki að gerast, og hin að útkoman væri áfall og konum hefði verið hafnað. Laufey Jóhannssdóttir, núverandi forseti bæjarstjórnar, sagði enn fremur að þetta [hefði] verið prófkjör sjálfstæðismanna í karlabæ. Ekki er ólíklegt að úrslitin í prófkjörinu í Garðabæ um helgina hafi einhver áhrif á úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna í Kópavogi sem fram fer um næstu helgi. Þar efast líklega enginn um úrslitin hvað varðar fyrsta sætið, en óneitanlega hljóta sjónir manna að beinast að skipan annarra sæta þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Þrátt fyrir að sjö konur byðu sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Garðabæ á móti fimm körlum var eftirtekja kvennanna harla rýr, því þær eru ekki meðal fjögurra efstu í prófjörinu. Ein þeirra kvenna er þó sitjandi forseti bæjarstjórnar Garðabæjar. Úrslitin hljóta að hafa vakið forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ til umhugsunar um framtíð og gengi flokksins í væntanlegum sveitarstjórnarkosningum í vor, ekki síst vegna þess að í síðustu kosningum var kona í efsta sæti listans, og það hefur væntanlega ráðið einhverju um að sjálfstæðismenn héldu meirihlutanum í stjórn bæjarfélagsins. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem konur verða illa úti í prófkjöri sjálfstæðismanna, því þess er skemmst að minnast að þær báru skarðan hlut frá borði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar síðustu. Voru þó þar á meðal konur sem getið höfðu sér gott orð í stjórnmálabaráttu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, en þær áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim sem tóku þátt í prófkjörinu. Reyndar hefur hlutur kvenna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins batnað töluvert vegna breytinga sem urðu á þingliðinu með brotthvarfi Davíðs Oddssonar og að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, situr nú ekki á þingi. Það er ár og dagur síðan sjálfstæðismenn í Garðabæ efndu síðast til prófkjörs til að velja fulltrúa á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar, eða um 28 ár, en af einhverjum ástæðum hafa þeir talið heppilegt að efna til prófkjörs nú. Prófkjör eiga að bera vott um að lýðræðið sé í heiðri haft, en reynslan hefur nú sýnt að það eru einkum þeir sem hafa yfir að ráða vel smurðum kosningavélum sem fara þar með sigur af hólmi og svo óumdeildir foringjar innan stjórnmálaflokkanna. Af fréttum að dæma þá var mikið um smölun hjá sjálfstæðismönnum í Garðabæ á laugardag og fjölmargir skráðu sig í flokkinn. Bæði formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og forseti bæjarstjórnar hafa lýst miklum vonbrigðum með útkomu kvenna í prófkjörinu. Önnur þeirra sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær, að þarna væri um að ræða slys sem ætti ekki að gerast, og hin að útkoman væri áfall og konum hefði verið hafnað. Laufey Jóhannssdóttir, núverandi forseti bæjarstjórnar, sagði enn fremur að þetta [hefði] verið prófkjör sjálfstæðismanna í karlabæ. Ekki er ólíklegt að úrslitin í prófkjörinu í Garðabæ um helgina hafi einhver áhrif á úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna í Kópavogi sem fram fer um næstu helgi. Þar efast líklega enginn um úrslitin hvað varðar fyrsta sætið, en óneitanlega hljóta sjónir manna að beinast að skipan annarra sæta þar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun