Miðborgin og næturlífið 26. janúar 2006 00:01 Fréttablaðið sagði í gær frá ánægjulegri byltingu sem er að eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur þótt hún hafi ekki farið hátt. Borgaryfirvöld hafa á undanförnum árum keypt húseignir og lóðir í miðbænum fyrir ríflega eitt þúsund milljónir króna. Tilgangurinn með kaupunum er, að sögn Steinunnar Valdísar borgarstjóra, að stuðla að og hvetja til uppbyggingar í miðbænum. Þannig hafa sum þessara húsa þegar verið seld einkafyrirtækjum, sem hafa endurbyggt þau sem tekur að halda upp á, en rifið hin og reist ný sem ríma betur við nútímahugmyndir um verslunar- og íbúðarhúsnæði. Þessi kaup hófust fyrir alvöru fyrir tveimur árum, en þó má segja að tónninn hafi verið gefinn árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti Stjörnubíó og lóð af Jóni Ólafssyni athafnamanni. Borgarstjórnarmeirihlutinn mátti sæta þungri gagnrýni frá sjálfstæðismönnum fyrir þau viðskipti við Jón á sínum tíma, en sjálfstæðismenn töldu aðra og annarlegri hagsmuni að baki þeim en velferð borgarinnar. Hin miklu kaup borgaryfirvalda á fleiri lóðum og byggingum í miðbænum undanfarin ár ættu hins vegar að slá slíkar vangaveltur út af borðinu í eitt skipti fyrir öll. Að auki þarf ekki annað en að fá sér gönguferð fram hjá byggingunum sem nú eru risnar á Stjörnubíósreitnum til að átta sig á því hversu mikil andlitslyfting þær eru fyrir Laugaveg og hvílík skammsýni bjó að baki nöldri minnihlutans. Á næstu árum megum við sem sagt búast við að íbúum í miðborginni haldi áfram að fjölga sem er mikið gleðiefni. En það þýðir líka að árekstrar íbúa við næturlífið munu aukast að sama skapi. Og ekki er ástandið beinlínis til fyrirmyndar nú. Íbúðabyggð og næturlífið er í raun og veru í einkennilegri pattstöðu í miðbænum. Eftir nokkuð stöðuga hnignun allan níunda áratuginn, þegar skemmtanalífið fór fram meira eða minna utan miðborgarinnar og verslun var að byrja að færast þaðan, kom bjórinn 1989 og í kjölfarið opnuðu kaffihús og veitingastaðir sem áttu sér annan tilverugrundvöll en helgarfylleríin í Sigtúni og Broadway í Mjóddinni. Þessir nýju staðir voru langflestir opnaðir í bænum og smám saman færðist nánast gjörvallt næturlíf höfuðborgarinnar á svæðið frá Kvosinni að Hlemmi. Þótt verslun í miðbænum hafi verið að sækja aftur í sig veðrið eru það þó barirnir og kaffihúsin sem hafa haldið lífi í miðborginni með því að færa þangað fólk. Sú umferð er hins vegar á öllum tímum sólarhringsins, sem skiljanlega truflar einhverja. Það er þó engin ástæða til að gefa sér að ekki sé hægt að hafa áhrif á hegðun þeirra sem eru að skemmta sér. Gott fyrsta skref væri til dæmis að sjá lögregluna freista þess að halda uppi lögum, og kannski mikið frekar reglu á nóttunni, en það heyrir til undantekninga ef lögregluþjónn sést á rölti í bænum um helgar. Við skulum þó ekki gleyma því að þrátt fyrir allt hefur íbúðaverð hvergi hækkað meira en í 101 Reykjavík, sem segir okkur að þar vilja margir búa þrátt fyrir sögur af ófremdarástandi. Takið líka eftir fasteignaauglýsingnum um íbúðir í miðbænum sem halda einmitt á lofti nálægðinni við næturlífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði í gær frá ánægjulegri byltingu sem er að eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur þótt hún hafi ekki farið hátt. Borgaryfirvöld hafa á undanförnum árum keypt húseignir og lóðir í miðbænum fyrir ríflega eitt þúsund milljónir króna. Tilgangurinn með kaupunum er, að sögn Steinunnar Valdísar borgarstjóra, að stuðla að og hvetja til uppbyggingar í miðbænum. Þannig hafa sum þessara húsa þegar verið seld einkafyrirtækjum, sem hafa endurbyggt þau sem tekur að halda upp á, en rifið hin og reist ný sem ríma betur við nútímahugmyndir um verslunar- og íbúðarhúsnæði. Þessi kaup hófust fyrir alvöru fyrir tveimur árum, en þó má segja að tónninn hafi verið gefinn árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti Stjörnubíó og lóð af Jóni Ólafssyni athafnamanni. Borgarstjórnarmeirihlutinn mátti sæta þungri gagnrýni frá sjálfstæðismönnum fyrir þau viðskipti við Jón á sínum tíma, en sjálfstæðismenn töldu aðra og annarlegri hagsmuni að baki þeim en velferð borgarinnar. Hin miklu kaup borgaryfirvalda á fleiri lóðum og byggingum í miðbænum undanfarin ár ættu hins vegar að slá slíkar vangaveltur út af borðinu í eitt skipti fyrir öll. Að auki þarf ekki annað en að fá sér gönguferð fram hjá byggingunum sem nú eru risnar á Stjörnubíósreitnum til að átta sig á því hversu mikil andlitslyfting þær eru fyrir Laugaveg og hvílík skammsýni bjó að baki nöldri minnihlutans. Á næstu árum megum við sem sagt búast við að íbúum í miðborginni haldi áfram að fjölga sem er mikið gleðiefni. En það þýðir líka að árekstrar íbúa við næturlífið munu aukast að sama skapi. Og ekki er ástandið beinlínis til fyrirmyndar nú. Íbúðabyggð og næturlífið er í raun og veru í einkennilegri pattstöðu í miðbænum. Eftir nokkuð stöðuga hnignun allan níunda áratuginn, þegar skemmtanalífið fór fram meira eða minna utan miðborgarinnar og verslun var að byrja að færast þaðan, kom bjórinn 1989 og í kjölfarið opnuðu kaffihús og veitingastaðir sem áttu sér annan tilverugrundvöll en helgarfylleríin í Sigtúni og Broadway í Mjóddinni. Þessir nýju staðir voru langflestir opnaðir í bænum og smám saman færðist nánast gjörvallt næturlíf höfuðborgarinnar á svæðið frá Kvosinni að Hlemmi. Þótt verslun í miðbænum hafi verið að sækja aftur í sig veðrið eru það þó barirnir og kaffihúsin sem hafa haldið lífi í miðborginni með því að færa þangað fólk. Sú umferð er hins vegar á öllum tímum sólarhringsins, sem skiljanlega truflar einhverja. Það er þó engin ástæða til að gefa sér að ekki sé hægt að hafa áhrif á hegðun þeirra sem eru að skemmta sér. Gott fyrsta skref væri til dæmis að sjá lögregluna freista þess að halda uppi lögum, og kannski mikið frekar reglu á nóttunni, en það heyrir til undantekninga ef lögregluþjónn sést á rölti í bænum um helgar. Við skulum þó ekki gleyma því að þrátt fyrir allt hefur íbúðaverð hvergi hækkað meira en í 101 Reykjavík, sem segir okkur að þar vilja margir búa þrátt fyrir sögur af ófremdarástandi. Takið líka eftir fasteignaauglýsingnum um íbúðir í miðbænum sem halda einmitt á lofti nálægðinni við næturlífið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun