Víst hefur skattbyrðin þyngst 2. febrúar 2006 01:04 Þjóðir heimsins eru ólíkar eins og annað fólk. Sumar lifa við óskorað lýðræði langtímum saman eins og ekkert sé sjálfsagðara, aðrar búa við fáræði eða einræði mann fram af manni. Sumar eru glaðar og reifar eins og Danir, aðrar eru þungar og þöglar eins og Finnar. Sumar þjóðir horfa áfram veginn og út á við, aðrar horfa aftur á bak og inn á við. Sumar kjósa að leysa ýmis mikilvæg mál með því að snúa bökum saman, aðrar treysta í ríkari mæli á einkaframtak. Og þá er ég kominn að efni dagsins, sem er skattbyrðin. Sumar þjóðir kjósa að fjármagna ýmis verkefni samfélagsins - t.d. heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmsar tryggingar - heldur af almannafé eftir föngum en úr einkasjóðum. Byrjum hinum megin á hnettinum. Ástralar hafa mörg undangengin ár látið sér duga að leiða röskan þriðjung þjóðartekna sinna í gegnum fjárhirzlur ríkisins. Skattbyrðin þar í neðra hefur m.ö.o. numið röskum þriðjungi af landsframleiðslu. Hún hefur staðið nokkurn veginn í stað síðan 1988. Það er eftirtektarvert vegna þess, að skattbyrðin í iðnríkjunum hneigist jafnan til að þyngjast af sjálfri sér. Því veldur einkum tvennt. Í fyrsta lagi gerir almenningur með batnandi hag æ meiri kröfur til ríkis og byggða um meiri og betri þjónustu: lengri og betri brýr og vegi, fleiri og betri skóla og sjúkrahús og þannig áfram. Þessum auknu kröfum halda menn ótrauðir fram m.a. í krafti þess, að kostnaðurinn fellur á samfélagið í heild: menn eru öðrum þræði að gera kröfur um útlát af annarra fé. Í öðru lagi er skattalöggjöfin víðast hvar þannig saman sett, að mönnum er gert að greiða hærra hlutfall tekna sinna í skatt af háum tekjum en lágum og skattleysismörk eru föst í krónum talið eða dollurum eða öðrum myntum eða fylgja a.m.k. ekki verðlagi eða kauplagi til fulls, svo að fólk flyzt þá smám saman sjálfkrafa upp í hærri þrep skattstigans eftir því sem verðlag hækkar. Skattbyrðin þyngist þá af sjálfsdáðum, án þess að stjórnmálamenn þurfi að hafa fyrir því að gera óvinsælar ráðstafanir í þá veru. Þeir geta jafnvel lækkað skatta með lögum við og við, þótt skattbyrðin haldi áfram að þyngjast af sjálfri sér. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjunum. Þar hefur skattbyrðin haldizt óbreytt nálægt þriðjungi af landsframleiðslu síðan 1980 - og það þótt bæði Reagan forseti (1981-88) og Bush yngri (2001-) hafi svarið og sárt við lagt að lækka skatta. En þeir gerðu það ekki, heldur beittu þeir sér fyrir samdrætti í útgjöldum ríkisins og steyptu ríkisbúskapnum í botnlausan hallarekstur. Bretum hefur einnig tekizt að halda skattbyrðinni svo að segja óbreyttri síðan 1988: hún nam þá og nemur enn (2005) um 42% af landsframleiðslu. Bretar leiða því mun stærri hluta þjóðartekna sinna í gegnum fjárhirzlur ríkis og byggða en Bandaríkjamenn, eða 42% á móti 33%. Hér blasir við einn höfuðmunurinn á hagskipulagi Bretlands og Bandaríkjanna: ólík verkaskipting milli almannavalds og einkaframtaks. Bretum svipar að þessu leyti til annarra Evrópuþjóða. Þjóðverjar eru á svipuðu róli og Bretar: skattbyrðin í Þýzkalandi nemur nú um 43% af landsframleiðslu eins og 1988, en hún fór upp í 46% fyrir nokkrum árum, og þá tóku Þjóðverjar sér tak og keyrðu skattana niður aftur. Frakkar eru lausari á bárunni: hjá þeim hefur skattbyrðin hækkað smám saman síðan 1988 og er nú komin upp fyrir helming af landsframleiðslu eins og meðal frænda okkar og vina á Norðurlöndum. Skattbyrðin á OECD-svæðinu er nú þyngst í Noregi, eða 62% af landsframleiðslu borið saman við 55% 1988. Olíuauðurinn hefur ásamt öðru ýtt undir eftirsókn Norðmanna eftir ýmislegri þjónustu úr hendi ríkis og byggða. Næstþyngst er skattbyrðin nú í Svíþjóð, eða 58% af landsframleiðslu. Skattbyrðin þar í landi komst hæst í 65% 1990, en þá tóku Svíar sér tak og keyrðu hana niður aftur. Skattbyrðin í Danmörku er nú 57% af landsframleiðslu og hefur haldizt óbreytt síðan 1988, og í Finnlandi er hún 53% á móti 52% 1988. Frakkar verma fimmta sæti skattalistans á eftir frændum okkar fjórum og vinum. En Ísland? Skattbyrðin hér heima hefur snarþyngzt eins og Stefán Ólafsson prófessor lýsti í Morgunblaðinu um daginn. Hún nemur nú 47% af landsframleiðslu borið saman við 40% 1988 og er komin upp fyrir meðallag Evrópusambandsríkjanna (45%). Það er því ekki lengur boðlegt að afsaka laka almannaþjónustu á Íslandi með lágum sköttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Þjóðir heimsins eru ólíkar eins og annað fólk. Sumar lifa við óskorað lýðræði langtímum saman eins og ekkert sé sjálfsagðara, aðrar búa við fáræði eða einræði mann fram af manni. Sumar eru glaðar og reifar eins og Danir, aðrar eru þungar og þöglar eins og Finnar. Sumar þjóðir horfa áfram veginn og út á við, aðrar horfa aftur á bak og inn á við. Sumar kjósa að leysa ýmis mikilvæg mál með því að snúa bökum saman, aðrar treysta í ríkari mæli á einkaframtak. Og þá er ég kominn að efni dagsins, sem er skattbyrðin. Sumar þjóðir kjósa að fjármagna ýmis verkefni samfélagsins - t.d. heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmsar tryggingar - heldur af almannafé eftir föngum en úr einkasjóðum. Byrjum hinum megin á hnettinum. Ástralar hafa mörg undangengin ár látið sér duga að leiða röskan þriðjung þjóðartekna sinna í gegnum fjárhirzlur ríkisins. Skattbyrðin þar í neðra hefur m.ö.o. numið röskum þriðjungi af landsframleiðslu. Hún hefur staðið nokkurn veginn í stað síðan 1988. Það er eftirtektarvert vegna þess, að skattbyrðin í iðnríkjunum hneigist jafnan til að þyngjast af sjálfri sér. Því veldur einkum tvennt. Í fyrsta lagi gerir almenningur með batnandi hag æ meiri kröfur til ríkis og byggða um meiri og betri þjónustu: lengri og betri brýr og vegi, fleiri og betri skóla og sjúkrahús og þannig áfram. Þessum auknu kröfum halda menn ótrauðir fram m.a. í krafti þess, að kostnaðurinn fellur á samfélagið í heild: menn eru öðrum þræði að gera kröfur um útlát af annarra fé. Í öðru lagi er skattalöggjöfin víðast hvar þannig saman sett, að mönnum er gert að greiða hærra hlutfall tekna sinna í skatt af háum tekjum en lágum og skattleysismörk eru föst í krónum talið eða dollurum eða öðrum myntum eða fylgja a.m.k. ekki verðlagi eða kauplagi til fulls, svo að fólk flyzt þá smám saman sjálfkrafa upp í hærri þrep skattstigans eftir því sem verðlag hækkar. Skattbyrðin þyngist þá af sjálfsdáðum, án þess að stjórnmálamenn þurfi að hafa fyrir því að gera óvinsælar ráðstafanir í þá veru. Þeir geta jafnvel lækkað skatta með lögum við og við, þótt skattbyrðin haldi áfram að þyngjast af sjálfri sér. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjunum. Þar hefur skattbyrðin haldizt óbreytt nálægt þriðjungi af landsframleiðslu síðan 1980 - og það þótt bæði Reagan forseti (1981-88) og Bush yngri (2001-) hafi svarið og sárt við lagt að lækka skatta. En þeir gerðu það ekki, heldur beittu þeir sér fyrir samdrætti í útgjöldum ríkisins og steyptu ríkisbúskapnum í botnlausan hallarekstur. Bretum hefur einnig tekizt að halda skattbyrðinni svo að segja óbreyttri síðan 1988: hún nam þá og nemur enn (2005) um 42% af landsframleiðslu. Bretar leiða því mun stærri hluta þjóðartekna sinna í gegnum fjárhirzlur ríkis og byggða en Bandaríkjamenn, eða 42% á móti 33%. Hér blasir við einn höfuðmunurinn á hagskipulagi Bretlands og Bandaríkjanna: ólík verkaskipting milli almannavalds og einkaframtaks. Bretum svipar að þessu leyti til annarra Evrópuþjóða. Þjóðverjar eru á svipuðu róli og Bretar: skattbyrðin í Þýzkalandi nemur nú um 43% af landsframleiðslu eins og 1988, en hún fór upp í 46% fyrir nokkrum árum, og þá tóku Þjóðverjar sér tak og keyrðu skattana niður aftur. Frakkar eru lausari á bárunni: hjá þeim hefur skattbyrðin hækkað smám saman síðan 1988 og er nú komin upp fyrir helming af landsframleiðslu eins og meðal frænda okkar og vina á Norðurlöndum. Skattbyrðin á OECD-svæðinu er nú þyngst í Noregi, eða 62% af landsframleiðslu borið saman við 55% 1988. Olíuauðurinn hefur ásamt öðru ýtt undir eftirsókn Norðmanna eftir ýmislegri þjónustu úr hendi ríkis og byggða. Næstþyngst er skattbyrðin nú í Svíþjóð, eða 58% af landsframleiðslu. Skattbyrðin þar í landi komst hæst í 65% 1990, en þá tóku Svíar sér tak og keyrðu hana niður aftur. Skattbyrðin í Danmörku er nú 57% af landsframleiðslu og hefur haldizt óbreytt síðan 1988, og í Finnlandi er hún 53% á móti 52% 1988. Frakkar verma fimmta sæti skattalistans á eftir frændum okkar fjórum og vinum. En Ísland? Skattbyrðin hér heima hefur snarþyngzt eins og Stefán Ólafsson prófessor lýsti í Morgunblaðinu um daginn. Hún nemur nú 47% af landsframleiðslu borið saman við 40% 1988 og er komin upp fyrir meðallag Evrópusambandsríkjanna (45%). Það er því ekki lengur boðlegt að afsaka laka almannaþjónustu á Íslandi með lágum sköttum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun