Einkavæðingarnefnd á leik 21. febrúar 2006 03:45 Ekkert nýtt hefur komið fram," hafði forsætisráðherra eftir ríkisendurskoðanda á Alþingi í gær, í kjölfar þess að tveir þingmenn kröfðust þess að sala Búnaðarbankans fyrir fjórum árum yrði rannsökuð. Þetta er hárrétt hjá Halldóri Ásgrímssyni. Þær upplýsingar sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, kom fram með í ljósvakamiðlunum um helgina eru ekki nýjar af nálinni, heldur eru að stærstum hluta endurflutt efni úr viðamiklum greinaflokki sem Fréttablaðið birti síðasta vor um einkavæðingu ríkisbankanna. Úttektina vann Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem um helgina hlaut einmitt verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir þennan sama greinaflokk auk skrifa um aðkomu áhrifamanna að aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs. Til upprifjunar er rétt að grípa niður í úttekt Sigríðar Daggar sem birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2005, þar sem fjallað er um aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kauptilboði S-hópsins í Búnaðarbankann: "Framkvæmdanefndin hafði á þessum tíma ekki enn fengið uppgefið frá S-hópnum hver eða hverjir hinir erlendu fjárfestar væru. Skýringar S-hópsins voru þær að erlendi fjárfestirinn vildi ekki koma fram fyrr en samningar hefðu verið undirritaðir. Til þess að skera úr um það hvort erlendi fjárfestirinn væri áreiðanlegur var samið um það við S-hópinn að hann myndi gefa ráðgjöfum framkvæmdanefndarinnar, HSBC, upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann væri áreiðanlegur. Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale, sem var sjötti stærsti banki í Evrópu, en S-hópurinn átti á þessum tíma í viðræðum við bankann um að taka þátt í kaupunum." Í úttekt Sigríðar Daggar kemur fram að S-hópurinn neitaði því að hafa gefið upp annað nafn en Hauck & Aufhauser í aðdraganda kaupanna en þegar Fréttablaðið óskaði eftir því síðasta vor við einkavæðingarnefnd að fá afhent afrit af umsögn HSBC um erlenda bankann var því synjað. Þeirri höfnun var skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en þar var Fréttablaðinu aftur synjað um upplýsingarnar, nú á þeim forsendum að einkavæðingarnefnd hefði ekki borist "formlegt erindi" HSBC "um niðurstöður áreiðanleikakönnunar á erlenda bankanum. Í viðamikilli einkavæðingarskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að einkavæðingarnefnd rökstuddi ákvörðunina um að ganga til samninga við S-hópinn ekki síst á þeim forsendum að innan hans væri "virt erlent fjármálafyrirtæki". Samkvæmt úrskurðarnefndinni virðast einkavæðingarnefnd hins vegar hafa dugað óformlegar upplýsingar til að komast að niðurstöðu. Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efasemdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafahópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Salan á Búnaðarbankanum Skoðanir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ekkert nýtt hefur komið fram," hafði forsætisráðherra eftir ríkisendurskoðanda á Alþingi í gær, í kjölfar þess að tveir þingmenn kröfðust þess að sala Búnaðarbankans fyrir fjórum árum yrði rannsökuð. Þetta er hárrétt hjá Halldóri Ásgrímssyni. Þær upplýsingar sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, kom fram með í ljósvakamiðlunum um helgina eru ekki nýjar af nálinni, heldur eru að stærstum hluta endurflutt efni úr viðamiklum greinaflokki sem Fréttablaðið birti síðasta vor um einkavæðingu ríkisbankanna. Úttektina vann Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sem um helgina hlaut einmitt verðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins, fyrir þennan sama greinaflokk auk skrifa um aðkomu áhrifamanna að aðdraganda málaferla gegn forsvarsmönnum Baugs. Til upprifjunar er rétt að grípa niður í úttekt Sigríðar Daggar sem birtist í Fréttablaðinu 30. maí 2005, þar sem fjallað er um aðkomu þýska einkabankans Hauck & Aufhäuser að kauptilboði S-hópsins í Búnaðarbankann: "Framkvæmdanefndin hafði á þessum tíma ekki enn fengið uppgefið frá S-hópnum hver eða hverjir hinir erlendu fjárfestar væru. Skýringar S-hópsins voru þær að erlendi fjárfestirinn vildi ekki koma fram fyrr en samningar hefðu verið undirritaðir. Til þess að skera úr um það hvort erlendi fjárfestirinn væri áreiðanlegur var samið um það við S-hópinn að hann myndi gefa ráðgjöfum framkvæmdanefndarinnar, HSBC, upp nafnið á fjárfestinum og HSBC myndi síðan upplýsa nefndina um hvort hann væri áreiðanlegur. Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale, sem var sjötti stærsti banki í Evrópu, en S-hópurinn átti á þessum tíma í viðræðum við bankann um að taka þátt í kaupunum." Í úttekt Sigríðar Daggar kemur fram að S-hópurinn neitaði því að hafa gefið upp annað nafn en Hauck & Aufhauser í aðdraganda kaupanna en þegar Fréttablaðið óskaði eftir því síðasta vor við einkavæðingarnefnd að fá afhent afrit af umsögn HSBC um erlenda bankann var því synjað. Þeirri höfnun var skotið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en þar var Fréttablaðinu aftur synjað um upplýsingarnar, nú á þeim forsendum að einkavæðingarnefnd hefði ekki borist "formlegt erindi" HSBC "um niðurstöður áreiðanleikakönnunar á erlenda bankanum. Í viðamikilli einkavæðingarskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að einkavæðingarnefnd rökstuddi ákvörðunina um að ganga til samninga við S-hópinn ekki síst á þeim forsendum að innan hans væri "virt erlent fjármálafyrirtæki". Samkvæmt úrskurðarnefndinni virðast einkavæðingarnefnd hins vegar hafa dugað óformlegar upplýsingar til að komast að niðurstöðu. Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efasemdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafahópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun