Segja áhættu kalla á hærra vaxtaálag skuldabréfa 9. mars 2006 00:01 Evrumerki við Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi. Íslenskir bankar fjármagna starfsemi sína að stórum hluta með útgáfu skuldabréfa á erlendum fjármálamörkuðum. Ný skýrsla Merrill Lynch segir að kjör þeirra eigi að vera verri en ráðsettra evrópskra banka vegna áhættu sem byggð sé inn í íslenska bankakerfið. Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við útlönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa lánshæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu. Gengi krónunnar og íslensku bankanna lækkaði um rétt þrjú prósent í gærmorgun. Eru þar talin koma inn áhrif nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch um stöðu bankanna og nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands um að viðskiptahalli hafi nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch telur óvissu um hvort mjúk lending náist í íslenska hagkerfinu og telur matsfyrirtækin Moody's og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til "kerfislægrar áhættu" bankanna í lánshæfismati sínu á þeim. Skýrslan er að einhverju leyti samhljóma álitum greiningarfyrirtækjanna Barclays Capital Research og Credit Sights í byrjun síðasta mánaðar. Skýrsla Merrill Lynch er þó heldur ítarlegri og gerir ákveðinn greinarmun á stöðu bankanna. Íslandsbanki er sagður standa einna best og komu þau áhrif strax fram á erlendum skuldabréfamörkuðum í gær. Íslandsbanki hefur notið aðeins betri kjara í útgáfu og jókst sá munur í gærmorgun þó svo að kjör allra bankanna hafi versnað eitthvað. Álag á vexti nam í gær 55 punktum hjá Íslandsbanka, 75 hjá KB banka og 79 punktum hjá Landsbankanum, en var daginn áður 47, 58, og 68 fyrir sömu banka. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, segir almennt ekki margt koma á óvart í skýrslu Merrill Lynch. "Hún er í takt við svipuð skrif sem við höfum séð undanfarið. Margt er samt óumdeildar staðreyndir, en neikvæð túlkun á þessum staðreyndum er ekki alltaf vel rökstudd." Hann segir hins vegar skýra aðgreiningu á stöðu Íslandsbanka og annarra banka í skýrslunni og hún hafi komið fram á markaði í gær. "Í skýrslunni er sérlega jákvæð umfjöllun um viðskiptamódel Íslandsbanka og stöðugleikann í tekjum hans," segir hann og bendir á að á þessu ári hafi bankinn aflað fjár sem nemi meiru en endurfjármögnun ársins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, áréttar að bankakerfið standi geysilega sterkt og hafi í raun aldrei verið sterkara. Hann segir aukin umsvif bankanna hafa vakið áhuga fleiri greiningardeilda. "En það sem okkur hefur þótt einkenna þessar nýju greiningar er að í þeim gætir misskilnings og að hluta til vanþekkingar á íslenskum aðstæðum," segir hann og kveður bankann hafa komið á framfæri leiðréttingum. "Og það hefur væntanlega áhrif á frekari umfjöllun." Halldór segir bankann standa vel undir lánshæfismati sínu og telur að í samanburði Merrill Lynch á bönkunum gæti ákveðins misskilnings. "Landsbankinn kemur mjög sterkt út úr hvaða samanburði sem er og ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni ekki fyllilega byggðar á réttri greiningu talna." Hann segir þó mikilvægast að minna á að þeir sem greint hafi bankana í um áratug og veiti formlegt lánshæfismat, Moodys og Fitch, hafi á síðustu dögum staðfest mat sitt á bönkunum og á síðustu 12 mánuðuðum báðir hækkað lánshæfismatið á Landsbankanum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við útlönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa lánshæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu. Gengi krónunnar og íslensku bankanna lækkaði um rétt þrjú prósent í gærmorgun. Eru þar talin koma inn áhrif nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch um stöðu bankanna og nýbirtar tölur Seðlabanka Íslands um að viðskiptahalli hafi nálægt því tvöfaldast milli ára. Merrill Lynch telur óvissu um hvort mjúk lending náist í íslenska hagkerfinu og telur matsfyrirtækin Moody's og Fitch hvorugt hafa tekið nægilegt tillit til "kerfislægrar áhættu" bankanna í lánshæfismati sínu á þeim. Skýrslan er að einhverju leyti samhljóma álitum greiningarfyrirtækjanna Barclays Capital Research og Credit Sights í byrjun síðasta mánaðar. Skýrsla Merrill Lynch er þó heldur ítarlegri og gerir ákveðinn greinarmun á stöðu bankanna. Íslandsbanki er sagður standa einna best og komu þau áhrif strax fram á erlendum skuldabréfamörkuðum í gær. Íslandsbanki hefur notið aðeins betri kjara í útgáfu og jókst sá munur í gærmorgun þó svo að kjör allra bankanna hafi versnað eitthvað. Álag á vexti nam í gær 55 punktum hjá Íslandsbanka, 75 hjá KB banka og 79 punktum hjá Landsbankanum, en var daginn áður 47, 58, og 68 fyrir sömu banka. Tómas Kristjánsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandsbanka, segir almennt ekki margt koma á óvart í skýrslu Merrill Lynch. "Hún er í takt við svipuð skrif sem við höfum séð undanfarið. Margt er samt óumdeildar staðreyndir, en neikvæð túlkun á þessum staðreyndum er ekki alltaf vel rökstudd." Hann segir hins vegar skýra aðgreiningu á stöðu Íslandsbanka og annarra banka í skýrslunni og hún hafi komið fram á markaði í gær. "Í skýrslunni er sérlega jákvæð umfjöllun um viðskiptamódel Íslandsbanka og stöðugleikann í tekjum hans," segir hann og bendir á að á þessu ári hafi bankinn aflað fjár sem nemi meiru en endurfjármögnun ársins. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, áréttar að bankakerfið standi geysilega sterkt og hafi í raun aldrei verið sterkara. Hann segir aukin umsvif bankanna hafa vakið áhuga fleiri greiningardeilda. "En það sem okkur hefur þótt einkenna þessar nýju greiningar er að í þeim gætir misskilnings og að hluta til vanþekkingar á íslenskum aðstæðum," segir hann og kveður bankann hafa komið á framfæri leiðréttingum. "Og það hefur væntanlega áhrif á frekari umfjöllun." Halldór segir bankann standa vel undir lánshæfismati sínu og telur að í samanburði Merrill Lynch á bönkunum gæti ákveðins misskilnings. "Landsbankinn kemur mjög sterkt út úr hvaða samanburði sem er og ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni ekki fyllilega byggðar á réttri greiningu talna." Hann segir þó mikilvægast að minna á að þeir sem greint hafi bankana í um áratug og veiti formlegt lánshæfismat, Moodys og Fitch, hafi á síðustu dögum staðfest mat sitt á bönkunum og á síðustu 12 mánuðuðum báðir hækkað lánshæfismatið á Landsbankanum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira