"Því Maúmet gjörir þeim tál" 11. mars 2006 00:01 Í bernsku heyrði ég einu sinni brandara um Carter Bandaríkjaforseta og Brezhnev Sovrétleiðtoga. Hann hljóðaði svo: Brezhnev var eitt sinn í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Carter vildi að sjálfsögðu sýna hversu frjálst samfélagið á Vesturlöndum væri þannig að hann benti út um gluggann á Hvíta húsinu á mann sem stóð fyrir utan með mótmælaspjald sem á stóð: Carter er fífl. Sérðu þetta, sagði Carter. Þetta má segja í Bandaríkjunum. Það er nú ekkert merkilegt, sagði Brezhnev. Það má hver sem vill í Sovétríkjunum standa á Rauða torginu með spjald þar sem stendur: Carter er fífl. Burtséð frá því að vera fyndinn hafði þessi brandari ákveðinn boðskap. Málfrelsi getur nefnilega verið tvenns konar. Annars vegar er málfrelsi í skilningi Brezhnevs: Frelsið til að tala illa um fólk sem býr í fjarlægum löndum og hefur engin ítök í manns eigin samfélagi. Hins vegar er frelsið sem Carter vildi benda á: Frelsið til að gagnrýna eigin stjórnvöld. Í þessu tvennu felst munurinn á frjálsum samfélögum og ófrjálsum. Málfrelsið í þeim skilningi sem Carter talar fyrir í brandaranum er tiltölulega ný uppfinning. Meðal þeirra sem börðust fyrir því er t.d. franski þjóðfélagsrýnirinn Voltaire sem reyndi á þanþol ritskoðunar í einveldissamfélagi 18. aldar. Annar hugsuður sem barðist ötullega fyrir rétti manna til að gagnrýna eigin stjórnvöld var John Stuart Mill. Hann hélt því fram að slík gagnrýni hlyti jafnan að leiða til betra samfélags og þá skipti engu máli hvort hún ætti rétt á sér eða ekki. Á Vesturlöndum hafa ýmis konar lýðræðissamfélög miklast af því að fylgja sömu viðmiðum og þeir Voltaire og Mill. Jafnvel þekkjast þær öfgar að þessi gildi séu kölluð vestræn eins og þau geti verið einkamál einhverrar þjóðar eða heimshluta. Málfrelsið í hinni merkingunni þekkist hins vegar í öllum samfélögum og skiptir þá engu máli hversu forneskjuleg þau eru að öðru leyti. Á miðöldum hafði almenningur í Evrópu t.d. mikið og ríkulegt frelsi til að gagnrýna trúarbrögð - annarra. Við þekkjum dæmi úr íslenskum miðaldaritum þar sem Múhammeð spámanni er iðulega lýst sem djöfli eða falsara. Í Rémundar sögu keisarasonar segir t.d. að múslimar séu með bannsetta sál því Maúmet gjörir þeim tál. Þannig er til tvenns konar málfrelsi. Annað hefur náðst eftir töluverða þróun í sögu mannsandans og fyrir því þarf reglulega að berjast. Undanfarin ár hefur þetta brothætta málfrelsi - rétturinn til að gagnrýna eigin stjórnvöld - verið í töluverðri kreppu í þeim löndum þar sem það hefur hingað til staðið hvað styrkustum fótum. Löggjöf sem í orði kveðnu á að vera innlegg í stríð gegn hryðjuverkum beinist ekki hvað síst gegn þessum rétti. Þessi lög eru orðuð með loðnum hætti þannig að hægt er að túlka hvers konar gagnrýni og samfélagsádeilu sem hvatningu til hryðjuverka. Þannig hugsanaháttur er ekki bundinn við sérvitringa eða öfgamenn. Í nýrri löggjöf sem liggur núna fyrir alþingi eru dregin upp forneskjuhugtök eins og landráð sem ganga þvert á nútímahugmyndir um einstaklingsfrelsi, þar sem trúnaður fólks á að vera við aðrar manneskjur en ekki land eða ríki. Hin gerðin af tjáningarfrelsi hefur aldrei verið í neinni kreppu og aldrei hefur þurft að berjast sérstaklega fyrir því. Fyrr en nú. Núna verður ekki þverfótað í íslenskum blöðum fyrir álitsgjöfum sem vilja verja hið dýrmæta málfrelsi - í merkingu Brezhnevs og íslenskra miðaldamanna. Réttinn til að tala illa um fólk í fjarlægum löndum, minnihlutahópa og alla þá sem ekki eru hluti af okkar samfélagi eða viðmiði. Svo rammt kveður að þessu að ef einhver slysast til að gefa í skyn að það þurfi nú stundum að sýna öðrum virðingu og tillitssemi þá dugar ekkert minna en að sami einstaklingur birti opinbera afsökunarbeiðni og dragi hinar hræðilegu skoðanir til baka. Málfrelsið er jú svo mikilvægt, skilurðu. Mér er líka annt um málfrelsið. Ég hvet hinar nýju frjálsræðishetjur eindregið til að mæta nú reglulega fyrir framan stjórnarráðið og mótmæla Múhameð spámanni, keisaranum í Kína eða hverjum þeim manni úti í heimi sem þær langar til. Sjálfur ætla ég hins vegar að standa þar líka og mótmæla Halldóri Ásgrímssyni, Geir Haarde eða marskálknum á Keflavíkurflugvelli. Undir mínu spjaldi standa þeir Voltaire og John Stuart Mill. Það gæti verið verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Í bernsku heyrði ég einu sinni brandara um Carter Bandaríkjaforseta og Brezhnev Sovrétleiðtoga. Hann hljóðaði svo: Brezhnev var eitt sinn í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Carter vildi að sjálfsögðu sýna hversu frjálst samfélagið á Vesturlöndum væri þannig að hann benti út um gluggann á Hvíta húsinu á mann sem stóð fyrir utan með mótmælaspjald sem á stóð: Carter er fífl. Sérðu þetta, sagði Carter. Þetta má segja í Bandaríkjunum. Það er nú ekkert merkilegt, sagði Brezhnev. Það má hver sem vill í Sovétríkjunum standa á Rauða torginu með spjald þar sem stendur: Carter er fífl. Burtséð frá því að vera fyndinn hafði þessi brandari ákveðinn boðskap. Málfrelsi getur nefnilega verið tvenns konar. Annars vegar er málfrelsi í skilningi Brezhnevs: Frelsið til að tala illa um fólk sem býr í fjarlægum löndum og hefur engin ítök í manns eigin samfélagi. Hins vegar er frelsið sem Carter vildi benda á: Frelsið til að gagnrýna eigin stjórnvöld. Í þessu tvennu felst munurinn á frjálsum samfélögum og ófrjálsum. Málfrelsið í þeim skilningi sem Carter talar fyrir í brandaranum er tiltölulega ný uppfinning. Meðal þeirra sem börðust fyrir því er t.d. franski þjóðfélagsrýnirinn Voltaire sem reyndi á þanþol ritskoðunar í einveldissamfélagi 18. aldar. Annar hugsuður sem barðist ötullega fyrir rétti manna til að gagnrýna eigin stjórnvöld var John Stuart Mill. Hann hélt því fram að slík gagnrýni hlyti jafnan að leiða til betra samfélags og þá skipti engu máli hvort hún ætti rétt á sér eða ekki. Á Vesturlöndum hafa ýmis konar lýðræðissamfélög miklast af því að fylgja sömu viðmiðum og þeir Voltaire og Mill. Jafnvel þekkjast þær öfgar að þessi gildi séu kölluð vestræn eins og þau geti verið einkamál einhverrar þjóðar eða heimshluta. Málfrelsið í hinni merkingunni þekkist hins vegar í öllum samfélögum og skiptir þá engu máli hversu forneskjuleg þau eru að öðru leyti. Á miðöldum hafði almenningur í Evrópu t.d. mikið og ríkulegt frelsi til að gagnrýna trúarbrögð - annarra. Við þekkjum dæmi úr íslenskum miðaldaritum þar sem Múhammeð spámanni er iðulega lýst sem djöfli eða falsara. Í Rémundar sögu keisarasonar segir t.d. að múslimar séu með bannsetta sál því Maúmet gjörir þeim tál. Þannig er til tvenns konar málfrelsi. Annað hefur náðst eftir töluverða þróun í sögu mannsandans og fyrir því þarf reglulega að berjast. Undanfarin ár hefur þetta brothætta málfrelsi - rétturinn til að gagnrýna eigin stjórnvöld - verið í töluverðri kreppu í þeim löndum þar sem það hefur hingað til staðið hvað styrkustum fótum. Löggjöf sem í orði kveðnu á að vera innlegg í stríð gegn hryðjuverkum beinist ekki hvað síst gegn þessum rétti. Þessi lög eru orðuð með loðnum hætti þannig að hægt er að túlka hvers konar gagnrýni og samfélagsádeilu sem hvatningu til hryðjuverka. Þannig hugsanaháttur er ekki bundinn við sérvitringa eða öfgamenn. Í nýrri löggjöf sem liggur núna fyrir alþingi eru dregin upp forneskjuhugtök eins og landráð sem ganga þvert á nútímahugmyndir um einstaklingsfrelsi, þar sem trúnaður fólks á að vera við aðrar manneskjur en ekki land eða ríki. Hin gerðin af tjáningarfrelsi hefur aldrei verið í neinni kreppu og aldrei hefur þurft að berjast sérstaklega fyrir því. Fyrr en nú. Núna verður ekki þverfótað í íslenskum blöðum fyrir álitsgjöfum sem vilja verja hið dýrmæta málfrelsi - í merkingu Brezhnevs og íslenskra miðaldamanna. Réttinn til að tala illa um fólk í fjarlægum löndum, minnihlutahópa og alla þá sem ekki eru hluti af okkar samfélagi eða viðmiði. Svo rammt kveður að þessu að ef einhver slysast til að gefa í skyn að það þurfi nú stundum að sýna öðrum virðingu og tillitssemi þá dugar ekkert minna en að sami einstaklingur birti opinbera afsökunarbeiðni og dragi hinar hræðilegu skoðanir til baka. Málfrelsið er jú svo mikilvægt, skilurðu. Mér er líka annt um málfrelsið. Ég hvet hinar nýju frjálsræðishetjur eindregið til að mæta nú reglulega fyrir framan stjórnarráðið og mótmæla Múhameð spámanni, keisaranum í Kína eða hverjum þeim manni úti í heimi sem þær langar til. Sjálfur ætla ég hins vegar að standa þar líka og mótmæla Halldóri Ásgrímssyni, Geir Haarde eða marskálknum á Keflavíkurflugvelli. Undir mínu spjaldi standa þeir Voltaire og John Stuart Mill. Það gæti verið verra.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun