Metár í sögu Kauphallarinnar 22. mars 2006 00:01 Horft til framtíðar. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings hf., og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, horfa yfir sviðið á aðalfundi Verðbréfaþings sem haldinn var á fimmtudaginn var. MYND/E.Ól. Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum. Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira
Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhaldsfélag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformaður Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 milljarðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórnarformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varaformaður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krónur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja samstarfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira