Ekki flýta jarðarförinni 24. mars 2006 04:14 Ef rétt er hjá Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra að þingmenn allra flokka séu tilbúnir að jarða án frekari umræðu hugmyndina um að einstaklingum verði gefinn kostur á að greiða sérstaklega fyrir læknisþjónustu án þess að það leiði til lakari þjónustu fyrir aðra, þá lýsir það illskiljanlegum ótta þingheims við að ganga á hólm við stærsta úrlausnarmál stjórnmálanna með opnum huga. Stigvaxandi útgjöld til heilbrigðismála eru brýnasta vandamál þróaðra þjóða um allan heim. Ár eftir ár hefur til dæmis komið fram í skoðanakönnunum að Bretar telja heilbrigðismálin mikilvægasta einstaka málaflokkinn og í nýlegri könnun dagblaðsins Wall Street Journal og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar kom í ljós að einungis stríðið í Írak veldur bandarískum almenningi og stjórnmálamönnum meiri áhyggjum en sífellt hækkandi kostnaður við heilbrigðiskerfið. Hér á landi fara um það bil fjörutíu prósent af samneyslu þjóðarinnar til heilbrigðismála, og eins og í öðrum vestrænum löndum hækka þau útgjöld umfram þjóðarframleiðslu milli ára. Í þessum málaflokki er um slík grundvallaratriði að ræða að stjórnmálamenn geta ekki skorast undan þeirri ábyrgð að ræða lausnir í víðu samhengi. Vissulega er hugmyndafræðin að baki jöfnum aðgangi allra að heilbrigðisþjónustu falleg, og það er enginn að tala um að henni eigi að breyta þegar kemur að slysa- og bráðaþjónustu, þann rétt ber að verja með klóm og kjafti. En ef jafn aðgangur felst í því að allir búi við sömu löngu biðlistana og hafi það fyrir vikið jafn slæmt er það ekki staða sem er þess virði að viðhalda. Sérstaklega þegar haft er í huga að líklegast myndi það beinlínis stytta biðlista ef þeir sjúklingar sem eru borgunarmenn gætu sjálfir greitt fyrir aðgerðir sínar, í stað þess að þurfa að bíða vegna þess að fjárhagsáætlun viðkomandi stofnunar leyfir aðeins tiltekinn fjölda aðgerða, óháð því hver raunveruleg geta hennar er. Það má því allt eins stilla málinu upp þannig að ein afleiðing sé að þeir sem geti borgað fyrir aðgerðir sínar fái ekki aðeins fyrr bóta meina sinna heldur líka hinir þar sem biðlistarnir styttast. Allir gætu því mögulega notið góðs af þessu fyrirkomulagi. Algjört lykilatriði er að greiddur forgangur á ekki að leiða til lakari þjónustu við aðra sjúklinga og getur því ekki annað en verið framför frá núverandi ástandi. Einn háværasti andmælandi þessarar hugmyndar er Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en hann lét eftirfarandi orð falla í umræðum um málið á Alþingi í gær: Það eitt að leyfa einstaklingum að kaupa sig fram fyrir röð er ávísun á mismunun - jafnvel þótt tekið sé fram að það eigi ekki að bitna á öðrum sjúklingum. Umræður um heilbrigðismál munu lítið þokast áfram ef þau eru í ætt við hvernig rætt er um trúarbrögð. Það er hin pólitíska kúnst að koma hjálpinni til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ef eitt af tækifærunum til þess felst í því að leyfa þeim sem hafa rúm fjárráð að taka meiri þátt í kostnaði við læknisþjónstuna er engin ástæða til að útiloka þann möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun
Ef rétt er hjá Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra að þingmenn allra flokka séu tilbúnir að jarða án frekari umræðu hugmyndina um að einstaklingum verði gefinn kostur á að greiða sérstaklega fyrir læknisþjónustu án þess að það leiði til lakari þjónustu fyrir aðra, þá lýsir það illskiljanlegum ótta þingheims við að ganga á hólm við stærsta úrlausnarmál stjórnmálanna með opnum huga. Stigvaxandi útgjöld til heilbrigðismála eru brýnasta vandamál þróaðra þjóða um allan heim. Ár eftir ár hefur til dæmis komið fram í skoðanakönnunum að Bretar telja heilbrigðismálin mikilvægasta einstaka málaflokkinn og í nýlegri könnun dagblaðsins Wall Street Journal og NBC-sjónvarpsstöðvarinnar kom í ljós að einungis stríðið í Írak veldur bandarískum almenningi og stjórnmálamönnum meiri áhyggjum en sífellt hækkandi kostnaður við heilbrigðiskerfið. Hér á landi fara um það bil fjörutíu prósent af samneyslu þjóðarinnar til heilbrigðismála, og eins og í öðrum vestrænum löndum hækka þau útgjöld umfram þjóðarframleiðslu milli ára. Í þessum málaflokki er um slík grundvallaratriði að ræða að stjórnmálamenn geta ekki skorast undan þeirri ábyrgð að ræða lausnir í víðu samhengi. Vissulega er hugmyndafræðin að baki jöfnum aðgangi allra að heilbrigðisþjónustu falleg, og það er enginn að tala um að henni eigi að breyta þegar kemur að slysa- og bráðaþjónustu, þann rétt ber að verja með klóm og kjafti. En ef jafn aðgangur felst í því að allir búi við sömu löngu biðlistana og hafi það fyrir vikið jafn slæmt er það ekki staða sem er þess virði að viðhalda. Sérstaklega þegar haft er í huga að líklegast myndi það beinlínis stytta biðlista ef þeir sjúklingar sem eru borgunarmenn gætu sjálfir greitt fyrir aðgerðir sínar, í stað þess að þurfa að bíða vegna þess að fjárhagsáætlun viðkomandi stofnunar leyfir aðeins tiltekinn fjölda aðgerða, óháð því hver raunveruleg geta hennar er. Það má því allt eins stilla málinu upp þannig að ein afleiðing sé að þeir sem geti borgað fyrir aðgerðir sínar fái ekki aðeins fyrr bóta meina sinna heldur líka hinir þar sem biðlistarnir styttast. Allir gætu því mögulega notið góðs af þessu fyrirkomulagi. Algjört lykilatriði er að greiddur forgangur á ekki að leiða til lakari þjónustu við aðra sjúklinga og getur því ekki annað en verið framför frá núverandi ástandi. Einn háværasti andmælandi þessarar hugmyndar er Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, en hann lét eftirfarandi orð falla í umræðum um málið á Alþingi í gær: Það eitt að leyfa einstaklingum að kaupa sig fram fyrir röð er ávísun á mismunun - jafnvel þótt tekið sé fram að það eigi ekki að bitna á öðrum sjúklingum. Umræður um heilbrigðismál munu lítið þokast áfram ef þau eru í ætt við hvernig rætt er um trúarbrögð. Það er hin pólitíska kúnst að koma hjálpinni til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ef eitt af tækifærunum til þess felst í því að leyfa þeim sem hafa rúm fjárráð að taka meiri þátt í kostnaði við læknisþjónstuna er engin ástæða til að útiloka þann möguleika.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun