Ósammála um hækkunarþörf 29. mars 2006 00:01 Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira
Greiningardeildir KB banka og Glitnis gera ráð fyrir að Seðlabanki Íslands hækki stýrivexti um fimmtíu punkta á fimmtudaginn. Greiningardeild Landsbankans telur að hún verði á bilinu 50 til 75 punktar en ætti jafnvel að vera 100 punktar. Ef stýrivaxtahækkunin á að hafa áhrif, ekki einungis á verðbólguna heldur ekki síður á trúverðugleika peningastefnunnar, þarf hún að vera að minnsta kosti 75 punktar, segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Segir hún fyrirsjáanlega mikla verðbólgu á komandi mánuðum þýða að fjárfestar muni flýja yfir í verðtryggð bréf sem muni gefa töluvert hærri ávöxtun en óverðtryggðir skammtímavextir. Það vinni á móti því að vaxtahækkunin komi fram í verðtryggðum löngum vöxtum. Það skiptir miklu máli að miðlunarferlið virki hratt nú þegar við erum komin svona langt inn í hagsveifluna. Sérfræðingar greiningardeilda KB banka og Glitnis eru á öðru máli. Telja þeir skynsamlegast, og jafnframt líklegast, að Seðlabankinn hækki vexti um fimmtíu punkta. Með því viðhaldi hann og auki vaxtamuninn við útlönd. Seðlabankinn hefur markað sér þá stefnu að vera með fasta vaxtaákvörðunardaga sem gefur til kynna að hann muni halda reglulegum takti í sínum vaxtaákvörðunum. Snarhækkun vaxta nú gæfi ekki traustvekjandi mynd af íslensku efnahagslífi út á við, segir Ingvar Arnarson hjá Greiningardeild Glitnis. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB banka, tekur í sama streng. Segir hann Seðlabankann hafa haft tækifæri til að bregðast við verðbólgunni með því að hækka vexti um meira en 25 punkta í desember, sem hann gerði ekki. Verðbólgan sem nú sé að ganga í garð sé staðreynd og of seint að bregðast við henni, enda taki nokkra mánuði fyrir vaxtaákvörðun að hafa áhrif. Seðlabankinn þurfi því framar öllu að sýna yfirvegun. Edda Rós er ósammála þessu. Nú er ekki tíminn til að bíða og sjá til. Ef okkur tekst að róa krónuna þýðir það að minni eða færri hækkanir komi í kjölfarið. Það er einmitt merki um trúverðugleika og yfirvegun að vera ákveðinn í núverandi stöðu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sjá meira