Vaktstaða Seðlabankans mikilvæg 1. apríl 2006 01:58 Ekki hefur farið framhjá þeim sem fylgjast með efnahagsmálum að verulegt ójafnvægi ríkir í þjóðarbúskapnum; viðskiptahalli er verulegur og einkaneysla í góðæri sterkrar krónu kraftmikil sem aldrei fyrr. Íslendingar eru vanir talsverðum sveiflum í efnahagslífinu og hagkerfið hefur verið býsna fljótt að jafna sig. Von allra er að takist að lenda hagkerfinu með sem sársaukaminnstum hætti. Að undanförnu höfum við verið minnt á að við erum ekki það efnahagslega eyland sem við höfum löngum verið. Þannig hefur bæst við ójafnvægi í efnahagslífinu neikvæð og á köflum fjandsamleg umræða sem ógnað hefur trú á fjármálastöðugleika og gjaldmiðilinn. Þess vegna var meðal annars sérstaklega mikilvægt að Seðlabankinn sendi skýr og skynsamleg skilaboð til markaðarins. Það hefur hann nú gert. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur nú gegnt því starfi í um hálft ár og skilað því hlutverki vel við einhverjar mest krefjandi aðstæður sem seðlabanki getur verið í. Yfirlýsingar hans hafa verið ígrundaðar og yfirvegaðar og til þess fallnar að taka af tvímæli um að Seðlabankinn ætli að standa þá vakt sem honum er skylt að standa samkvæmt lögum. Markmið bankans um að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum til lengri tíma er ófrávíkjanlegt og ekki samningsatriði. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og í tilviki vaxtaákvarðana er slíkt sérlega auðvelt. Í ljósi núverandi stöðu má auðveldlega leiða að því rök að 25 punkta hækkun stýrivaxta í desember hafi verið of væg aðgerð. Hún gaf undir fótinn hugmyndum um að Seðlabankinn myndi hleypa verðbólgu í gegn og að pólitísk fortíð Davíðs hefði áhrif til þess að bankinn blandaði saman ströngu markmiði og stjórnmálalegum hagsmunum. Með öðrum orðum að gagnrýnendur hágengis úr hópi samherja Davíðs hefðu áhrif á ákvarðanir Seðlabankans. Í því ljósi var einnig mikilvægt að Seðlabankinn sendi á fimmtudaginn skýr skilaboð um markmið sín. Að óbreyttu gætu stýrivextir farið upp undir sextán prósent. Það er ógnvænleg tala og vonandi að skilaboð Seðlabankans hafi þau áhrif að slíkrar hækkunar verði ekki þörf. Besta leiðin til að tryggja að svo fari ekki er að í framgöngu bankans og ákvörðunum verði ekki rúm fyrir vantrú á að bankinn muni stíga slík skref ef á þurfi að halda. Miðað við síðustu vaxtaákvörðun og þau skilaboð sem henni fylgdu hefur rýmið fyrir slíkar efasemdir minnkað verulega. Þó má vera að í maí þurfi bankinn að fylgja eftir þeim skilaboðum til að tryggja trúverðugleika sinn og með því framtíðarstöðugleika efnahagslífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Ekki hefur farið framhjá þeim sem fylgjast með efnahagsmálum að verulegt ójafnvægi ríkir í þjóðarbúskapnum; viðskiptahalli er verulegur og einkaneysla í góðæri sterkrar krónu kraftmikil sem aldrei fyrr. Íslendingar eru vanir talsverðum sveiflum í efnahagslífinu og hagkerfið hefur verið býsna fljótt að jafna sig. Von allra er að takist að lenda hagkerfinu með sem sársaukaminnstum hætti. Að undanförnu höfum við verið minnt á að við erum ekki það efnahagslega eyland sem við höfum löngum verið. Þannig hefur bæst við ójafnvægi í efnahagslífinu neikvæð og á köflum fjandsamleg umræða sem ógnað hefur trú á fjármálastöðugleika og gjaldmiðilinn. Þess vegna var meðal annars sérstaklega mikilvægt að Seðlabankinn sendi skýr og skynsamleg skilaboð til markaðarins. Það hefur hann nú gert. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur nú gegnt því starfi í um hálft ár og skilað því hlutverki vel við einhverjar mest krefjandi aðstæður sem seðlabanki getur verið í. Yfirlýsingar hans hafa verið ígrundaðar og yfirvegaðar og til þess fallnar að taka af tvímæli um að Seðlabankinn ætli að standa þá vakt sem honum er skylt að standa samkvæmt lögum. Markmið bankans um að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum til lengri tíma er ófrávíkjanlegt og ekki samningsatriði. Það er auðvelt að vera vitur eftir á og í tilviki vaxtaákvarðana er slíkt sérlega auðvelt. Í ljósi núverandi stöðu má auðveldlega leiða að því rök að 25 punkta hækkun stýrivaxta í desember hafi verið of væg aðgerð. Hún gaf undir fótinn hugmyndum um að Seðlabankinn myndi hleypa verðbólgu í gegn og að pólitísk fortíð Davíðs hefði áhrif til þess að bankinn blandaði saman ströngu markmiði og stjórnmálalegum hagsmunum. Með öðrum orðum að gagnrýnendur hágengis úr hópi samherja Davíðs hefðu áhrif á ákvarðanir Seðlabankans. Í því ljósi var einnig mikilvægt að Seðlabankinn sendi á fimmtudaginn skýr skilaboð um markmið sín. Að óbreyttu gætu stýrivextir farið upp undir sextán prósent. Það er ógnvænleg tala og vonandi að skilaboð Seðlabankans hafi þau áhrif að slíkrar hækkunar verði ekki þörf. Besta leiðin til að tryggja að svo fari ekki er að í framgöngu bankans og ákvörðunum verði ekki rúm fyrir vantrú á að bankinn muni stíga slík skref ef á þurfi að halda. Miðað við síðustu vaxtaákvörðun og þau skilaboð sem henni fylgdu hefur rýmið fyrir slíkar efasemdir minnkað verulega. Þó má vera að í maí þurfi bankinn að fylgja eftir þeim skilaboðum til að tryggja trúverðugleika sinn og með því framtíðarstöðugleika efnahagslífsins.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun