"Serimóníu- meistarar" 28. apríl 2006 00:01 Við upphaf prestastefnunnar í Keflavíkurkirkju í vikunni flutti biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, að venju yfirgripsmikla ræðu um kirkjustarfið í landinu. Hann talaði sérstaklega um val á presti í fyrri hluta ræðu sinnar, sem kom ekki á óvart vegna þess hvar prestastefnan var haldin og þess sem gengið hefur á í Keflavík vegna vals á nýjum sóknarpresti. Biskup benti á í ræðu sinni, að frá því að valnefndir komu til hefur 61 prestur hlotið embætti og í 57 skipti var samstaða í valnefnd. Í þrjú skipti náðist ekki samstaða og í eitt skipti var farið fram á almenna prestskosningu. Óróinn í kringum skipan sóknarprests í Keflavík virðist því heyra til undantekninga, en engu að síður hljóta kirkjuyfirvöld að hlusta á raddir þeirra fjölmörgu í Keflavík sem lýst hafa yfir óánægju sinni með skipanina, og það verður ekki auðvelt fyrir þann sem hlaut náð fyrir augum valnefndar að hefja störf í sókninni. Nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkjubrúðkaup. Biskup kom auk þess inn á fjölmörg önnur atriði í ræðu sinni, svo sem uppganginn í þjóðfélaginu, það fjölmenningarsamfélag sem við nú lifum í auk ýmissa innri málefna kirkjunnar. Undir lok ræðu sinnar kom biskup inn á staðfesta samvist og hjónavígslur og fjallaði um kirkjubrúðkaup þar sem hann kvað allfast að orði. Hann talaði um Hollívúddseringu brúðkaupa og sagði: Einhverra hluta vegna eru kirkjubrúðkaup í seinni tíð hafin til skýja, goðuð og glamúriseruð. Hið fullkomna brúðkaup er nánast sáluhjálparatriði. Og við prestar höfum dansað með. Og nú er sýndarmennskan og glysið í kringum þetta augljóslega komið út í öfgar. Iðulega er presturinnn varla nema serimóníumeistari, eða jafnvel trúður. Helgidómurinn og presturinn nánast eins og leiktjöld hins fullkomna brúðkaups, en afar lítið tillit virðist tekið til umhverfis, hefða og boðskapar kirkjunnar. Þarna er biskup Íslands að senda býsna ákveðin skilaboð til brúðhjóna og líka prestanna. Framundan er mikil brúðkaupsvertíð, og það fer ekki fram hjá neinum, að þetta er orðin mikil vertíð viðskipta og prjáls. Uppistaðan í tónlist í kirkjubrúðkaupum er oft ýmiskonar dægurlög innlend og erlend, sem hvorki eiga við stund né stað. Tónlistarmenn hafa að vísu gert heiðarlega tilraun til að breyta þessu, og þeir mættu líka láta til sín taka varðandi tónlist við jarðarfarir. Hefðbundnir sálmar hafa orðið að víkja fyrir alls konar annarri tónlist við brúðkaup og jarðarfarir, og er það miður. Kirkjan verður líka að fylgjast með tímanum í þessum efnum, og stuðla að því að eðlileg endurnýjun verði á kirkjulegri tónlist. Þetta er verkefni presta og organista í framtíðinni, en nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkjubrúðkaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Við upphaf prestastefnunnar í Keflavíkurkirkju í vikunni flutti biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, að venju yfirgripsmikla ræðu um kirkjustarfið í landinu. Hann talaði sérstaklega um val á presti í fyrri hluta ræðu sinnar, sem kom ekki á óvart vegna þess hvar prestastefnan var haldin og þess sem gengið hefur á í Keflavík vegna vals á nýjum sóknarpresti. Biskup benti á í ræðu sinni, að frá því að valnefndir komu til hefur 61 prestur hlotið embætti og í 57 skipti var samstaða í valnefnd. Í þrjú skipti náðist ekki samstaða og í eitt skipti var farið fram á almenna prestskosningu. Óróinn í kringum skipan sóknarprests í Keflavík virðist því heyra til undantekninga, en engu að síður hljóta kirkjuyfirvöld að hlusta á raddir þeirra fjölmörgu í Keflavík sem lýst hafa yfir óánægju sinni með skipanina, og það verður ekki auðvelt fyrir þann sem hlaut náð fyrir augum valnefndar að hefja störf í sókninni. Nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkjubrúðkaup. Biskup kom auk þess inn á fjölmörg önnur atriði í ræðu sinni, svo sem uppganginn í þjóðfélaginu, það fjölmenningarsamfélag sem við nú lifum í auk ýmissa innri málefna kirkjunnar. Undir lok ræðu sinnar kom biskup inn á staðfesta samvist og hjónavígslur og fjallaði um kirkjubrúðkaup þar sem hann kvað allfast að orði. Hann talaði um Hollívúddseringu brúðkaupa og sagði: Einhverra hluta vegna eru kirkjubrúðkaup í seinni tíð hafin til skýja, goðuð og glamúriseruð. Hið fullkomna brúðkaup er nánast sáluhjálparatriði. Og við prestar höfum dansað með. Og nú er sýndarmennskan og glysið í kringum þetta augljóslega komið út í öfgar. Iðulega er presturinnn varla nema serimóníumeistari, eða jafnvel trúður. Helgidómurinn og presturinn nánast eins og leiktjöld hins fullkomna brúðkaups, en afar lítið tillit virðist tekið til umhverfis, hefða og boðskapar kirkjunnar. Þarna er biskup Íslands að senda býsna ákveðin skilaboð til brúðhjóna og líka prestanna. Framundan er mikil brúðkaupsvertíð, og það fer ekki fram hjá neinum, að þetta er orðin mikil vertíð viðskipta og prjáls. Uppistaðan í tónlist í kirkjubrúðkaupum er oft ýmiskonar dægurlög innlend og erlend, sem hvorki eiga við stund né stað. Tónlistarmenn hafa að vísu gert heiðarlega tilraun til að breyta þessu, og þeir mættu líka láta til sín taka varðandi tónlist við jarðarfarir. Hefðbundnir sálmar hafa orðið að víkja fyrir alls konar annarri tónlist við brúðkaup og jarðarfarir, og er það miður. Kirkjan verður líka að fylgjast með tímanum í þessum efnum, og stuðla að því að eðlileg endurnýjun verði á kirkjulegri tónlist. Þetta er verkefni presta og organista í framtíðinni, en nú þegar brúðkaupsvertíðin er framundan er það verkefni þeirra hinna sömu að hafa áhrif á það við undirbúning athafna að halda í heiðri góðum gildum, svo að fólk upplifi sig ekki á popptónleikum við kirkjubrúðkaup.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun