Ég verð áfram ég 29. apríl 2006 00:01 Ef þið vitið það ekki enn, þá er rétt að endurtaka það, svo ekki fari milli mála. Ég er sem sagt að hætta sem forseti hjá Íþróttasambandinu. Tek hnakk minn og hest. Þakka auðvitað fyrir mig og allt það og tek á móti fagnaðarlátunum sem sjálfsagt brjótast út, þegar þeir loksins losna við mig. Þetta hefur sosum spurst út og menn sem eru eflaust ágætir vinir mínir og velgjörðarmenn spyrja: hvað ætlarðu að fara að gera? Rétt eins og ég standi frammi fyrir því að þurfa að ráfa um göturnar í iðjuleysi og örvæntingu! Ég skil reyndar ágætlega þessar áhyggjur sem fylgja þessum spurningum, því ekki eru nú störfin beinlínis á lausu fyrir fólk á sjötugsaldri og svo er þetta auðvitað grafalvarlegt mál í augum þeirra sem hafa alist upp við það að vegur og virðing nútímafólks sé metin í stöðutáknum og því að vera eitthvað. Vera forstjóri, vera bankastjóri, vera prófessor eða flugstjóri eða jafnvel vegavinnuverkstjóri. Hvað þá forseti! Það er allt komið undir titlinum, stöðunni, mannvirðingunni í metorðastiganum. Annars ertu ekki maður með mönnum, heldur afgangsstærð og fólk horfir í gegnum þig og hugsar: þarna er hann greyið. Eða hugsar ekki neitt því þarf vitaskuld ekki að hugsa um það sem ekkert er. Í mesta lagi löggilt gamalmenni, án titils, án andlits, án eftirtektar. Ég hef satt að segja sjálfur haft af þessu nokkrar áhyggjur að vakna upp við það á morgun að vera ekki neitt. Nema auðvitað ég sjálfur, sem sumum kann að þykja þunnur þrettándi, nánast eins og ganga um nakinn innan um prúðbúið fólk. Boðflenna í þjóðfélagssamkvæminu. Og síðan kemur spurningin sem ég stend frammi fyrir og allir aðrir, sem lifa það af að vera nógu gamlir til að missa vinnuna eða hætta í henni, sumsé: er það markmiðið að vera eitthvað? Breytist maður við það að hafa ekki mannaforráð eða vera ekki forseti eða fríkar maður út í taugaveiklun við það að bera ekki ábyrgð á neinum nema sjálfum sér? Einhvern veginn held ég samt að ég sé ennþá, nákvæmlega sami maðurinn og ég var fyrir helgina og ég hef verið að þreifa á mér og skoða mig í speglinum og spyrja Ágústu mína hvort hún sjái einhverjar breytingar á útliti mínu eða innri manni. Ekki ennþá, segir hún en horfir þannig á mig að ég fer að vorkenna mér út af vorkunnsemi annarra. En ykkur að segja, þá kvíði ég því einu, að nú getur maður ekki lengur haft það fyrir afsökun, þegar húsverkin eru annarsvegar, að þurfa að fara á kontórinn eða á fund eða flúið að heiman undir því yfirskini að knýjandi skyldustörf út í bæ hafi forgang. Nú verð ég að læra á þvottavélina og ryksuguna og sennilega verður ætlast til þess af mér að ég eldi matinn og þurki af í stofunni, þannig að það blasa við mér miklar og óvæntar annir í áður óþekktum og framandi störfum. Já, samt er spurt: hvað ætlar þú að fara að gera? En ég spyr á móti: Er ekki ágætt að stökkva af vagninum, þessari hraðlest, sem knýr fólk áfram til streitu og starfa og stöðugrar leitar að einhverjum ótilgreindum takmörkum, peningum, völdum, titlum eða væntingum sem bíða handan hornsins eða bíða okkar í gröfinni, þegar hjartað segir stopp út af þessum déskotans eltingarleik við það sem sýnist en aldrei finnst eða finnst of seint? Og vera þá orðinn of gamall til að njóta þess. Hver veit? Það er líka til sú aðferð að bíða á stoppistöðinni, anda djúpt, taka sjálfan sig ekki of hátiðlega, líta í kringum sig, meðan maður hefur þrótt til að vera til. Sér í lagi ef maður man að á stoppistöðinni stendur nákvæmlega sami maðurinn og stóð þar í gær. Ég er áfram ég. Ég las einu sinni ævisögu EldeyjarHjalta, þar sem hann segir frá því að hann hafi hitt mann niður í Austurstræti, sem tók hann tali, bauð honum með sér á Borgina og veitti vín á báðar hendur og fljótlega áttaði ég mig á því segir Hjalti að hann tók mig fyrir annan mann. En það var allt í lagi, heldur Hjalti áfram: Ég vissi alltaf að ég var ég. Það sama segi ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun
Ef þið vitið það ekki enn, þá er rétt að endurtaka það, svo ekki fari milli mála. Ég er sem sagt að hætta sem forseti hjá Íþróttasambandinu. Tek hnakk minn og hest. Þakka auðvitað fyrir mig og allt það og tek á móti fagnaðarlátunum sem sjálfsagt brjótast út, þegar þeir loksins losna við mig. Þetta hefur sosum spurst út og menn sem eru eflaust ágætir vinir mínir og velgjörðarmenn spyrja: hvað ætlarðu að fara að gera? Rétt eins og ég standi frammi fyrir því að þurfa að ráfa um göturnar í iðjuleysi og örvæntingu! Ég skil reyndar ágætlega þessar áhyggjur sem fylgja þessum spurningum, því ekki eru nú störfin beinlínis á lausu fyrir fólk á sjötugsaldri og svo er þetta auðvitað grafalvarlegt mál í augum þeirra sem hafa alist upp við það að vegur og virðing nútímafólks sé metin í stöðutáknum og því að vera eitthvað. Vera forstjóri, vera bankastjóri, vera prófessor eða flugstjóri eða jafnvel vegavinnuverkstjóri. Hvað þá forseti! Það er allt komið undir titlinum, stöðunni, mannvirðingunni í metorðastiganum. Annars ertu ekki maður með mönnum, heldur afgangsstærð og fólk horfir í gegnum þig og hugsar: þarna er hann greyið. Eða hugsar ekki neitt því þarf vitaskuld ekki að hugsa um það sem ekkert er. Í mesta lagi löggilt gamalmenni, án titils, án andlits, án eftirtektar. Ég hef satt að segja sjálfur haft af þessu nokkrar áhyggjur að vakna upp við það á morgun að vera ekki neitt. Nema auðvitað ég sjálfur, sem sumum kann að þykja þunnur þrettándi, nánast eins og ganga um nakinn innan um prúðbúið fólk. Boðflenna í þjóðfélagssamkvæminu. Og síðan kemur spurningin sem ég stend frammi fyrir og allir aðrir, sem lifa það af að vera nógu gamlir til að missa vinnuna eða hætta í henni, sumsé: er það markmiðið að vera eitthvað? Breytist maður við það að hafa ekki mannaforráð eða vera ekki forseti eða fríkar maður út í taugaveiklun við það að bera ekki ábyrgð á neinum nema sjálfum sér? Einhvern veginn held ég samt að ég sé ennþá, nákvæmlega sami maðurinn og ég var fyrir helgina og ég hef verið að þreifa á mér og skoða mig í speglinum og spyrja Ágústu mína hvort hún sjái einhverjar breytingar á útliti mínu eða innri manni. Ekki ennþá, segir hún en horfir þannig á mig að ég fer að vorkenna mér út af vorkunnsemi annarra. En ykkur að segja, þá kvíði ég því einu, að nú getur maður ekki lengur haft það fyrir afsökun, þegar húsverkin eru annarsvegar, að þurfa að fara á kontórinn eða á fund eða flúið að heiman undir því yfirskini að knýjandi skyldustörf út í bæ hafi forgang. Nú verð ég að læra á þvottavélina og ryksuguna og sennilega verður ætlast til þess af mér að ég eldi matinn og þurki af í stofunni, þannig að það blasa við mér miklar og óvæntar annir í áður óþekktum og framandi störfum. Já, samt er spurt: hvað ætlar þú að fara að gera? En ég spyr á móti: Er ekki ágætt að stökkva af vagninum, þessari hraðlest, sem knýr fólk áfram til streitu og starfa og stöðugrar leitar að einhverjum ótilgreindum takmörkum, peningum, völdum, titlum eða væntingum sem bíða handan hornsins eða bíða okkar í gröfinni, þegar hjartað segir stopp út af þessum déskotans eltingarleik við það sem sýnist en aldrei finnst eða finnst of seint? Og vera þá orðinn of gamall til að njóta þess. Hver veit? Það er líka til sú aðferð að bíða á stoppistöðinni, anda djúpt, taka sjálfan sig ekki of hátiðlega, líta í kringum sig, meðan maður hefur þrótt til að vera til. Sér í lagi ef maður man að á stoppistöðinni stendur nákvæmlega sami maðurinn og stóð þar í gær. Ég er áfram ég. Ég las einu sinni ævisögu EldeyjarHjalta, þar sem hann segir frá því að hann hafi hitt mann niður í Austurstræti, sem tók hann tali, bauð honum með sér á Borgina og veitti vín á báðar hendur og fljótlega áttaði ég mig á því segir Hjalti að hann tók mig fyrir annan mann. En það var allt í lagi, heldur Hjalti áfram: Ég vissi alltaf að ég var ég. Það sama segi ég.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun