Að þreyta bráðina 30. apríl 2006 00:01 Að þreyta bráðina er gamalkunn aðferð við veiðimennsku. Það er ekki laust við að sú samlíking fari um hug manns nú þegar stjórnmálamennirnir við Austurvöll ætla að bjóða þjóðinni upp á umræður um fjölmiðla og lagasetningar þriðja árið í röð. Vorið og langt fram á sumar 2004 logaði samfélagið stafnanna á milli vegna fjölmiðafrumvarps þáverandi forsætisráðherra Davíðs Oddssonar, sem forseti synjaði staðfestingar eins og frægt er orðið. Í fyrravor sendi nefnd allra flokka frá sér fjölmiðlaskýrslu sem var boðað að yrði vinnugagn við smíði nýrra fjölmiðlalaga í stað þeirra sem ekki náðu fram að ganga árið á undan. Sama vor kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra nýtt frumvarp til laga um ríkisfjölmiðlana, skyldur þeirra og hlutverk, og breytta stjórn. Góðu heilli náði það frumvarp ekki fram að ganga, enda var þar hvergi tekið á sérstöðuleysi ríkismiðlanna á fjölmiðlamarkaði heldur þvert á móti dyrnar opnaðar upp á gátt að enn víðtækari ríkisrekstri í fjölmiðlun en við höfum nú þegar. Og nú vorið 2006 er breytt lagaumhverfi fjölmiðla komið á dagskrá Alþingis enn á ný. Aftur er menntamálaráðherra mættur með umdeilt frumvarp um RÚV og aftur er komið fram frumvarp sem breytir verulega rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla ef það verður að veruleika. Hvað rekur þá ríkisstjórn sem er við völd áfram í þessum málum? Þess hefur lengi verið beðið að Sjálfstæðisflokkur kæmi fram með frumvarp sem tæki til rækilegrar endurskoðunar stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. Athugið í því sambandi að tuttugu ár eru liðin frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Og það er ekki eins og Sjálfstlðisflokkurinn hafi ekki verið í kjöraðstöðu til að beita sér í málinu á því tímabili, því nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra, æðsti yfirmaður ríkisútvarps og ríkissjónvarps, kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Þeim mun sorglegra er að ekki hafi tekist að nýta tímann til að koma á sátt um hlutverk ríkismiðlanna með skýrri lagasetningu því vissulega hefur verið eftirspurn eftir slíkri aðgerð. Mun erfiðara er hins vegar að átta sig á því hvað rekur menn áfram þegar kemur að gríðarlegum áhuga þeirra á lagasetningum á frjálsa fjölmiðla. Þar virðist manni helst vera á ferðinni gamaldags stjórnsemi og hugsunarháttur sem má kalla "við vitum betur en þið" því engu er líkara en stjórnmálamennirnir treysti ekki þjóðinni til velja hvernig fjölmiðla hún kýs sér, og vilji því hafa vit fyrir henni. Það sem gerir þennan áhuga enn skringilegri er að hann virðist hvergi vera ákafari en í þeim flokki sem hefur kennt sig við sjálfstæði einstaklinganna og einkaframtakið. Í gær var tilkynnt sú ákvörðun 365, útgáfufélags Fréttablaðsins og DV, að leggja síðarnefnda blaðið niður í núverandi mynd þar sem rekstur þess stóð ekki undir kostnaði. Í því tilfelli kusu lesendur með fótunum eins og það er stundum orðað; þeir fóru sem sagt annað eftir fréttum og lesefni. Það er engin ástæða fyrir stjórnmálamennina til annars en að virða slíkan frjálsa vilja þjóðarinnar í stað þess að þröngva hugmyndum sínum upp á hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun
Að þreyta bráðina er gamalkunn aðferð við veiðimennsku. Það er ekki laust við að sú samlíking fari um hug manns nú þegar stjórnmálamennirnir við Austurvöll ætla að bjóða þjóðinni upp á umræður um fjölmiðla og lagasetningar þriðja árið í röð. Vorið og langt fram á sumar 2004 logaði samfélagið stafnanna á milli vegna fjölmiðafrumvarps þáverandi forsætisráðherra Davíðs Oddssonar, sem forseti synjaði staðfestingar eins og frægt er orðið. Í fyrravor sendi nefnd allra flokka frá sér fjölmiðlaskýrslu sem var boðað að yrði vinnugagn við smíði nýrra fjölmiðlalaga í stað þeirra sem ekki náðu fram að ganga árið á undan. Sama vor kynnti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra nýtt frumvarp til laga um ríkisfjölmiðlana, skyldur þeirra og hlutverk, og breytta stjórn. Góðu heilli náði það frumvarp ekki fram að ganga, enda var þar hvergi tekið á sérstöðuleysi ríkismiðlanna á fjölmiðlamarkaði heldur þvert á móti dyrnar opnaðar upp á gátt að enn víðtækari ríkisrekstri í fjölmiðlun en við höfum nú þegar. Og nú vorið 2006 er breytt lagaumhverfi fjölmiðla komið á dagskrá Alþingis enn á ný. Aftur er menntamálaráðherra mættur með umdeilt frumvarp um RÚV og aftur er komið fram frumvarp sem breytir verulega rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla ef það verður að veruleika. Hvað rekur þá ríkisstjórn sem er við völd áfram í þessum málum? Þess hefur lengi verið beðið að Sjálfstæðisflokkur kæmi fram með frumvarp sem tæki til rækilegrar endurskoðunar stöðu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. Athugið í því sambandi að tuttugu ár eru liðin frá því einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn. Og það er ekki eins og Sjálfstlðisflokkurinn hafi ekki verið í kjöraðstöðu til að beita sér í málinu á því tímabili, því nú stendur yfir fjórða kjörtímabilið í röð þar sem menntamálaráðherra, æðsti yfirmaður ríkisútvarps og ríkissjónvarps, kemur úr Sjálfstæðisflokknum. Þeim mun sorglegra er að ekki hafi tekist að nýta tímann til að koma á sátt um hlutverk ríkismiðlanna með skýrri lagasetningu því vissulega hefur verið eftirspurn eftir slíkri aðgerð. Mun erfiðara er hins vegar að átta sig á því hvað rekur menn áfram þegar kemur að gríðarlegum áhuga þeirra á lagasetningum á frjálsa fjölmiðla. Þar virðist manni helst vera á ferðinni gamaldags stjórnsemi og hugsunarháttur sem má kalla "við vitum betur en þið" því engu er líkara en stjórnmálamennirnir treysti ekki þjóðinni til velja hvernig fjölmiðla hún kýs sér, og vilji því hafa vit fyrir henni. Það sem gerir þennan áhuga enn skringilegri er að hann virðist hvergi vera ákafari en í þeim flokki sem hefur kennt sig við sjálfstæði einstaklinganna og einkaframtakið. Í gær var tilkynnt sú ákvörðun 365, útgáfufélags Fréttablaðsins og DV, að leggja síðarnefnda blaðið niður í núverandi mynd þar sem rekstur þess stóð ekki undir kostnaði. Í því tilfelli kusu lesendur með fótunum eins og það er stundum orðað; þeir fóru sem sagt annað eftir fréttum og lesefni. Það er engin ástæða fyrir stjórnmálamennina til annars en að virða slíkan frjálsa vilja þjóðarinnar í stað þess að þröngva hugmyndum sínum upp á hana.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun