Seðlabankinn segir vandasama siglingu framundan Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2006 07:45 Bankastjórn Seðlabankans, Jón Sigurðsson, Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson Seðlabankastjórar við upphaf kynningarfundar bankans á skýrslu um fjármálastöðugleikann. Bankinn er bjartsýnn á stöðugleika fjármálakerfisins. Fréttablaðið/GVA Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér skýrslu um fjármálastöðugleika hér. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segist vilja sjá meiri merki um að dragi úr útlánum viðskiptabankanna og að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi. Á heildina litið segir bankinn stöðuna þó góða. Þjóðhagslegt ójafnvægi hefur aukist frá því Seðlabanki Íslands gaf síðast út rit um fjármálastöðugleika fyrir ári síðan. Bankinn kynnti síðdegis í gær nýja úttekt á fjármálastöðunni þar sem yfirskrift aðfararorða hennar er Vandasöm sigling framundan. Í fyrra var niðurstaða greiningar bankans sú að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust þrátt fyrir mikla siglingu og það þyrfti næstu árin að glíma við ójafnvægi. Sú niðurstaða er óbreytt þótt horfur séu nú í fyrsta sinn síðan í nóvember 2001 sagðar neikvæðar. En boðarnir framundan eru nú sýnilegri og meiri, sagði Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans þegar hann kynnti skýrsluna. Davíð segir að frá því í fyrra hafi tvennt gerst, annars vegar hafi aukist ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og hins vegar orðið umskipti í fjármögnun viðskiptabankanna. Þar koma meðal annars til neikvæð umræða um íslenska hagkerfið og fleiri hlutir. Þá geta sveiflur í gengi krónunnar í kjölfar mikils viðskiptahalla og verðlækkun eigna haft töluverð áhrif á skuldsett heimili og fyrirtæki, auk rekstrarskilyrða fjármálafyrirtækja. Gengislækkunin kom bæði fyrr og hraðar en vonast var til, segir Davíð en bætir við að til lengri tíma sé hún þó holl, enda hafi gengið verið orðið töluvert hærra en samrýmst hafi getað jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Viðbrögð við breyttum aðstæðum eru þegar hafin og mikilvægt að þétt sé haldið um stjórnvölinn og gætt fyllstu varfærni, segir Davíð og áréttar að á umbrotatímum sé ávallt áhætta fyrir hendi, en hlutverk skýrslunnar sé að meta getu fjármálakerfisins til að mæta hugsanlegu áfalli. Hann segir breyttar aðstæður krefjast þess að bankarnir hægi á vextinum, enda bendi allt til að aðgengi þeirra að fjármagni og kjör verði ekki eins hagstæð og verið hafa. Bankarnir hafa sagt við okkur að þeir séu byrjaðir að draga úr útlánum en við sjáum það ekki með skýrum hætti enn, segir hann en áréttar um leið að Seðlabankinn treysti þó fyllilega orðum bankanna um að málið sé á réttri leið, en vari um leið við því að við þessar aðstæður sé viðbúið að útlánatap þeirra eigi eftir að aukast. En við vildum gjarnan sjá skýrari merki um að menn hefðu dregið úr lánum. Davíð segir að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi og brýnt að koma á boðuðum breytingum á rekstri hans. Hann segur skilning bankans vera þann að ný lög um sjóðinn eigi að liggja fyrir um næstu áramót. Og seinna má það ekki vera, bætir hann við, en tekur ekki afstöðu til þess hvaða rekstrarform skuli taka við. Meginatriðið er að ekki er hægt að vera með sérstakan sjóð með ríkisábyrgð í samkeppni við bankana. Sömuleiðis sagði Davíð Seðlabankann ekki hafa tekið til þess afstöðu hvort rétt væri að sameina Fjármálaeftirlitið bankanum, en benti á að báðar stofnanir væru tiltölulega litlar með tilliti til mannaforráða og að þróunin hefði víða frekar verið í þá átt að sameina slíkar stofnanir. Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Seðlabanki Íslands sendi í gær frá sér skýrslu um fjármálastöðugleika hér. Davíð Oddsson Seðlabankastjóri segist vilja sjá meiri merki um að dragi úr útlánum viðskiptabankanna og að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi. Á heildina litið segir bankinn stöðuna þó góða. Þjóðhagslegt ójafnvægi hefur aukist frá því Seðlabanki Íslands gaf síðast út rit um fjármálastöðugleika fyrir ári síðan. Bankinn kynnti síðdegis í gær nýja úttekt á fjármálastöðunni þar sem yfirskrift aðfararorða hennar er Vandasöm sigling framundan. Í fyrra var niðurstaða greiningar bankans sú að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust þrátt fyrir mikla siglingu og það þyrfti næstu árin að glíma við ójafnvægi. Sú niðurstaða er óbreytt þótt horfur séu nú í fyrsta sinn síðan í nóvember 2001 sagðar neikvæðar. En boðarnir framundan eru nú sýnilegri og meiri, sagði Davíð Oddsson formaður bankastjórnar Seðlabankans þegar hann kynnti skýrsluna. Davíð segir að frá því í fyrra hafi tvennt gerst, annars vegar hafi aukist ójafnvægi í þjóðarbúskapnum og hins vegar orðið umskipti í fjármögnun viðskiptabankanna. Þar koma meðal annars til neikvæð umræða um íslenska hagkerfið og fleiri hlutir. Þá geta sveiflur í gengi krónunnar í kjölfar mikils viðskiptahalla og verðlækkun eigna haft töluverð áhrif á skuldsett heimili og fyrirtæki, auk rekstrarskilyrða fjármálafyrirtækja. Gengislækkunin kom bæði fyrr og hraðar en vonast var til, segir Davíð en bætir við að til lengri tíma sé hún þó holl, enda hafi gengið verið orðið töluvert hærra en samrýmst hafi getað jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Viðbrögð við breyttum aðstæðum eru þegar hafin og mikilvægt að þétt sé haldið um stjórnvölinn og gætt fyllstu varfærni, segir Davíð og áréttar að á umbrotatímum sé ávallt áhætta fyrir hendi, en hlutverk skýrslunnar sé að meta getu fjármálakerfisins til að mæta hugsanlegu áfalli. Hann segir breyttar aðstæður krefjast þess að bankarnir hægi á vextinum, enda bendi allt til að aðgengi þeirra að fjármagni og kjör verði ekki eins hagstæð og verið hafa. Bankarnir hafa sagt við okkur að þeir séu byrjaðir að draga úr útlánum en við sjáum það ekki með skýrum hætti enn, segir hann en áréttar um leið að Seðlabankinn treysti þó fyllilega orðum bankanna um að málið sé á réttri leið, en vari um leið við því að við þessar aðstæður sé viðbúið að útlánatap þeirra eigi eftir að aukast. En við vildum gjarnan sjá skýrari merki um að menn hefðu dregið úr lánum. Davíð segir að staða Íbúðalánasjóðs sé óviðunandi og brýnt að koma á boðuðum breytingum á rekstri hans. Hann segur skilning bankans vera þann að ný lög um sjóðinn eigi að liggja fyrir um næstu áramót. Og seinna má það ekki vera, bætir hann við, en tekur ekki afstöðu til þess hvaða rekstrarform skuli taka við. Meginatriðið er að ekki er hægt að vera með sérstakan sjóð með ríkisábyrgð í samkeppni við bankana. Sömuleiðis sagði Davíð Seðlabankann ekki hafa tekið til þess afstöðu hvort rétt væri að sameina Fjármálaeftirlitið bankanum, en benti á að báðar stofnanir væru tiltölulega litlar með tilliti til mannaforráða og að þróunin hefði víða frekar verið í þá átt að sameina slíkar stofnanir.
Viðskipti Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira