Sterkir bæjarstjórar geta skipt miklu 19. maí 2006 00:01 Eftir rétt rúma viku ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa nýjar sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Sveitarfélögum hefur fækkað töluvert frá því um síðustu kosningar, eða um 26 og eru nú 79. Með kosningunum nú verða því töluverðar breytingar á sveitarfélögum á nokkrum stöðum á landinu. Þar er yfirleitt um að ræða að eitt meðalstórt sveitarfélag og nokkur snærri hafa sameinast. Þannig hafa orðið til stærri sveitarstjórnareiningar eins og yfirvöld hafa löngum stefnt að og hljóta að leggja enn meiri áherslu á á komandi kjörtímabili. Enn eru litlir hreppar víða um land sem lifa sjálfstæðu lífi, við hlið stærri sveitarfélaga, og í flestum tilfellum hafa þessir litlu hreppar einhverja sérstöðu og eru gjarnan sterkir fjárhagslega. Skorradalshreppur í Borgarfirði er þar ekki undanskilinn, en hann hefur á stundum verið mjög í sviðsljósinu við sameiningarkosningar á undanförnum árum. Þar verður óbundin kosning eins og oft áður. Línur eru nú farnar að skýrast mjög varðandi kosningarnar. Kosningastarfið er nú komið á fulla ferð um land allt og frambjóðendur eru önnum kafnir við að kynna stefnu sína, svo fólk getur nú áttað sig á stefnumálum hinna einstöku flokka. Þau geta verið mjög mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars og svo geta þau verið mjög samhljóða innan sama sveitarfélags. Fjölmargar kannanir hafa verið gerðar og þær eru í meginatriðum samhljóða. Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga mikinn meðbyr, en með undantekningum þó, og á sama hátt virðist Framsóknarflokkurinn vera í mótbyr, með vissum undantekningum. Sem fyrr beinist athyglin að kosningunum í höfuðborginni, og þá ekki síst nú af ýmsum ástæðum. Reykjavíkurlistinn býður nú ekki lengur fram, en í staðinn eru þrjú sjálfstæð framboð þeirra flokka sem að honum stóðu. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka í skoðanakönnunum, þá kemur Samfylkingin og síðan vinstri grænir, frjálslyndir og Framsóknarflokkurinn. Framsóknarmenn virðast mega teljast mjög heppnir ef þeir koma manni að í Reykjavík. Samkvæmt skoðanakönnunum er útlitið fyrir þá dökkt, jafnvel þótt reynslan sýni að þeir fái yfirleitt meira fylgi en kannanir gefa til kynna. Það yrði mikið áfall fyrir flokkinn að koma ekki manni að í höfuðborginni, ekki aðeins varðandi áhrif og völd í borginni, heldur ekki síður varðandi stöðu flokksins á landsvísu. Það er athyglisvert að skoða kannanir þar sem einn flokkur er við völd eins og í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Samkvæmt könnunum bæta Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi á báðum stöðum. Í þessum bæjarfélögum virðast bæjarbúar kunna vel að meta störf Lúðvíks Geirssonar í Hafnarfirði og Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ, eða þá að framboð sem sett hafa verið til höfuðs þeim hafa ekki hitt í mark en af ólíkum ástæðum þó. Þótt Reykjavík sé mikið í sviðsljósinu við þessar kosningar, þá verður ekki síður athyglisvert að fylgjast með úrslitum í mörgum öðrum sveitarfélögum, sem geta oltið á aðeins örfáum atkvæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Eftir rétt rúma viku ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa nýjar sveitarstjórnir til næstu fjögurra ára. Sveitarfélögum hefur fækkað töluvert frá því um síðustu kosningar, eða um 26 og eru nú 79. Með kosningunum nú verða því töluverðar breytingar á sveitarfélögum á nokkrum stöðum á landinu. Þar er yfirleitt um að ræða að eitt meðalstórt sveitarfélag og nokkur snærri hafa sameinast. Þannig hafa orðið til stærri sveitarstjórnareiningar eins og yfirvöld hafa löngum stefnt að og hljóta að leggja enn meiri áherslu á á komandi kjörtímabili. Enn eru litlir hreppar víða um land sem lifa sjálfstæðu lífi, við hlið stærri sveitarfélaga, og í flestum tilfellum hafa þessir litlu hreppar einhverja sérstöðu og eru gjarnan sterkir fjárhagslega. Skorradalshreppur í Borgarfirði er þar ekki undanskilinn, en hann hefur á stundum verið mjög í sviðsljósinu við sameiningarkosningar á undanförnum árum. Þar verður óbundin kosning eins og oft áður. Línur eru nú farnar að skýrast mjög varðandi kosningarnar. Kosningastarfið er nú komið á fulla ferð um land allt og frambjóðendur eru önnum kafnir við að kynna stefnu sína, svo fólk getur nú áttað sig á stefnumálum hinna einstöku flokka. Þau geta verið mjög mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars og svo geta þau verið mjög samhljóða innan sama sveitarfélags. Fjölmargar kannanir hafa verið gerðar og þær eru í meginatriðum samhljóða. Sjálfstæðisflokkurinn virðist eiga mikinn meðbyr, en með undantekningum þó, og á sama hátt virðist Framsóknarflokkurinn vera í mótbyr, með vissum undantekningum. Sem fyrr beinist athyglin að kosningunum í höfuðborginni, og þá ekki síst nú af ýmsum ástæðum. Reykjavíkurlistinn býður nú ekki lengur fram, en í staðinn eru þrjú sjálfstæð framboð þeirra flokka sem að honum stóðu. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka í skoðanakönnunum, þá kemur Samfylkingin og síðan vinstri grænir, frjálslyndir og Framsóknarflokkurinn. Framsóknarmenn virðast mega teljast mjög heppnir ef þeir koma manni að í Reykjavík. Samkvæmt skoðanakönnunum er útlitið fyrir þá dökkt, jafnvel þótt reynslan sýni að þeir fái yfirleitt meira fylgi en kannanir gefa til kynna. Það yrði mikið áfall fyrir flokkinn að koma ekki manni að í höfuðborginni, ekki aðeins varðandi áhrif og völd í borginni, heldur ekki síður varðandi stöðu flokksins á landsvísu. Það er athyglisvert að skoða kannanir þar sem einn flokkur er við völd eins og í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Samkvæmt könnunum bæta Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi á báðum stöðum. Í þessum bæjarfélögum virðast bæjarbúar kunna vel að meta störf Lúðvíks Geirssonar í Hafnarfirði og Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ, eða þá að framboð sem sett hafa verið til höfuðs þeim hafa ekki hitt í mark en af ólíkum ástæðum þó. Þótt Reykjavík sé mikið í sviðsljósinu við þessar kosningar, þá verður ekki síður athyglisvert að fylgjast með úrslitum í mörgum öðrum sveitarfélögum, sem geta oltið á aðeins örfáum atkvæðum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun